Fréttablaðið - 15.05.2015, Blaðsíða 20
15. maí 2015 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
VILBORG MAGNEA ÞÓRÐARDÓTTIR
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
28. apríl sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til
starfsfólks 5. hæðar Hjúkrunarheimilisins
Skjóls fyrir alúð og umhyggju.
Kristbjörg Þ. Bergmann
Stefán Ármann Þórðarson
Ólafur Þórðarson Kolbrún Valdimarsdóttir
Sigríður Bergmann
og aðrir ættingjar.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HULDÍS GUÐRÚN ANNELSDÓTTIR
síðast til heimilis að
Vesturgötu 7, Reykjavík,
lést 30. apríl síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju í dag
föstudaginn 15. maí, kl. 13.
Þorsteinn R. Þorsteinsson Ágústa Bárðardóttir
Unnur Þorsteinsson
Annel B. Þorsteinsson Guðrún Sigurðardóttir
Guðmundur M. Þorsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
AASE V. M. DUNN
frá Tórshavn, Færeyjum,
lést á heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
þriðjudaginn 21. apríl síðastliðinn.
Bálför fer fram frá Fossvogskapellu
mánudaginn 18. maí nk., kl. 15.00.
Axel H. Lutzhöft Eyðna Hansen
Charlotta Evensen Þorvaldur Evensen
Elisabeth Dunn
barnabörn og barnabarnabörn.
MERKISATBURÐIR
1525 Orrustan við Frankenhausen gerði út um bændauppreisn
í Þýskalandi.
1770 Íslandi var skipt í ömt: annars vegar suður- og vesturamt
og hins vegar norður- og austuramt. Síðar voru suðuramt og
vesturamt aðskilin.
1811 Paragvæ fékk sjálfstæði frá Spáni.
1897 Sigfús Eymundsson flutti til landsins talvél eða grafófón
og var sagt frá því í auglýsingu að tækið talaði og syngi ýmis lög.
1905 Stofnun Las Vegas: Járnbrautarfélag seldi stóra land-
spildu í Nevadaeyðimörkinni til áhættufjárfesta.
1937 Hátíð var haldin á Íslandi í tilefni af 25 ára stjórnarafmæli
Kristjáns konungs tíunda.
1941 Alþingi samþykkti að fresta alþingiskosningum um allt að
fjögur ár vegna hernámsins. Kosningar fóru þó fram árið eftir.
1952 Fiskveiðilögsaga Íslands var
færð út í fjórar mílur en var áður
þrjár. Auk þess var flóum og fjörð-
um lokað fyrir botnvörpuveiðum.
1967 Fyrsta íslenska sjónvarpsleik-
ritið var frumsýnt: Jón gamli eftir
Matthías Johannessen.
1976 Keflavíkurganga á vegum
herstöðvaandstæðinga var gengin
frá hliði herstöðvarinnar til Reykja-
víkur.
1987 John Travolta kvikmynda-
leikari kom til Íslands ásamt
fríðu föruneyti.
Þennan dag árið 2008 varð Kalifornía
annað ríki Bandaríkjanna til að leyfa
hjónabönd samkynhneigðra en Massa-
chusetts reið á vaðið árið 2004. Leyfið
var veitt eftir að hæstiréttur Kaliforniu
úrskurðaði að fyrra bann gengi gegn
stjórnaskránni.
Hinn 5. nóvember sama ár var leyfið
hins vegar afturkallað en þá höfðu nokkur
þúsund samkynhneigð pör gengið í það
heilaga. Ástæða þess var sú að tillaga,
sem vestanhafs gekk undir nafninu
Proposition 8, var samþykkt með 52,1
prósenti atkvæða. Í henni var mælst til
þess að málsgreininni „Aðeins hjónaband
milli karls og konu er gilt og löglegt í Kali-
forníu“ yrði bætt í stjórnarskrá ríkisins.
Margir íhaldssamir hópar töluðu
óspart fyrir tillögunni til að snúa við
ákvörðun hæstaréttar frá því 15. maí
um að lögleiða hjónaband samkyn-
hneigðra. Sjálfur hafði hæstiréttur snúið
við ákvörðun þjóðaratkvæðagreiðslu frá
árinu 2000 þar sem 61 prósent kjósenda
vildi að hjónaband gæti aðeins verið
milli karls og konu.
ÞETTA GERÐIST: 15. MAÍ 2008
Samkynhneigðir fá að gift ast í Kaliforníu
➜ Eftirfarandi er í boði
ef verkefnið er stutt í
gegnum Karolinafund
Ný tónleikaröð með verkum Atla
Heimis Sveinssonar er að fara af stað
en fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni
fara fram í kvöld í Mengi. Tónleika-
röðin, sem ber nafnið, Atli Heimir og
árdagar framúrstefnunnar á Íslandi,
heldur svo áfram í ágúst og verður
síðasta föstudag í mánuði fram á vor.
