Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1976, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar 4■ Skoðanir á fagurfrceði A yngri árum sínum velti Dostoéfskí mjög fyrir sér „hlutverki kristninnar í listum". Þessi áhugi á vandamálum fag- urfræðinnar ber með sér áhrif Schillers, sem var hugfanginn af valdi fegurðar- innar í manninum og trú sinni á það að fegurð og gæzka væru eitt. Eg held að A. Grígorjef hafi einnig haft mikil áhrif á Dostoéfskí, en þeir höfðu starfað sam- an að útgáfu tímaritsins Vremja. Arið 1864 skrifaði Dostoéfskí í Vremja: „Við trúum því að listin lifi sínu eigin sjálfstæða lífi . . . List er manninum alveg eins nauðsynleg og matur og drykkur. Þörfin á fegurð og sköpun er óaðskiljan- leg frá manninum . . . Manninn þyrstir í fegurð, og hann tekur á móti henni skilmálalaust, einfald- lega vegna þess að það er fegurð.“ „Fegurðin býr í öllu sem er heiibrigt . . . Hún er samræmi og tryggir ró og jafnvægi.“ „Fegurð," skrifar Dostoéfskí í sömu ritgerð, „er þegar í eilífðinni...“ Rétt er benda hér á enn eina hugmynd sem Dostoéfskí túlkaði síðar í bókinni Djöflarnir: „Ef þjóð varðveitir með sér fegurðarhugsjón, þá leiðir af því að hún leitar heilbrigði og reglu, og aðeins þetta tryggir þessari sömu þjóð æðri þroska.“ „Mannkynið getur lifað án vísindanna," lýsir Verkovenskí eldri yfir í sömu bók, „og án brauðs; en án fegurðar getur það ekki lifað. I þessu er allur leyndardómurinn og gjörvöll saga mannkynsins." Holdgun hugsjónar- innar, möguleikinn á að gera hana að sögulegum veruleika, er „tryggð", að því er Dostoéfskí taldi, með þeirri stað- reynd að fegurð er fyrir hendi í veröld- inni. „Þjóðunum er stjórnað," segir í Djöflunum, „af mætti sem enginn veit eða skilur hvar á upptök sín. Þetta . . . er það sem heimspekingarnir kalla lögmál fegurðar eða siðferðis; ég kalla það einfaldlega leitina að Guði.“ Siðræn reynsla virðist jafndulræn í innsta eðli sínu, að því leyti sem hún beinir sálinni til Guðs. I drögum að skáldverkum Dostoéfskís, sem hafa ný- iega verið gefin út, getur að lesa þessi orð: „Heilagur andi er beinlínis fegurð- arskynjun, spámannleg vimnd um sam- ræmi og þannig staðföst leit eftir því.“ Trúarleg túlkun listrænnar reynslu sigrast á öllum freistingum veraldarinn- ar, mildar ranglæti hennar og gefur menningunni í heild trúarlega merk- ingu. í þessu er ekki einfaldlega fólgin viðurkenning á menningunni; þetta er trúarleg helgun menningarinnar, fyrsta skrefið til upphafningar hennar. I Rúss- iandi hafði aðeins Búkarjef ábóti látið slíkar hugmyndir í Ijós á undan Dosto- éfskí, en eftir daga Dostoéfskís varð það að meginviðfangsefni í söguskoðun og söguheimspeki að finna leiðir til að skilja menninguna trúarlegum skilningi og gefa henni trúarlegt inntak, menningu sem hafði vaxið upp úr „blindri" at- burðarás sögunnar. — Með öðrum orð- um fengust menn við vandamálin sem samtvinnast helgun menningarinnar. Sjálfur bar Dostoéfskí einkenni þessara tilrauna með því að hann viðurkenndi að lykillinn að upphafningu og helgun menningarinnar felst í henni sjálfri, hvílir á djúpi menningarinnar, og aðeins syndin hindrar okkur í að sjá hann. Þetta er „kristin eðlishyggja" sem svo mjög leitaði á Dostoéfskí. Samt sem áður tók hann snemma að draga það í efa að „fegurðin mundi frelsa heiminn". Hann skrifaði sjálfur að „hugmyndin um fegurðina hefur óhreinkazt í mönnunum". „Eg er níhíl- 272
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.