Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 50
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 34 FÓTBOLTI FH-ingurinn Atli Guðna- son lagði upp bæði mörk FH-inga í sigrinum á Keflavík á sunnudags- kvöldið aðeins sex dögum eftir að hann skorað tvö mörk í 3-1 sigri á KR í fyrstu umferð Pepsi-deildar- innar. Atli Guðnason hefur verið að skila sannkölluðum Messi-tölum í síðustu átta leikjum FH-liðsins í Pepsi-deildinni og þar virðist sjö mánaða hlé ekki hafa breytt miklu fyrir þennan þrítuga framherja eða það að þjálfarinn Heimir Guð- jónsson hafi breytt um leikkerfi og spili nú 4-4-2 í stað 4-3-3 áður. Endaði frábærlega í fyrrasumar Atli Guðnason fór á kostum í loka- kafla Pepsi-deildarinnar í fyrra og skoraði þá sex mörk og gaf sex stoðsendingar í síðustu sex leikj- um FH-liðsins. Atli varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins í Pepsi-deildinni síðasta sumar og þá munaði mikið um lokasprettinn þar sem hann var með 7,5 í meðal- einkunn í síðustu sex leikjum FH- liðsins. Þrátt fyrir kaldan vetur hefur Atli ekki kólnað mikið niður, því hann hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjum Pepsi-deildarinn- ar. Atli skoraði tvö síðustu mörkin í 3-1 sigri á KR-vellinum og lagði síðan upp bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Keflavík í fyrsta heimaleik sumarsins. Steven Lennon hefur notið góðs af þjónustu Atla í þessum leikjum, því síðustu fimm mörk Skotans í Pepsi-deildinni hafa öll komið eftir stoðsendingar frá Atla. Atli launaði líka nafna sínum Atla Viðari Björnssyni stoðsend- inguna frá því í fyrstu umferð- inni í Vesturbænum, þegar hann lagði upp mark Atla Viðars á móti Keflavík. Atli Viðar skoraði þá sitt 99. mark í efstu deild og vant- ar því bara eitt til að verða fjórði meðlimur hundrað marka klúbbs- ins. Átta plús átta í átta Jafnvægið á milli marka og stoð- sendinga er því fullkomið hjá Atla í síðustu átta Pepsi-deildar leikj- um hans þar sem hann er með átta mörk og átta stoðsendingar. Í fimm þessara leikja og báðum leikjum hans á þessum tímabili, hefur hann komið að tveimur mörkum eða fleiri. FH-ingar hafa fullt hús og fjög- ur mörk í plús eftir tvo fyrstu leik- ina og alls 19 stig í þessum átta leikjum. Þeir hefðu hins vegar verið með fimmtán stigum færra úr þessum átta leikjum ef marka og stoðsendinga Atla hefði ekki notið við. ooj@frettabladid.is Kólnaði ekki mikið í vetur Atli Guðnason hefur komið að fj órum af fi mm fyrstu mörkum FH í fyrstu leikjum Pepsi-deildar karla og alls að sextán mörkum í síðustu átta leikjum. Hann spilaði frábærlega í fyrra og fer vel af stað þetta sumarið. Átta plús átta í síðustu átta Atli Guðnason hefur komið með beinum hætti að 16 af 21 marki FH-liðsins (76 prósent) í síðustu átta leikjum liðsins í Pepsi-deild karla í fótbolta. Hann hefur skorað átta mörk sjálfur og gefið átta stoðsendingar að auki. SÍÐUSTU ÁTTA LEIKIR ATLA GUÐNASONAR Í PEPSI-DEILDINNI SUMARIÐ 2014 31. ágúst 4-0 sigur á Fjölni 14. september 2-0 sigur á Þór 18. september 1-1 jafntefli við KR 21. september 4-2 sigur á Fram 28. september 4-1 sigur á Val 4. október 1-2 tap fyrir Stjörnunni SUMARIÐ 2015 4. maí 3-1 sigur á KR 10. maí 2-0 sigur á Keflavík SAMTALS 8 LEIKIR 8 MÖRK OG 8 STOÐSENDINGAR S S S S S S SS S SKORAR OG SKAPAR Atli Guðnason er með eitt mark og eina stoðsendingu að meðaltali í síðustu átta Pepsi-deildar leikjum sínum. Hann heldur áfram að spila frábærlega eins og hann gerði á síðustu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÖSTUDAG KL. 21:00 GOÐSAGNIR EFSTU DEILDAR HÖRÐUR MAGNÚSSON 365.is Sími 1817 FÓTBOLTI Breiðablik byrjaði Pepsi-deild kvenna af krafti í gær þegar liðið valtaði yfir nýliða Þróttar, 5-0, á Kópavogsvelli. Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hvor og Rakel Hönnudóttir eitt. Blikar skoruðu síðustu þrjú mörkin á síðustu fjórum mínútum leiksins. Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar áttu í meiri vandræðum með hina nýliðana, KR. Stjarnan marði 1-0 sigur á heimavelli sínum í Garðabænum, en markið skoraði markadrottningin Harpa Þor- steinsdóttir á 62. mínútu. Valur vann Aftureldingu, 3-0, með tveimur mörkum frá Elínu Mettu Jónsdóttur og einu frá Vesnju Smiljkovic og Fylkir vann Selfoss, 2-0, í Árbænum. Þá gerðu Þór/KA og ÍBV jafntefli, 1-1, í Boganum á Akureyri. - tom Blikarnir byrjuðu af kraft i SIGUR Telma Þrastardóttir skoraði eitt mark fyrir Blika. