24 stundir - 03.11.2007, Side 72
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 200772 stundir
Oft hefur verið sagt um Kristján að hann myndi
frekar leggja penslana á hilluna en mála eitt
hvað sem honum væri ekki að skapi og er sýn
ingin talin bera höfundinum órækt vitni.
24úti á lífinu
utialifinu@24stundir.is
Börnin fjölmenna
á sinfóníutónleika
Kristján Davíðsson opnar
enn eina sýningu
Fyrir stuttu flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónsprotann, fyrstu tón
leikana af fernum sem ætlaðir eru börnum á öllum aldri og fjölskyldum
þeirra. „Tónleikarnir voru mjög vel sóttir. Um sjö hundruð manns sátu þá
og fullvíst er að börn sem og fullorðnir hafa skemmt sér vel,“ segir Arna
Kristín Einarsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Arna
Kristín segir að sífellt meiri áhersla sé lögð á tónverk ætluð börnum hjá
Sinfóníunni og eftirspurn af hálfu íslenskra barna lætur sannarlega ekki
standa á sér, sem er að hluta til vegna hins sprenghlægilega verndara Tón
sprotans. „Halldóra Geirharðsdóttir fer með hlutverk verndara Tónsprot
ans í hlutverki trúðsins Barböru. Hún er með á öllum tónleikum og fær
tónleikagesti sem og meðlimi Sinfóníunnar til þess að veltast um af hlátri
sökum uppátækja sinna.“ Miðaverði er stillt í hóf fyrir ungviðið og ljóst er
að Sinfóníutónleikar eru vönduð og mikil upplifun fyrir börn á öllum aldri.
Kristján Davíðsson myndlistar
maður opnaði sýningu í Listasafni
Íslands síðastliðið fimmtudagskvöld.
Um er að ræða geysimikla sýningu
í þremur sölum safnsins sem er
afrakstur síðastliðinna 17 ára úr ævi
listamannsins, sem hefur meðal
annars numið myndlist í Banda
ríkjunum og á Bretlandseyjum. Oft
hefur verið sagt um Kristján að
hann myndi frekar leggja penslana
á hilluna en mála eitthvað sem
honum væri ekki að skapi og er
sýningin talin bera höfundinum
órækt vitni. Um það verður hver að
dæma fyrir sig en sýning Kristjáns,
sem nú stendur á níræðu, stendur
yfir í Listasafni Íslands þangað til 10.
febrúar 2008. Margt var um mann
inn við opnun sýningar þessa mikla
listamanns og meðal annars lagði
forseti lýðveldisins leið sína þangað.
Krakkarnir æsispenntir fyrir tónleikana Þau Halla Eiríksdóttir, Elín Ragnarsdóttir,
Guðrún Eiríksdóttir og Björgvin Hugi Ragnarsson fyrir utan Háskólabíó.
Lína langsokkur fékk að fljóta með Lilja Kristinsdóttir og Helga Oddsdóttir á sinfón
íutónleikunum.
Þétt setið Guðrún Benediktsdóttir og
Sara Lind Óskarsdóttir fengu góð sæti.
Sannkölluð krútt Ragnheiður Inga Jó
hannsdóttir og Guðfinna Margrét Örnólfs
dóttir nutu tónanna.
Samfagnað með listamanninum Valgerður Ólafsdóttir, Kári Stefánsson, Svanhildur
Björnsdóttir, listamaðurinn Kristján Davíðsson og Björn Davíð Kristjánsson.
Listunnendur í Reykjavík Ólafur Proppé, Magnús Pétursson og
Hildur Eiríksdóttir voru á opnuninni.
Forsetinn var á landinu og naut listarinnar Hjónin Svanhildur Björnsdóttir og Krist
ján Davíðsson ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni.
Aðdáendur málarans Hér eru þau
Anna Margrét Jónsdóttir og Guðmundur
Guðmundsson.
Glæsilegar mæðgur Jóhanna Sigurðar
dóttir og Guðrún Brynjarsdóttir.
Ánægð með sýninguna Halldór Magn
ússon og Kristín Bjarnadóttir.