Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 22
FÓLK|HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
FJÖLSKYLDUDAGUR Safnadagurinn er hugsaður sem einstök skemmtun fyrir fjölskylduna að sögn Elísabetar Pétursdóttur, verk-
efnastýru hjá Félagi íslenskra safna og safnamanna. MYND/STEFÁN
FJÖLBREYTNI
Um 50 söfn um allt
land taka þátt í Safna-
deginum.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Íslenski safnadagurinn verður haldinn á sunnudag um allt land en dagurinn hefur verið haldinn að frumkvæði
safnafólks frá árinu 1997. Um 50 söfn taka
þátt og er ókeypis inn á flest þeirra. Mark-
mið Safnadagsins er fyrst og fremst að
kynna og vekja athygli á faglegu safnastarfi
á Íslandi en þar fer fram mikil gróska í
fræðslu og miðlun sem landsmenn geta
verið stoltir af segir Elísabet Pétursdóttir,
verkefnastýra hjá Félagi íslenskra safna og
safnamanna. „Safnadagurinn er skipulagð-
ur eftir fyrirmynd alþjóðlega safnadagsins
en hefur auðvitað þróast bæði að umfangi
og fjölbreytni undanfarin ár. Hann er sér-
staklega hugsaður sem fjölbreytt fræðsla
en ekki síður sem einstök skemmtun fyrir
alla fjölskyldumeðlimi, enda er boðið
upp á afar skemmtilega dagskrá hjá þeim
söfnum sem taka þátt.“
Sem fyrr segir taka um fimmtíu söfn
þátt en meðal einstakra viðburða nefnir
Elísabet fágætt tækifæri til þess að skoða
geymslur Hönnunarsafnsins í Garðabæ,
göngutúr við Gljúfrastein sem Halldór
Laxness skrifaði um í verkinu Í túninu
heima árið 1975 og fjölbreytta dagskrá
sem Borgarsögusafn Reykjavíkur er með
á öllum sýningarstöðum sínum. „Einnig
má nefna sýninguna Hjáverkin í Árbæjar-
safni sem byggir á safnkosti safnsins og
í Hafnarborg er boðið upp á fjölskyldu-
leiðangur um sýninguna Menn fyrir allar
gerðir fjölskyldna.“
Á landsbyggðinni er safnadagurinn
fastur liður hjá mörgum sveitarfélögum.
„Í Norska húsinu í Stykkishólmi verður
opnuð ný sýning sem nefnist Miðstöðvar
og mangarar og í Listasafni Árnesinga er
boðið upp á listasmiðju með listamann-
inum Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur. Heim-
ilisiðnaðarsafnið á Blönduósi býður upp á
stofutónleika og söfn og sýningar við Eyja-
fjörð taka höndum saman og opna nýja
sumarsýningu í Menningarhúsinu Hofi á
Akureyri. Þar sýna tuttugu söfn og sýn-
ingar gripi úr fórum sínum sem tengjast
konum á einn eða annan hátt.“
Í ár er unnið með alþjóðlegt þema safn-
adagsins sem er „Söfn í þágu sjálfbærni“
en þannig er reynt að vekja athygli á og
velta fyrir sér hvernig söfn geta stuðlað
að aukinni vitund um sjálfbærni að sögn
Elísabetar. „Umhverfisþátturinn liggur auð-
vitað beint við, til að mynda að velja um-
hverfisvæn efni við uppsetningu sýninga,
hvernig má nýta safneign á sjálfbæran hátt
við miðlun og fræðslu og almennt að huga
að félagslegum tengslum við nærsam-
félagið.“
Dagskrá Safnadagsins er aðgengileg
inn á www.safnmenn.is, safnabokin.is og á
Facebook-síðu Safnadagsins.
EINSTÖK SKEMMTUN
SAFNADAGURINN Árlegur Safnadagur er um helgina. Um 50 söfn bjóða upp
á fjölbreyttar sýningar fyrir alla fjölskylduna og er ókeypis inn á flest þeirra.
Heldur óvenjulegir tónleikar verða í Norðurljósasal
Hörpu í kvöld kl. 20.30. Þá stígur á svið Þjóðlagasveit
Tónlistarskólans á Akranesi undir stjórn Skúla Ragnars
Skúlasonar.
Þetta er tónleikasýning sem nefnist Raddir sem
aldrei hljóðna. Verkið er samsafn laga og texta úr
öllum áttum og er efnið sótt til Riverdance-sýninganna.
Flutt verður írsk og skosk þjóðlagatónlist ásamt blandi
frá öðrum heimshornum.
Þjóðlagasveitina skipa 16 fiðluleikarar frá Akranesi á
aldrinum 17-27 ára ásamt trommuleikara, píanóleikara
og bassaleikara.
Hópurinn fékk almenning til að senda inn óskaljóð
og -lög í sýninguna. Áheyrendur upplifa afraksturinn
og eiga þeir sem veittu tónsveitinni liðsinni bestu
þakkir fyrir, að sögn stjórnandans. Þemað í sýning-
unni byggir á vorinu, ilmi ástar og blóma. Hér setja
minningar, söknuður, æskan og tíminn sterkan svip á
heildarmyndina. Aðaleinkenni Þjóðlagasveitarinnar er
að hún blandar saman hljóðfæraleik, söng og talkór og
afraksturinn skilar sér í einu heilsteyptu verki.
Raddir sem aldrei hljóðna er níunda tónleikaverk-
efni Þjóðlagasveitarinnar. Með verkefninu Raddir sem
aldrei hljóðna ætlar hópurinn að leiða áhorfendur inn í
veröld töfra og tóna sem spannar allan tilfinningaskal-
ann, segir í tilkynningu.
ÍRSK ÞJÓÐLAGATÓNLIST Í HÖRPU
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
FRÁBÆRT ÚRVAL AF PÚÐUM
FRÁ kr. 4.900
KLAPPSTÓLL kr. 5.990
BAMBOO BORÐ kr. 36.400
MIST KLUKKA kr. 9.980
AMI STÓLL kr. 19.900
PORGY kr. 17.700
SMILE BUTTON - 3JA SÆTA kr. 204.800
BALDVIN - 3JA SÆTA 196 cm kr. 129.900
2 SAMAN Í SETTI
LIFÐU
í NÚLLINU!
Til hvers að flækja hlutina?
365.is | Sími 1817
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
4
0
-C
7
C
C
1
6
4
0
-C
6
9
0
1
6
4
0
-C
5
5
4
1
6
4
0
-C
4
1
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K