Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Blaðsíða 48
Þ etta er ein mín mesta áskorun hingað til og mér finnst þessi tími sem bæjarstjóri hafa breytt mér. Ég er umburðarlyndari og hef meiri húmor fyrir sjálfri mér og umhverfi mínu,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð. Ásthildur var 36 ára þegar hún tók við bæj- arstjórahlutverkinu fyrir vestan og fluttist á Patreksfjörð. Hún hafði búið sig undir að vera „einhleypur bæjarstjóri“ sem myndi að lík- indum fljúga suður um helgar. En það var öðru nær. Ásthildur var rétt komin inn fyrir bæjarmörkin þegar hún hitti innfæddan Pat- reksfirðing, Hafþór Gylfa Jónsson útgerð- armann, sem hún giftist í sumar. Lífsstíllinn varð því aldrei flug fram og baka heldur fara þau hjónin heim í hádeginu á Patreksfirði til að borða hádegismat og hlusta á „Dán- arfregnir og jarðarfarir“ upp á gamla mátann og hitta tengdafjölskylduna um helgar. Ást- hildur segir að þrátt fyrir annir í starfi sé það engu að síður nærandi og slakandi að vera bæjarstjóri í þessu umhverfi. Ásthildur hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu fyrir hönd bæjarfélagsins síðustu fjögur árin. Fyrir nokkrum árum fækkaði íbú- um Vesturbyggðar en sú þróun virðist vera að snúast við. Þegar sveitarfélagið var stofnað með sameiningu Patreksfjarðar, Bíldudals og sveitahreppa árið 1994 voru íbúar 1.390 og fækkaði þeim næstu áratugi. Í lok ársins 2011 voru þeir komnir niður í 890. Ásthildur segir það afar gleðilegt að síðustu þrjú árin hafi íbúum smám saman verið að fjölga og nýjustu tölur eru 990 íbúar. Aftur að upphafsorðum Ásthildar. Hvernig virkar það að bæjarstjórahlutverkið lyfti húm- ornum á næsta plan og geri mann umburð- arlyndari? „Það gerir mann umburðarlyndari að mæta nýjum áskorunum og gera sér í þokkabót grein fyrir því að maður getur ekki alltaf haft allt eftir sínu eigin höfði. Þá er ekki hægt að taka sig of hátíðlega í svo litlu samfélagi. Ég er afslappaðri, leyfi mér meira og hvað á ég að segja – maður getur ekki verið svona,“ segir Ásthildur og rekur nefið með leikrænum tilþrifum upp í loft og hlær. „Mér finnst ég líka hafa þroskast mikið af samneyti við alls konar fólk.“ Eins og frægt er orðið eru þau feðgin Sturla Böðvarsson og Ásthildur og gegna nú á sama tíma bæjarstjórahlutverki, hann í Stykk- ishólmi og hún hinum megin við Breiðafjörð- inn í Vesturbyggð. En þegar Ásthildur var að alast upp var faðir hennar einnig bæjarstjóri í Stykkishólmi, frá árinu sem hún fæddist og þar til hún var orðin 17 ára. Ásthildur var alltaf með augun á því sem var að gerast í kringum föður hennar svo segja má að hún hafi verið í bæjarstjóraþjálfun hálft sitt líf. Spurði mig hvað ég væri að gera hérna Ásthildur flutti frá Stykkishólmi til að fara í MR og síðar í Háskóla Íslands í stjórn- málafræði og háskóla í Bandaríkjunum í fram- haldsnám í stjórnsýslufræði. Um tíma fluttist hún aftur á æskuslóðirnar og starfaði hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi en þar til hún fluttist á Patreksfjörð árið 2010 bjó hún þó mestmegnis af þeim tíma á Seltjarn- arnesi. Auk námsins vann hún meðal annars sem verkefnisstjóri að byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og var verkefnisstjóri á rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, svo eitt- hvað sé nefnt. Ásthildur er nú komin á aðeins afskekktari slóðir en hún þekkir úr æsku, með erfiðari samgöngum. Hvernig kanntu við þig fyrir vestan? „Mér líður ofsalega vel. Ég er svo mikil sveitakerling. En auðvitað er þetta líka erfitt og mikil