Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.12.2014, Side 50
R afræn skilríki eru ekki ný af nál- inni, verkefnið er orðið fimmtán ára gamalt. Rótin er lög um raf- rænar undirskriftir sem sett voru á Evrópuþinginu árið 1999 og í framhaldinu var tilskipun tekin upp á Ís- landi. Evróputilskipunin var uppfærð á þessu ári og unnið er að innleiðingu hennar hér- lendis um þessar mundir. Fátt gerðist fyrsta kastið en árið 2005 ákváðu íslenska ríkið og Samtök fjármálafyr- irtækja, sem þá hétu raunar Samtök banka og verðbréfafyrirtækja, að efna til samstarfs um innleiðingu rafrænna skilríkja. Fyrst um sinn var það gert með viljayfirlýsingu enda krefst það mikils undirbúnings að skilríkjavæða heila þjóð rafrænt. „Menn sáu strax mikil hagræð- ingartækifæri í þessu og samstarf ríkis og fjármálafyrirtækja var mikilvægt upp á fram- haldið svo þetta yrði ekki bara einhver ein ríkislausn sem markaðurinn myndi ekki nota,“ segir Hugrún Ösp Reynisdóttir, formaður verkefnastjórnar um útbreiðslu og notkun raf- rænna skilríkja, sem sett var á laggirnar í haust. Ríkið á og hefur byggt upp kerfið en sam- kvæmt lögunum heyrir öll útgáfa rafrænna skilríkja undir eftirlit Neytendastofu. Aðeins eitt fyrirtæki, Auðkenni, sem stofn- að var árið 2000, hefur til þessa sóst eftir leyfi til að gefa út rafræn skilríki en Hugrún segir hverjum sem er að sjálfsögðu frjálst að koma á markað. Að sögn Haraldar Bjarnasonar, fram- kvæmdastjóra Auðkennis, eru yfir 200 þúsund einstaklingar komnir með rafræn skilríki og af þeim er um helmingur með virk skilríki. Fólk er ýmist með skilríki á debetkorti, auð- kenniskorti eða í farsímanum. Meginmarkmið ríkisins með rafrænum skil- ríkjum eru tvíþætt: Annars vegar örugg auð- kenning og hins vegar undirskriftirnar sem miða að því að bæta þjónustu við borgara – spara sporin, tíma og fjármuni auk þess sem rekjanleiki er tryggður og að ekki sé hægt að breyta skjölum eftir að þau eru undirrituð. Debetkortin hentuðu vel Þetta er ekki bara innanríkismál. Íslenskum yfirvöldum ber að taka við erlendum rafræn- um skilríkjum, komi til þess, til dæmis vegna skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar. „Þau tilvik eru eflaust fá en kjósi einstaklingur með erlend rafræn skilríki að staðfesta eitthvað með þeim hætti er það að sjálfsögðu hægt,“ segir Hugrún. Þegar menn fóru að huga að framkvæmd- inni lá fyrir að það þurfti að skipta út öllum debetkortum og setja í þau örgjörva vegna ör- yggis og alþjóðlegra krafna, óháð rafrænu skilríkjunum. Upplagt þótti að slá tvær flugur í einu höggi og féllust fjármálafyrirtækin á þá ósk ríkisins að rafræn skilríki yrðu á þessum nýju debetkortum. Þannig hófst formlegt samstarf þessara aðila um útgáfu og út- breiðslu rafrænna skilríkja á Íslandi. Stíf innleiðing rafrænna skilríkja átti að hefjast haustið 2008 en þá gerðust, eins og við þekkjum, atburðir sem beindu athygli manna og kröftum í aðrar áttir. Innleiðingin náði því aldrei því flugi sem stefnt hafði verið að. „Það kostar að innleiða nýja tækni og þetta var ekki sett í forgang á þessum tíma. Þetta voru einfaldlega ekki uppgangstímar fyrir rafræna stjórnsýslu. Fókusinn fór annað. Eigi að síður stóðu bankarnir sína plikt að því leyti að þeir gáfu út debetkort með rafrænum skilríkjum fyrir alla landsmenn,“ segir Hugrún. Hefur verið valfrjálst Enda þótt tæknin hafi verið til staðar frá því örgjörva var komið fyrir í debetkortum hefur verið valfrjálst að nota rafræn skilríki. Hug- rún segir fagaðila eins og arkitekta, endur- skoðendur, bókara og fleiri hafa notað skilrík- in allar götur síðan til að skrifa undir skýrslur og annað, auk þess sem tollurinn hafi verið byrjaður að nota þau í tilraunaskyni ennþá fyrr. „Notkun einstaklinga hefur á hinn bóg- inn verið langt undir væntingum,“ segir Hug- rún. SIM-kort þykja heppileg til að hýsa skilrík- in núna enda allur þorri þjóðarinnar vopnaður farsímum. Hvort það er framtíðin veit hins vegar enginn á þessari stundu. Tækninni fleygir fram og eftir fimm eða tíu ár gæti ver- ið kominn fram glænýr búnaður af einhverju tagi sem gæti verið betur til þess fallinn að geyma skilríkin en SIM-kortin. Hugrún tekur fram að ríkið skipti sér ekki af því á hvaða miðli skilríkin séu, það er að segja debetkorti, SIM-korti eða einhverju öðru, svo lengi sem hann uppfylli þær örygg- iskröfur sem gerðar eru. Sömu skilríkin eru notuð til auðkenningar og undirritunar. Skilríkin leysa af hólmi hefð- bundin notendanöfn og lykilorð og