24 stundir - 03.11.2007, Side 54
fréttnæmt úr fortíðinni
frettir@24stundir.is
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 200754
íslendingar eru á einum áratug
orðnir miklu fallegri þjóð, ekki
bara hinar fallegu konur, heldur
líka hin ófríða karlþjóð. ÓlafurThors,1955
„Þá er villidýrinu sleppt lausu af básnum“
Dæmdur fyrir meiðandi ummæli um Adolf Hitler
Skagfirðingar eru vanari ferðalögum en öll
önnur landsins börn. Og í stað þess að fólk í
sumum öðrum sveitum ferðast aldrei og er
að kalla má mannfælið og hefur einhvern
heimóttarsvip þá eru Skagfirðingar manna
frjálslegastir, fljótir til og opinskáir í viðmóti.
En þegar aðrir finna í skapferli þeirra hinn
ósvikna hermennskubrag ásamt frjálslegri og óþvingaðri framkomu er
illa þolir kúgun þá kallast það að þeir séu hvatvísir, óstýrilátir og þrætu
gjarnir. Og af því að þeir sýna óttaleysi um ýmsa aðra fram þá eru þeir
álitnir drambsamir, orðhvatir og auk þess montnir af því að þeir taka
Sunnlendingum langt fram í hreinlæti og klæðaburði. Þeir eru þannig
hugrakkir, opinskáir, örlyndir, alvarlegir og göfuglyndir.
Ekki má slíta niður
dordingul né rífa
viljandi kóngulóarvef,
því það er ólánsmerki
Ef kirkjuklukkur
hringja sér sjálfar, þá
er sóknarpresturinn
feigur.
Ef maður ber á
sér tönn úr einlitum
svörtum hundi, þá gelta hundar
ekki að manni.
Ef maður hefur
uppi í sér tönn úr
dauðum manni, fær
maður ekki tann
verk og batnar hann
af því.
Enginn draugur
er svo magnaður að
hann ráðist framan
að allsberum karl
manni; því er það
besta ráð að fara úr öllum fötum
þegar maður á draugs von.
Skrýtið
Úr íslenskri þjóðtrú
Um Skagfirðinga
Skemmtilegt
ÚrferðabókSveinsPálssonar
stundir
Ice Fashion
Hönnun og Framleiðandi
mail.ffc@simnet.is 845 7869
Heildverslun og dreifing
TÍSKUVERSLARNIR ATHUGIÐ
VILT ÞÚ LÁTA SAUMA EFTIR VÖRUM SEM ÞÚ
GETUR EKKI FENGIÐ FRÁ FRAMLEIÐANDA
ÞÁ GETUM VIÐ SAUMAÐ FATNAÐINN FYRIR ÞIG!
HAFIÐ
SAMB
AND
BUXUR-GALLA BUXUR-JAKKA-PILS OG FLEIRA.
Skrif Þórbergs Þórðar
sonar um Hitler vöktu
ekki alls staðar hrifningu
og urðu að dómsmáli.
Eftir Einar Örn Gunnarsson
eog@24stundir.is
Þann 9. janúar árið 1934 sneri
þýski aðalræðismaðurinn í Reykja
vík sér til Ásgeirs Ásgeirssonar
forsætisráðherra og kvartaði yfir
því að Þórbergur Þórðarson rit
höfundur hefði birt grein í Alþýðu
blaðinu undir fyrirsögninni „Kvala
þorsti nazista”.
Taldi erindrekinn greinina óvenju
fjandsamlega Þýskalandi og þýsku
ríkisstjórninni, auk þess sem hún
væri byggð á röngum og fölsuðum
heimildum. Í greininni var Hitler
kallaður „sadistinn á kanzlara
stólnum þýzka”.
Var þess krafist að ríkisstjórnin
hindraði áframhaldandi útgáfu
slíkra greina. Fór Hermann þess á
leit við ritstjóra Alþýðublaðsins að
hann stöðvaði skrifin. Þrátt fyrir til
mælin birti blaðið aðra grein þann
13. janúar. Vísaði ráðherrann þá mál
inu til dómsmálastjórnarinnar að
kröfu þýska erindrekans.
Villidýrinu sleppt lausu af básnum
Í greininni „Kvalaþorsti nazista”
lýsir Þórbergur þeim ógnum sem
hann taldi að andstæðingar þýskra
nasista yrðu fyrir af þeirra völdum.
Fullyrðir hann að í liðlegan áratug
hafi nazistar beitt öllum kröftum
til að innræta þjóðinni miskunnar
laust hatur gegn sósíaldemókrötum,
kommúnistum, gyðingum, friðar
vinum og sjálfum erfðafjandanum
Frakklandi.
„Sýknt og heilagt var barið inn
í höfuð fólksins með þrumandi
stóryrðum að hata, ofsækja, drepa
og myrða alla sem hefðu aðrar
skoðanir en nazistarnir,” segir í
greininni. Máli sínu til stuðnings
vitnar Þórbergur í Röver, einn
framámann í nasistaflokknum:
„Vér viljum hengja marxista og mið
flokksmennina á gálga til þess að
fóðra hrafnana.”