áskorun. Fyrsta haustið spurði ég mig: Hvað er ég að gera hérna!,“ segir Ást- hildur og hlær. „Svo hugsaði ég með mér, jæja, nú er ég bæjarstjóri og best að finna út úr því hvað bæjarstjórar gera og það lærðist smátt og smátt. Ég var svo heppin að hafa fylgst vel með störfum pabba þegar hann var bæjarstjóri og svo var ég ófeimin við að hringja og leita ráða hjá mínum gömlu vinnu- veitendum sem höfðu verið í sveitarstjórn- armálum og fékk góð ráð hjá þeim. Og pabba og mömmu, þau eru oftast bestu ráðgjafarnir. Svo er ég svo heppin að forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, Friðbjörg Matthíasdóttir, er góð vinkona mín og við fundum einhvern veg- inn út úr þessu saman, ásamt góðu starfsfólki Vesturbyggðar og bæjarfulltrúum. Ég er líka heppin að hafa unnið með góðum og skynsöm- um bæjarfulltrúum. Fyrstu tvö árin voru þung og erfið, það var mikill fjárhagsvandi og erfiðleikar í rekstr- inum en við komumst yfir það og ég hef feng- ið að heyra það að bæjarbragurinn í Vest- urbyggð sé allt annar og það gleður mig. Þótt þetta sé hörkuvinna þá erum við núna að tak- ast á við lúxusvandamál miðað við það sem áður var; nú erum við að stækka leikskóla og það er húsnæðisskortur.“ Þú nefndir að samskipti þín við íbúa fyrir vestan hafi þroskað þig, á hvaða hátt? „Ég held að það sé vegna þess að hér býr alls konar fólk, á öllum aldri, með ýmiss kon- ar bakgrunn. Í Reykjavík á það til að þróast þannig að maður umgengst fremur einsleitan hóp, er í saumaklúbbi með sínum mennta- skóla- og háskólavinkonum, en hér fyrir vest- an er ég í saumaklúbb með konum á öllum aldri og við erum alltaf með handavinnu! Svo er það þessi mikla nánd sem hefur líka sína kosti þótt auðvitað sé hún ekki gallalaus.“ Bæjarstjórinn bætir við að í nándinni séu líka fólgnir ákveðnir galdrar. Ásthildur á auðvelt með að umgangast fólk og finnst það skemmtilegt. Hún segist þó ekki vera heiðarleg ef hún viðurkenndi ekki að stundum langi hana til að fara suður, vera enginn og ráfa um í búðum og fá sér einn latte. „Þótt veðurfarið hjá okkur sé ekkert í líkingu við það sem gerist enn norðar; á Ísa- firði og í Bolungarvík, þá koma dagar yfir vetrartímann að það er alveg ófært; ekkert flug á Bíldudal, enginn Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð og með öllu ófært landleiðina. En það er sem betur fer sjaldan sem slíkt gerist.“ Draumaprinsinn á Patreksfirði Er það rétt að þú hafir varla verið búin að leggja frá þér ferðatöskuna á Patreksfirði þegar þú hittir manninn sem þú svo giftist í sumar? „Það má eiginlega segja það! Ég held að hvernig þetta æxlaðist sé örlagatengt. Fyrir mörgum árum sagði vinkona mín mér að hún Tekur sig ekki hátíðlega ÁSTHILDUR STURLUDÓTTIR, BÆJARSTJÓRI Í VESTURBYGGÐ, SEGIR MIKILVÆGT AÐ STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á KONUM SEM HAFA ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ VERA Í FRAM- LÍNU STJÓRNMÁLA. SJÁLF ER HÚN ORÐIN PATREKSFIRÐINGUR Í HJARTANU EN HÚN FANN ÁSTINA Á NÆR FYRSTA DEGI Í STARFI SEM BÆJARSTJÓRI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is skólapólitíkina en Ásthildur hafði ekki áhuga á því. „Mér hefur satt að segja alltaf fundist óþægilegt að vera miðpunkturinn og ég hef til dæmis aldrei farið í framboð, aldrei verið kjörinn fulltrúi neins staðar ef undan er skilin miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Ég vil taka þátt og stjórna, en ég held að í mér sé meiri framkvæmdastjóri en frambjóðandi.