Brautryðjandi verk tónskáldsins Atla
Heimis Sveinssonar verða í hávegum
höfð í tónleikaröðinni en hún er sam-
starfsverkefni Mengis og Listaháskóla
Íslands.
Upphafstónleikarnir sem fram fara
í kvöld munu þjóna sem kynning á
seríunni í heild sinni, en á sama degi
munu aðstandendur hátíðarinnar
einnig hefja söfnun á Karolinafund
til að fjármagna framhaldið á þessu
metnaðarfulla verkefni. Frá og með
ágústmánuði og fram í apríl 2016
mun síðasti föstudagur hvers mánað-
ar vera helgaður verkum Atla Heimis.
Borgar Magnason, listrænn stjórn-
andi seríunnar, hefur unnið að heild-
ar samantekt á höfundarverki Atla
Heimis undanfarið ár. Við þá vinnu
kom í ljós heilt ævistarf af verkum
í framúrstefnu stíl sem samin eru
á árunum fyrst eftir að Atli Heimir
kynnist Stockhausen og evrópskri
framúrstefnu. Það sem kemur helst
á óvart við þessi metnaðarfullu og
framúrstefnulegu verk hans er að
sum hafa aldrei verið flutt, hvað þá
tekin upp og mörg hver hafa ekki
heyrst síðan þau voru frumflutt.
Fjöldinn allur af gríðarlega vönd-
uðum verkum bíður því flutnings en
flutningur á úrvali þeirra er leiðar-
stefið í tónleikaröðinni, þó einleiks-
og kammerverk frá öðrum tíma fái
einnig að fylgja með.
Á tónleikunum í kvöld í Mengi koma
fram sannkallaðar kanónur á sínu sviði
en það eru þau, Melkorka Ólafsdóttir
þverflautuleikari, Arngunnur Árna-
dóttir klarinettleikari, Michael Kaul-
artz fagottleikari og Örn Magnússon
er lesari. Þau verk sem flutt verða eru
Trio für Bläser (1960) en um frum-
flutning er að ræða, Djúp er sorgin //
Tief ist die Trauer (2002) fyrir einleiks
flautu, Fönsun IV (1968) fyrir einleiks
fagott, Dona nobis pacem (1983) fyrir
einleiks klarinett og lesara.
Eins og greint er frá hér til hliðar
munu aðstandendur hátíðarinnar einn-
ig hefja söfnun á Karolinafund til að
fjármagna framhaldið. Ýmislegt verð-
ur hægt að fá með því að styðja tón-
leikaröðina. gunnarleo@frettabladid.is
Ný tónleikaröð með
verkum Atla Heimis
Tónleikaröð þessi fagnar verkum hins afk astamikla og hæfi leikaríka tónlistarmanns/tón-
skálds Atla Heimis Sveinssonar. Borgar Magnason er listrænn stjórnandi seríunnar.
LISTRÆNN STJÓRNANDI Borgar Magnason
stýrir seríunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
NÝ TÓNLEIKARÖÐ Brautryðjandi verk tónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar verða í hávegum höfð í tónleikaröðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Á sjötta og sjöunda áratugnum
samdi Atli Heimir Sveinsson nokk-
urn fjölda tónverka sem skrifuð
voru á óhefðbundinn, og oft á tíðum
abstrakt, myndrænan hátt. Mörg
verkin koma fyrir sjónir sem mynd-
verk frekar en tónverk og var þetta
tilraun Atla Heimis til að opna fyrir
túlkun verkanna og fá flytjendur til
að taka meiri þátt í sköpun þeirra.
● Eitt póstkort (þrykkt í letterpress)
með teikningu eftir Atla Heimi
Sveinsson, upp úr tónverkum hans
Fönsun IV og Mengi.
● Pakki með fjórum póstkortum
(þrykkt í letterpress) með teikn-
ingum eftir Atla Heimi Sveinsson,
upp úr tónverkum hans Fönsun IV
og Mengi.
● Silkiþrykk í takmörkuðu upplagi í
stærðinni 28 x 40 cm af grafísku
tónverki eftir Atla Heimi Sveinsson.
● Pakki með fjórum silkiþrykkum í
stærðinni 28 x 40 cm í takmörkuðu
upplagi af mynd-tónverkum eftir
Atla Heimi Sveinsson.
● Silkiþrykkt sería af níu myndum úr
tónverkinu For Boys and Girls eftir
Atla Heimi Sveinsson samið fyrir
SÚM hópinn árið 1967. Takmarkað
upplag.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
4
0
-2
9
C
C
1
6
4
0
-2
8
9
0
1
6
4
0
-2
7
5
4
1
6
4
0
-2
6
1
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
4
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K