Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 17.09.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Flensborgarhlaupið er orðinn fastur liður í hlaupadagskránni en það verður hlaupið n.k. þriðju dag. Það er haldið í sam­ starfi við Hlaupahóp FH og Skokk hóp Hauka. Markmiðið er að búa til skemmtilegan viðburð fyrir bæjarbúa og hugsað sem hvatning til útiveru og hreyfingar. Einnig er keppt um titilinn Framhaldsskólameistarinn í 10 km hlaupi í karla­ og kvenna­ flokki. Allur ágóði rennur að þessu sinni til MS­félagsins og ungs fólks sem greinst hefur með MS­sjúkdóminn. „Sá sjúkdómur hefur oftar en einu sinni látið á sér kræla í okkar litla skóla­ samfélagi. Inga María Björg­ vins dóttir, 18 ára nemandi, greind ist nýlega. Framganga hennar í Reykjavíkurmaraþoninu varð okkur hvatning til að styrkja þetta málefni,“ segir Freyja Auðunsdóttir í Flensborgarskóla Glæsileg útdráttarverðlaun Þjálfarar sjá um upphitun fyrir hlaup svo gott er að mæta tíman­ lega. Það verður líka líf og fjör í Hamarssal að hlaupi loknu, enda vegleg útdráttarverðlaun í pott­ inum. Hafnarfjarðarbær býður svo keppendum í sund gegn fram vísun hlaupanúmers. Hlaup­ ið er frá Flensborgarskóla og eftir Kaldárselsvegi og til baka. Skráning til kl. 12 á skráningardegi Hlaupið fer fram þriðjudaginn 22. september og byrjar kl 17.30. Skráning fer fram á flens borgar­ hlaup.is og verður hægt að skrá sig til kl. 12.00 á hlaupadegi en ef skráð er fyrir miðnætti á sunnu dag er mun ódýrara að skrá sig. Allir eru velkomnir að taka þátt í hlaupinu.Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinn Smelltu á LÍKAR VIÐ húsnæði óskast Óska eftir 2-3ja herb. íbúð í Hafnarfirði. Uppl. í síma 782 9898. húsnæði í boði 3ja herbergja íbúð til leigu á Völlunum. Langtímaleiga. Uppl. í síma 699 4080. 2j herbergja íbúð til leigu. Laus strax. Uppl. í síma 693 1325. þjónusta Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa þær yfir á(vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is Vantar Betamax video. Sigurður Þorleifsson. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn án ryks, lyktar og bletta! Djúphreinsun á borðstofu- stólum, hægindastólum, sófasett um, rúmdýnum og teppum. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. Kenni postulínsmálun. Valgerður Sigfúsdóttir sími 565 3349 og 821 1941. tapað - fundið Lykill fannst í versluninni Kaki Strandgötu 11. Eigandi getur vitjað hans í versluninni. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Stelpu-uppistand Þórdís Nadia, Snjólaug Lúðvíks og Bylgja Babýlons hafa verið virkar í uppistandssenunni undanfarin miss- eri við góðar undirtektir. Þær grínast með fágaða hluti eins og prump og Tinder en tala einnig um bjánalegri viðfangsefni eins og Bjarna Ben og Guð. Þær troða upp í Bæjarbíói á morgun, föstudag kl. 22. Tónleikar með Högna Högni Egilsson verður með tónleika kl. 22 á laugardaginn í Bæjarbíói. Dagskráin verður samansett úr helstu ferilsafrekum í bland nýtt efni úr ýmsum óvæntum áttum. Frítt í þrjúbíó í Bæjarbíói Enn á ný verður boðið frítt í þrjúbíó í Bæjarbíói á sunnudaginn. Núna verður sýnd myndin Lotta í Skarkala- götu sem segir frá ævintýralegum