Lýsir Þórbergur nasistaforingjana
ábyrga fyrir brunanum á Ríkisþing
húsinu þann 27 febrúar árið 1933 og
segir í framhaldinu: „Þá er villidýr
inu sleppt lausu af básnum. Og upp
frá því augnabliki hefst einhver sú
villtasta morð og píslaöld, sem öll
hin blóði stokkna saga mannkyns
kann frá að herma.”
Í greinunum er lýst starfsað
ferðum stormsveitanna og hrotta
legum pyntingum á saklausu fólki.
Ekki óvinveittur öllum Þjóðverjum
Þórbergur kvað tilgang sinn með
greinabálknum hafa verið þann að
deila á forystumenn nazista og að
fræða lesendur um stefnu og starfs
hætti nasistaflokksins. Neitaði
hann því að greinin ætti að beinast
að þýsku þjóðinni eða stofnunum
hennar.
Féllst undirréttur á þá skýringu.
Kvað dómurinn ekkert benda til
þess að höfundurinn væri óvin
veittur þýsku þjóðinni né að ásetn
ingur hans hefði verið að deila á
hana.
Í dóminum segir: „Ádeilan bein
ist öll að annarri og takmarkaðri
félagsheild, þ.e. þýzka þjóðernisjafn
aðarmannaflokknum. Einstakar
setningar greinarinnar lesnar í réttu
samhengi verða heldur ekki skýrðar
á annan hátt. Og þótt svo standi á
að þessi sjónmálaflokkur fari nú
með stjórn þýska ríkisins verður
að telja það nægilega ljóst að það er
stjórnmálaflokkurinn sem ádeilan
beinist að en ekki þýska þjóðin eða
repræsentativar stofnanir þýska rík
isins. Meiðandi og móðgandi um
mæli um erlendra stjórnmálaflokka,
stefnu þeirra, starf eða forystumenn,
verða hins vegar ekki talin móðgun
við hina erlendu þjóð eða á annan
hátt refsiverð samkvæmt lögum.”
Voru Þórbergur og Finnbogi sýkn
aðir í undirrétti. Þórbergur af fram
angreindum ástæðum en ritstjórinn
Finnbogi Rútur á þeirri forsendu að
greinar Þórbergs voru ritaðar undir
fullu nafni höfundar.
Móðgar erlenda menningarþjóð.
Sýknudómur yfir Finnboga Rúti
var staðfestur í Hæstarétti en öðru
máli gegndi með dóm Þórbergs
Þórðarsonar.
Hæstiréttur vísaði til eftirfar
andi fullyrðingar Þórbergs: „Ein
hverjir hafa máski tilhneigingu til
að sefa gremju sína með þeirri trú
að píningar í fangelsum þjóðverja
séu ekki fyrirskipaðar af ríkisstjórn
inni, heldur séu þetta uppátektir
óðra stormsveita. En þessi ímyndun
væri vissulega fjarri sanni. Það er
einmitt hið ægilegasta við allar pín
ingar í fangelsum nazista að þær eru
undirbúnar og skipulagðar af þeim
mönnum sem nú eiga að gæta laga
og siðferðismála ríkisins.”
Taldi rétturinn að Þórbergur hefði
með þessum ummælum fullyrt
að þýska stjórnin fyrirskipaði þær
pyndingar sem lýst er í greininni.
Þótti réttinum jafnframt meið
andi og móðgandi fyrir erlenda
menningarþjóð að segja að hún
hefði sadista í formannssæti
stjórnar sinnar sem stæði að baki
svo miskunnarlausum pyndingum
að sjálfan rannsóknarréttinn á
Spáni myndi hrylla við.
Fésekt eða 15 daga fangelsi
Orð og ummæli Þórbergs þóttu
ekki sönnuð réttmæt með þeim
gögnum sem hann lagði til grund
vallar. Var refsing ákveðin með
hliðsjón af því að höfundur taldi
sig hafa heimildir fyrir ummælum
sínum úr erlendum blöðum og
tímaritum. Skyldi Þórbergur greiða
krónur 200 í ríkissjóð. Ef sekt yrði
ekki greidd innan fjögurra vikna
frá birtingu dóms skyldi þess í stað
koma 15 daga einfalt fangelsi. Að
auki var Þórbergur dæmdur til að
greiða allan sakarkostnað í héraði,
þar með talin laun verjanda síns 60
krónur og allan áfrýjunarkostnað
sakarinnar, þar með talin málflutn
ingslaun skipaðs sækjanda og verj
anda fyrir Hæstarétti, 120 kr. til
hvors.
Líklegast er að Þórbergur hafi
greitt sektina því ekki sat hann í
fangelsi.
Þórbergur Þórðarson „Sýkntogheilagt
varbariðinníhöfuðfólksinsmeðþrum
andistóryrðumaðhata,ofsækja,drepa
ogmyrðaallasemhefðuaðrarskoðanir
ennazistarnir,”segirígreinhans.