Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Page 44
Stjörnukortið
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON
www.islenskstjornuspeki.is
Talar við alla um allt milli himins og jarðar
Dagur B. Eggertsson er með eindæmum ljúfur og yfirvegaður maður. Ég
efast um að til sé svo mikið sem eitt slæmt bein í honum. Það eru engin
óheilindi í honum. Hann er Tvíburi í grunneðli sínu. Einkenni þessa
ágæta merkis er að miðla upplýsingum, vera á ferðinni og ræða við alla
sem á vegi hans verða.
Að sumu leyti er Dagur B. sérkennilegur. Hann er opinn og vinsamlegur, félagslyndur,
en samt sem áður frekar ópersónulegur. Hann talar við alla um allt milli himins og jarð-
ar, hleypir gestum og gangandi heim til sín á menningarnótt, en er samt sem áður lítið
fyrir að tala um sjálfan sig og tilfinningar sínar.
Af hverju er Dagur B., menntaður læknir, að þvælast í stjórnmálum? Ég tel að stór
ástæða liggi í þörf Tvíburans fyrir hreyfingu og tilbreytingu. Það er oft sagt um Tvíbur-
ann, og ég biðst afsökunar á orðalaginu, að hann hafi njálg í rassinum. Ég held að þar
liggi stór skýring. Vitsmunalegt eirðarleysi ásamt félagslyndi þýðir að hann nennir ekki
að vinna sem læknir, sitja inni við og fást við sömu verkefnin alla daga. Auðvitað svarar
Dagur B. þessu á þann hátt að hann hafi áhuga á skipulagsmálum og vilji leggja sitt af
mörkum til hins stóra samfélags. Nokkuð sem er auðvitað rétt, en er aðeins hluti af sög-
unni.
Brokkgeng máltjáning
Dagur B. er með hugsun og máltjáningu í Krabbamerkinu. Slík hugsun
er myndræn og tilfinningatengd. Þar tel ég að helsti veikleiki hans liggi.
Það er oft á tíðum erfitt að skilja hvað hann er að fara. Fjölmiðlamaður
er með Dag B. í viðtali. Hann stendur fyrir framan ráðhúsið, gullfallegur
maður, hárið blæs til í vindinum, hann réttir út höndina og reynir að
hafa stjórn á óstýrilátum lokkum, og orðin bögglast einhvern veginn út úr honum. Já,
það er stundum erfitt að vita hvað hann er að segja og hvert hann er að fara.
Dagur B. er íhaldssamur í hugsun, en jafnframt því framfarasinnaður. Hann hefur
lúmskt gaman af því sem er öðruvísi. Það sést á hrifningu hans á Jóni Gnarr og því að
hann gat unnið með Besta flokknum. Um leið sýndi það samstarf hversu lítil óheilindi
eru í sál Dags B. Einhver lymskari og eigingjarnari stjórnmálamaður hefði stungið hníf-
um í bakið á einhverjum í slíku hjónabandi.
Málefnalegur en kannski flatur?
Dagur B. er Tvíburi (Venus) og Vog (Tungl) á tilfinningasviðinu. Skyn-
semi og rök stjórna tilfinningum. Hann bregst við á vitrænan hátt. Það
þýðir að Dagur er ekki maður sem æsir sig eða missir stjórn á sér.
Hann er geðgóður og ljúfur. Hann er málefnalegur. Hann talar við fólk.
Hann stjórnar ekki með því að skapa ótta. Hann kúgar fólk ekki tilfinn-
ingalega. Að mörgu leyti veit hann ekki hvað tilfinningar eru eða þekkir a.m.k. ekki
dekkri og grimmari hliðar þeirra. Og þá er komið að neikvæðu hliðinni. Dagur B. á til
að vera eilítið flatur. Góður og þægilegur maður, en er hann skemmtilegur? Nei, ekki í
þeirri merkingu að hann hoppi upp á vörubílspalla og sé með einhverja stæla. Til þess
er hann alltof kurteis. En til að auðsýna fulla sanngirni, þá skiptir þetta nákvæmlega
engu máli. Stjórnmálamenn þurfa ekki að vera skemmtikraftar. Dagur B. er heiðarlegur.
Það skiptir öllu.
Tími til að breytast?
Ég hef ekki mörg ráð að gefa þér, Dagur. Þú ert einn af þessum farsælu
mönnum sem eru sáttir í eigin skinni. Málefnalegur félagshyggjumaður.
Ég tel að þú þurfir helst að huga að talandanum. Þjálfa þig betur í því
að koma boðskap til skila. Nota myndræn hjálpartæki. Ef þér tekst að
verða beinskeyttari í miðlun hins talaða orðs, þá tel ég að þú hafir alla
burði til að verða yfirburðamaður í stjórnmálum. Ná alla leið eins og þar stendur.
Það kann að hljóma einkennilega, en ég tel að það vanti smá kvikindi og húmor í þig.