“ Umræðan á lágu plani Gætirðu þá ekki hugsað þér að fara út í landsmálin í pólitík? Kannski seinna, maður veit það auðvitað aldrei og tíminn verður bara að leiða það í ljós. En ekki eins og staðan er núna enda er ég ánægð í mínu starfi. Þar spilar líka um- ræðan inn í sem er því miður á afar lágu plani á vettvangi stjórnmálanna. Hatursfull fram- koma við stjórnmálamenn, þvert á alla flokka, gerir þá tilhugsun ekki spennandi. Ég held að stjórnmálamenn í öllum flokkum séu að gera sitt besta og vilji bæta samfélagið, en umræð- an einkennist af því að þetta sé hið versta fólk. Gagnrýni á auðvitað alltaf rétt á sér en svívirðingar eiga það ekki. Ég hef fylgst lengi með umræðunni, auðvitað með því að vera dóttir föður míns, ég fór með honum í ferðir, sem bílstjóri eða bara fylgifiskur og fór oft í heimsóknir niður á þing. Mér fannst alltaf óskaplega gaman að koma niður í þinghús og hitta þar fólk úr öllum flokkum og það var mikil hlýja á milli þingmanna, óháð því hvar þeir stóðu í pólitík. Ég kem oft niður á þing í dag og þetta er breytt.“ Hvernig þá? „Mér finnst einfaldlega allt annar bragur og virðing fyrir þinginu kannski ekki sú sama. Þingmenn eru í of mikilli vörn, eru hræddir við að vera sjálfstæðir, fara sínar eigin leiðir og vinna skipulega með aflið til verka að vopni. Að vera valinn af fólkinu til setu á þjóðþinginu á að vera virðingarstaða. Þá held ég að þegar fólk hefur prófað að vinna í sveit- arstjórnarmálum eigi það oft erfitt með að færa sig. Þú áorkar meiru sem sést hraðar og getur auðveldlega fylgt málunum þínum eft- ir.“ þekkti mann sem hún væri viss um að væri maður fyrir mig. Hún hafði kynnst honum í Hong Kong þar sem hún býr. Mér fannst hugmyndin út í hött, sérstaklega þegar það kom í ljós að draumaprinsinn ætti heima á Patreksfirði. Þangað hafði ég aðeins einu sinni komið.“ Svo þetta er bara tilviljun seinna meira að þið hittist? „Já, en við áttum greinilega að hittast, en bara seinna. Og það gerðist eftir að ég var búin að ráða mig í starf embættismannsins í Vesturbyggð. Erum við lík? Ekki nema á þann hátt held ég að við erum bæði nokkuð ofvirk, höfum svipaðan húmor og erum mikið fjölskyldufólk. Haffi stendur líka fast á sínu, er mjög sterkur karakter og svo er hann bara svo skemmtilegur.“ Fyrir vestan á Hafþór stóra fjölskyldu og alla laugardaga bjóða foreldrar hans stórfjöl- skyldunni heim í pönnukökur og kökuhlaðborð í anda Kristnihalds undir jökli og það vel fyrir hádegi. Þá er setið fram eftir degi, skrafað og prjónað og Ásthildur segist alltaf súr þegar hún missir af pönnukökunum enda samveran mikilvægur partur af vikunni. Sjálf er hún einnig alin upp í stórri fjölskyldu, í fimm systkina hópi, á tvær systur og tvo bræður. „Við systkinin eru alin upp í mjög pólitísku umhverfi. Bæði hjá föður og móður en einnig hjá ömmum og öfum í báðar ættir. Foreldrar mínir eru miklir jafnréttissinnar og lögðu áherslu á að við hefðum öll tækifæri í lífinu til að ná markmiðum okkar og værum ábyrgir samfélagsþegnar.“ Heldurðu að þetta uppeldi hafi orðið til þess að þú fórst út á þær brautir sem þú ert á; í framlínu sveitarstjórnarmála? „Þetta er nú líklega einnig ráðskonugenið,“ segir Ásthildur og hlær. „Þetta stjórnsama gen. Það má nú reyndar segja um okkur öll systkinin,“ bætir hún við en heldur því þó fram að hún hafi verið feimið barn, eða í það minnsta þótt óþægilegt að vera mjög áber- andi. Þegar hún lærði stjórnamálafræðina hefði það til dæmis legið beint við hjá mörg- um með hennar bakgrunn að fara út í há- 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.12. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.