Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Síða 40
Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Ég vil að föt séu praktísk, úr fallegum efnum og frábærum sniðum. Ef eitthvað af þessu er ekki til staðar og ég freistast samt til að kaupa flíkina þá yfirleittt hangir hún ónot- uð í skápnum. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Það eru margir frábærir þarna úti. Í herratískunni er ég hrifinn af Dries Van Noten, Rick Owens og Saint Laurent. Í kvenfatnaði er það Lanvin, Celiné og Chloé sem ég er mjög hrif- inn af. Hvert er þitt eftirlætis-tískutímabil og hvers vegna? Mitt uppáhalds er 1880-1920. Ástæðan fyrir því er allt fallega handverkið sem var á þessum tíma. Mikið af því besta kemur frá frönsku yfirstétt- unum. Tíminn áður en verksmiðjurnar breyttu öllu. Ég er ekkert endilega hrifinn af sniðunum frá þessum tíma en handverkið er einstakt og miklar gersemar faldar í flíkum frá þessum tíma. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst til dæmis David Beckham með flottan stíl. Hann blandar afar vel klassík með meira „current“ hlutum. Af kvenfólki þá finnst mér Jenna Lyons, yfirhönnuður J.Crew, með flottan og töff stíl. Einnig er Maja WYH bloggari mjög svöl skvísa. Olivia Palermo er klár í að blanda klassísku „lúkki“ við meira skvísudót. Hvernig myndir þú lýsa þínum fatastíl? Aflsappaður með klassísku tvisti, bóhem- ískur með „dass“ af rokk og róli. Ég klæði mig mikið eftir því hvernig mér líður og er nokkuð sama hvort það er í takti við umhverfið hverju sinni eða ekki. Fer samt ekki aftur í leðurbuxum í sjötugsafmæli. Ekki gott. Áttu þér uppáhaldsflík? Já, nýju tweed-fötin mín frá Kor- máki & Skildi. Hvaða vetrartísku ert þú að til- einka þér? Grófir skór, tweed og klút- ar í flottum litum eru að gera vet- urinn hjá mér. Hvað kaupir þú þér alltaf þó að þú eigir nóg af því? Klúta og trefla. Kaupi mér reglulega þótt ég eigi örugg- lega 200 stykki eða meira. Hver er eftirlætisárstíð þín varðandi fatastíl og hvers vegna? Mér finnst skemmtilegast að ganga í haustföt- um. Þá er hægt að vera í fleiri flíkum og blanda saman ólíkum efnum og leika sér meira. Hinsvegar finnst mér skemmtilegra að teikna vorlínur, bæði fyrir herra og dömur, þar sem þar er meira af litum, munstrum og þess háttar fínirí. Hvað heillar þig við tísku? Tíska er í senn upplifun og leikmynd. Svona eins og lífið sjálft. FER EKKI AFTUR Í LEÐURBUXUM Í SJÖTUGSAFMÆLI Gunni Hilmarsson vill að föt séu praktisk, úr fallegum efnum og frábærum sniðum. Morgunblaðið/Þórður Tíska er í senn upplifun og leikmynd GUNNI HILMARSSON ER HÖNNUÐUR HJÁ FREEBIRD OG KORMÁKI & SKILDI. GUNNAR, SEM STARFAÐ HEFUR Í TÍSKUBRANSANUM UM ÁRARAÐIR, HEFUR MIKINN ÁHUGA Á ÞVÍ SEM VIÐKEMUR TÍSKU OG BER FÁGAÐUR FATASTÍLL HANS ÞESS VITNI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Gunni heldur upp á fatastíl David Beckham. Jenna Lyons er með flott- an fatastíl. Úr vetr- arlínu Dries Van Noten. Gunni á gríðarlegt magna af klútum og treflum. Rick Owens er einn af eftirlæt- ishönnuðum Gunna. Tíska AFP AFP *David Beckham hefur stofnað sitt eigið tískuhúsásamt viðskiptafélaga sínum og ráðgjafa Simon Fuller.Eiginkona David, Victoria Beckham, fyrrverandikryddpía, hefur notið gífurlegrar velgengni eftir aðhún stofnaði samnefnt tískuhús árið 2008. David ogVictoria Beckham eru bæði miklar tískufyrirmyndirog er því mikils að vænta af David en talið er að fyrsta línan muni samanstanda af flottum íþróttafatn- aði fyrir herra. David Beckam fetar í fótspor eiginkonunnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.