uppátækjum þessarar 5 ára sænsku stelpu. Myndin er byggð á sögu eftir Astrid Lindgren. Sýning á Hrafnistu Málverkasýning Áslaugar Öldu Finns- dóttur stendur yfir í Menn ingar salnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til 7. október. Foreldramorgnar og handavinnuhópur Foreldramorgnar eru á Bókasafni Hafnarfjarðar annan hvern þriðjudag kl. 10-12. Handavinnuhópur er alla fimmtu daga kl. 17-19 Hafnarborg Haustsýning Hafnarborgar 2015 er sýningin Heimurinn án okkar. Ratleikur Hafnarfjarðar Ratleikur Hafnarfjarðar stendur yfir til 21. september. Frábær fjölskylduleikur en einnig fyrir einstaklinga eða hópa. Fáðu frítt ratleikskort m.a. í Bókasafninu og í Ráðhúsinu. menning & mannlíf Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn VINNUSKÚR Til sölu ca. 16 m² vinnuskúr með lýsingu og rafmagnsofnum. Orðinn dálítið lúinn en gerir sitt gagn. Er á Völlunum. Verð 250.000 eða besta tilboð. Uppl. í síma 893 8277 ATVINNA Knattspyrnufélagið Haukar óskar eftir að ráða starfsmann í almennar ræstingar og skyld verkefni Um er að ræða hlutastarf frá kl. 08:00 til kl. 12:00, virka daga. Tímbundið starf, frá 1. október til 1. maí 2016. Umsóknir sendist á magnús@haukar.is Frá Flensborgarhlaupinu 2013. Flensborgarhlaupið fimm ára! Hlaupið til styrktar ungu fólki með MS sjúkdóminn Bílastæðamál Vilja klukku­ skífur í miðbæinn Miðbæjarsamtök Hafnar­ fjarð ar hafa sent bæjaryfir­ völd um beiðni um að bíla­ stæðamál í miðbænum verði tekin til skoðunar. Telja þeir reglur um bílastæði óljósar en ekkert eftirlit virðist vera með tíma takmörkunum á bíla­ stæðum þar. Telja samtökin frí bílastæði vera kost og vilja að skoðað verði hvort taka eigi upp klukkuskífur í bíla til að stýra tímalengd á notkun bílastæða. Framundan sé mikil fjölgun íbúa á svæðinu og æskilegt sé að leita leiða til að fjölga bílastæðum, t.d. með bygg­ ingu bílastæðahúss. Guðmundur Bergkvist og Björn Jóhannsson hafa undan­ farið ár unnið að heimildar­ myndinni Fáskrúðsfjörður ­ Brot úr sögu bæjar. Myndin var frumsýnd á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði í sumar og hlaut hún mikið lof áhorfenda skv. frétt á Austurfrétt. Síðan þá hefur verið bætt við myndina og er hún tæpir tveir tímar á lengd. Í myndinni er stiklað á stóru í sögu Fáskrúðsfjarðar, fjallað um sögu, atvinnulíf, atburði, félagslíf, hljómsveitir og ýmis­ legt fleira. Fram koma fjölmörg myndbrot sem sjaldan eða aldrei hafa áður sést, ásamt hundruðum ljósmynda og fjölda viðtala, bæði gömlum og nýjum. Myndin verður sýnd í Bæjar­ bíói kl. 17 á sunnudaginn og verður það eina sýningin á höf­ uð borgarsvæðinu. Stefnt er á að gefa myndina út á DVD disk fyrir jólin. Heimildarmynd um Fáskrúðsfjörð í Bæjarbíói! Þegar hafa selst hátt í 200 miðar Högni og stelpuuppistand Mikil gróska er í Bæjarbíói þessa dagana og verða Þórdís Nadia, Snjólaug Lúðvíks og Bylgja Babýlons með uppistand á morgun, föstudag kl. 22. Þá verður Höfni Egilsson með tónleika í bíóinu á laugardag kl. 22 auk þess enn eina ferðina verður frítt í þrjúbíó á sunnu­ daginn. Hér að ofan er svo sagt frá bíósýningu sem verður kl. 17 á sunnudag. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.