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR PEPSI-DEILD KVENNA FYLKIR - SELFOSS 2-0 1-0 Hulda Hrund Arnarsdóttir (13.), 2-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (69.). BREIÐABLIK - ÞRÓTTUR 5-0 1-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (18.), 2-0 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (39.), 3-0 Fanndís Frið- riksdóttir (86.), 4-0 Rakel Hönnudóttir (88.), 5-0 Fanndís Friðriksdóttir (90.). STJARNAN - KR 1-0 1-0 Harpa Þorsteinsdóttir (62.). VALUR - AFTURELDING 3-0 1-0 Elín Metta Jensen (15.), 2-0 Elín Metta Jensen (46.), 3-0 Vesna Smiljkovic (76.). ÞÓR/KA - ÍBV 1-1 1-0 Sarah Miller (50.), 1-1 Shaneka Gordon (66.). STAÐAN: Breiðablik 1 1 0 0 5-0 3 Valur 1 1 0 0 3-0 3 Fylkir 1 1 0 0 2-0 3 Stjarnan 1 1 0 0 1-0 3 ÍBV 1 0 1 0 1-1 1 Þór/KA 1 0 1 0 1-1 1 KR 1 0 0 1 0-1 0 Selfoss 1 0 0 1 0-2 0 Afturelding 1 0 0 1 0-3 0 Þróttur 1 0 0 1 0-5 0 FÓTBOLTI Lokadagur félagaskipta í íslenska fótboltanum er í dag og má búast við að einhver lið í Pepsi-deildinni styrki sig á lokasprettinum. Svo gæti farið að Reykjavíkurrisarnir KR og Valur eigi leikmannaskipti. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerðu KR-ingar Vals- mönnum tilboð í vinstri bakvörðinn Bjarna Ólaf Eiríksson og buðu á móti framherjann Þorstein Má Ragnarsson. Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði ekkert slíkt hafa borist inn á borð til sín þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um málið í gær. Bjarni Ólafur er uppalinn Valsmaður og hefur aldrei leikið fyrir annað lið í efstu deild, en hann var í þrjú ár í atvinnu- mennsku í Noregi. Þorsteinn Már byrjaði nær alla leiki KR á undirbún- ingstímabilinu en var settur á bekkinn þegar Óskar Örn Hauksson sneri heim rétt fyrir mót. - tom KR vill fá Bjarna Ólaf HANDBOLTI Meiri líkur en minni eru á því að markvörðurinn Giedrius Morkunas verði áfram í herbúðum Íslandsmeistara Hauka. Þetta sagði Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er afskaplega líklegt að Giedrius verði áfram en það er ekki alveg ákveðið. Það kemur lík- lega í ljós strax eftir helgi,“ sagði Þorgeir sem bætti því við að mark- vörðurinn, sem spilaði stórkost- lega í úrslitakeppninni, væri ekki með nein tilboð að utan þótt áhugi væri til staðar. Unnusta Giedriusar, Marija Gedroit, hefur einnig leikið með Haukum undanfarin ár og að sögn Þorgeirs verður hún að öllum lík- indum áfram hjá félaginu. „Marija er í endurhæfingu og vonandi verður hún komin aftur á ferðina um áramótin,“ sagði Þor- geir en Marija sleit krossbönd í leik gegn Fram í lokaumferð Olís- deildarinnar í mars. „Við viljum halda þeim báðum hjá félaginu. Samningurinn henn- ar Mariju er reyndar runninn út en hún er á tryggingu hjá okkur,“ sagði Þorgeir enn fremur en frek- ari frétta er að vænta af leik- mannamálum hjá kvennaliðinu á næstu dögum. - iþs Parið líklega áfram hjá Haukum Giedrius Morkunas og Marija Gedroit spila væntanlega áfram með Haukum. ÁFRAM Á ÁSVÖLLUM Giedrius Morkunas og Marija Gedroit hafa reynst Haukum afar vel í handboltanum undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Atli Sigurjónsson skrif- aði í gær undir þriggja ára samn- ing við Breiðablik. Atli, sem er 23 ára miðjumaður, kemur frá KR sem hann lék með síðustu þrjú ár. „Það voru önnur lið sem höfðu samband en fyrir mér kom ekkert annað en Breiðablik til greina,“ sagði Atli í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var meiddur á undirbúningstíma- bilinu og spilaði ekki fyrstu tvo leiki KR í Pepsi-deildinni. Atli, sem er uppalinn Þórsari, gæti spilað sinn fyrsta leik í grænu treyjunni þegar Breiðablik sækir Keflavík heim í 3. umferð Pepsi- deildarinnar á sunnudaginn - iþs Atli í Breiðablik Í GRÆNT Atli gerði þriggja ára samn- ing við Breiðablik. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPORT 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 0 -5 1 4 C 1 6 4 0 -5 0 1 0 1 6 4 0 -4 E D 4 1 6 4 0 -4 D 9 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 1 4 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.