Ég man þegar Ingibjörg Sólrún og hinn bláeygi Árni Sigfússon voru að berjast um borg-
ina. Árni var eins og saklaust barn í höndunum á hinni hvössu Ingibjörgu. Það býr
ákveðin illkvittni í Íslendingum. Þú virkar svolítið barnalegur við hliðina á sumum af
stærstu leiðtogum okkar. En kannski er tíminn að breytast? Hin nýja kynslóð Íslendinga
vill kannski mann eins og þig. Málefnalegan og kurteisan stjórnmálamann.
Stjórnmálamenn þurfa eigi að síður að hafa bein í nefinu. Spurningin, Dagur, er þessi:
Ert þú átakafælinn? Þorir þú og getur tekið menn á beinið, þ.e.a.s. þá sem eru ekki að
standa sína plikt? Leiðtogar þurfa að sjá til þess að vélin gangi smurt. Hreinlega reka
þá sem ekki standa sig. Mitt ráð er að þú þróir með þér málefnalega ákveðni. Talir við
menn, endilega, en grípir í taumana þegar nóg er komið.
Að lokum, ráð til þín sem um leið er ráð til allra Tvíbura. Þú þarft að hafa marga
bolta á loft, mörg járn í eldinum. Boltarnir mega hvorki vera of fáir né of margir. Þú
þarft sem sagt að forgangsraða verkefnum þínum, þannig að of mikið af tíma þínum fari
ekki í mas um allt og ekkert.
Félagslyndur en
ópersónulegur
DAGUR B. EGGERTSSON ER FÆDDUR 19. JÚNÍ 1972, KL. 23.50 Í ÓSLÓ, NOREGI. SÓL (GRUNNEÐLI OG
LÍFSORKA) OG VENUS (SAMSKIPTI) ERU Í HINUM FÉLAGSLYNDA OG EIRÐARLAUSA TVÍBURA, TUNGL
(TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) Í HINNI LJÚFU OG FÉLAGSLYNDU VOG, MERKÚR (HUGSUN) OG
MARS (BARÁTTUORKA) Í HINUM UMHYGGJUSAMA KRABBA, RÍSANDI MERKI (FRAMKOMA) Í HINUM
SVALA OG YFIRVEGAÐA VATNSBERA OG MIÐHIMINN (MARKMIÐ) Í HINUM FRJÁLSLYNDA BOGMANNI.
ÕGrunneðli
]
Vitsmunir
Y
Tilfinningar
Ráðleggingar
Morgunblaðið/Ómar
Tvíburinn 21. maí 20. júní
Tvíburinn er síðasta vormerkið. Lok maí og júní er tími heimsókna og ferðalaga, því ófærð og kyrr-
staða vetrarins er að baki. Sumarið er handan við hornið og góðviðri ríkjandi. Léttleiki, heiðríkja og
bjartsýni eru einkennandi, en jafnframt því hreyfanleiki og félagslyndi. Tvíburinn þarf fjölbreytni til að
viðhalda lífsorku sinni og líður hvað best þegar hann þarf að sinna mörgum verkefnum á sama tíma. Hann þarf að
skipta reglulega um umhverfi, enda er „Ég þarf aðeins að skreppa“ ein af uppáhaldssetningum hans.
o
Dagur Bergþóruson Eggertsson fæddist
í Osló 19. júní 1972.
Hann er uppalinn í Árbæjarhverfi, sonur
Eggerts Gunnarssonar dýralæknis og Berg-
þóru Jónsdóttur lífefnafræðings. Maki Dags
er Arna Dögg Einarsdóttir læknir á Land-
spítalanum – háskólasjúkrahúsi. Þau eiga
dæturnar Ragnheiði Huldu og Móeiði og
synina Steinar Gauta og Eggert.
Dagur lauk embættis-
prófi í læknisfræði frá
Háskóla Íslands 1999
og meistaraprófi í
mannréttindum og al-
þjóðalögum frá háskól-
anum í Lundi 2005.
Dagur hefur
komið víða við á
sínum starfs-
ferli. Hann
starfaði sem
læknir á ár-
unum 2000-04.
Hann er höfundur ævisögu Steingríms
Hermannssonar, I-III (útg. 1998-2000). Frá
1995-98 var hann dagskrárgerðarmaður á
Ríkisútvarpinu, Rás 1. 1995-1996 var Dag-
ur framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs
námsmanna og starfandi formaður Stúd-
entaráðs Háskóla Íslands frá 1994-95.
Sumarið 1993 var Dagur blaðamaður á DV.
Dagur hefur setið í borg-
arstjórn frá 2002. Hann var
fyrst borgarstjóri frá októ-
ber 2007 til janúar 2008 og
aftur frá júní 2014. Dagur
er eini maðurinn sem hefur
gegnt embætti borgarstjóra
oftar en einu sinni.
Hann var
varafor-
maður
Samfylk-
ingarinnar
frá 2009-
2013.
DAGUR B. EGGERTSSON BORGARSTJÓRI
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.12. 2014