auðkenn- islykla. Sá sem hefur yfir rafrænum skilríkj- um að ráða hefur sum sé ekki lengur not fyrir mörg og misflókin lykilorð heldur notar sama lykilorðið á allar síður sem bjóða upp á inn- skráningu með rafrænum skilríkjum. Auk þess eru þau einu skilríkin sem gefa mögu- leika til fullgildrar rafrænnar undirritunar. Viljayfirlýsing ríkisins og Samtaka fjár- málafyrirtækja hefur verið endurnýjuð reglu- lega undanfarinn áratug og í sumar var sett inn ákvæði þess efnis að stefna beri að því að gera rafræn skilríki að meginauðkenningarleið fólks vegna ýmiss konar rafrænnar þjónustu og viðskipta á netinu. Til að fylgja þeirri vilja- yfirlýsingu eftir var stofnuð verkefnastjórn sem skipuð er fulltrúa fjármála- og efnahags- ráðuneytisins, sem er Hugrún, og fulltrúa Samtaka fjármálafyrirtækja, sem er Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, auk þess sem Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri á sæti í nefndinni. Verkefnisstjórnin er ólaunuð. Viljayfirlýsingin gildir út næsta ár og gerir Hugrún fastlega ráð fyrir að verkefnisstjórnin muni fylgja málinu eftir allan þann tíma. Snýst ekki um skuldaleiðréttingu Innleiðing rafrænna skilríkja snýst á engan hátt um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en Hugrún viðurkennir að sú aðgerð hafi ver- ið kjörið tækifæri til að efna til kynn- ingarátaks. Leiðréttingin snerti ansi mörg heimili í landinu og fyrir vikið gott tækifæri til að ná áheyrn almennings. „Nú er lag!“ seg- ir hún. Skuldaleiðréttingin er augljóslega hvati í þessu sambandi. Eigi fólk von á hálfri annarri milljón og þurfi að standa upp úr sófanum og sækja sér nýtt SIM-kort eða debetkort til að leysa hana út er það auðvitað líklegra til að gera það en ella. Kynningarherferðin vegna rafrænna skil- ríkja í fjölmiðlum hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að undanförnu. Hugrún segir heildarkostnað vegna þeirrar herferðar ekki liggja fyrir en kostnaðaráætlun verkefn- isstjórnarinnar er um 40 milljónir króna og skiptist á milli þeirra er standa að viljayfirlýs- ingunni. Kynningin tengist skuldaniðurfelling- unni ekki beint og er ekki í hennar nafni en Hugrún segir verkefnisstjórnina hafa sætt lagi. Draga muni jafnt og þétt úr kynningu og auglýsingum í fjölmiðlum eftir því sem fleiri komist upp á lagið með tæknina. Fleiri eru að færa sig upp á skaftið. Þannig hefur Landlæknisembættið opnað heilsufars- gáttina Veru, þar sem rita þarf sig inn með rafrænum skilríkjum. Að sögn Hugrúnar sér heilbrigðiskerfið fram á gríðarlegan sparnað og hagræðingu með þessum hætti. Fyrir utan að hafa aðgang að allri sinni sjúkrasögu á ein- um stað getur fólk til dæmis pantað tíma hjá heilsugæslunni og endurnýjað lyfseðla gegn- um Veru. Vatnaskil að verða Hugrún segir augljóst að vatnaskil séu að verða varðandi notkun rafrænna skilríkja. Hún hafi lengi haldið þessari tækni að fólki með litlum árangri. „Fólki hefur ekki þótt þetta koma sér við enda ekki þurft nauðsyn- lega á því að halda fyrr en nú. Símalausnin skiptir miklu máli. Hún er einföld, og er not- endavæn viðbót við aðrar leiðir.“ Síðan má alltaf spyrja hvort það sé verjandi að gera nútímamanninn ennþá háðari síman- um sínum en hann er nú þegar. Það er önnur saga. Hugrún segir ekki síður mikilvægt að hvetja þjónustuveitendur til að innleiða þessa tækni, sé hún hvergi í boði sé ástæðulaust fyrir almenning að temja sér hana. „Þetta er gamla spurningin um eggið og hænuna. Hvort kemur á undan?“ Skriður er kominn á notkun rafrænna skil- ríkja og kannanir sýna að flestir sem byrja að nota þau halda því áfram. Að sögn Hugrúnar eru viðbrögð þeirra sem tamið hafa sér að Ábati af innleiðingu rafrænna skilríkja ÞAÐ ER MIKILL ÁBATI AF ÞVÍ AÐ INNLEIÐA RAFRÆN SKILRÍKI, BÆÐI FYRIR RÍKIÐ OG VIÐSKIPTALÍFIÐ Í HEILD SINNI. KOSTNAÐUR MUN SKILA SÉR MARGFALT TIL BAKA Í FORMI HAGRÆÐINGAR, AÐ SÖGN FORMANNS VERKEFNISSTJÓRNAR UM ÚTBREIÐSLU OG NOTKUN ÞESSARA SKILRÍKJA. HEILU PAPPÍRS- FJÖLLIN MUNI SPARAST, EINS FERÐAKOSTNAÐUR, EKKI SÍST FYRIR ÞÁ SEM BÚA ÚTI Á LANDI, AÐ EKKI SÉ TALAÐ UM ALLAN TÍMASPARNAÐINN, BÆÐI HJÁ EINSTAKLINGUM OG STOFNUNUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hugrún Ösp Reynisdóttir, formaður verkefnastjórnar um útbreiðslu og notkun rafrænna skilríkja, segir mikilvægt að ríki og markaðurinn í heild hafi komið sér saman um lausn. Morgunblaðið/Þórður Úttekt 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.12. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.