Fréttablaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.08.2015, Blaðsíða 4
10. ágúst 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 LÖGREGLUMÁL Íslendingar skrifa ummæli undir nafninu Huldumað- ur á íslensku spjallborði, hýstu á bandarískri síðu, þar sem haturs- áróðri er dreift. Skrifað er um hatur á útlendingum, múslimum, konum, hinsegin fólki, gyðingum, Pólverjum og blökkumönnum svo fátt eitt sé talið. Síðan er virk enn í dag og skipt- ust gestir meðal annars á skoð- unum um HIV-smitaða hælis- leitandann sem fjallað var um í Fréttablaðinu í júlí. Einn Huldu- mannanna á spjallborðinu velti til dæmis fyrir sér hugsunarhætti íslenskra kvenna. „Ég ætla að sofa hjá negra og ekkert slæmt mun gerast,“ skrifaði nafnleysinginn. Einnig virtist íslam spjall- borðsgestum hugleikið. Mörg ummæli hvöttu til útrýmingar múslima og vildu margir hverjir láta banna trúna í þjóðaratkvæða- greiðslu. Huldumennirnir svoköll- uðu deildu einnig fæðingarárum sínum í spjallþræði. Þar kom í ljós að meðal aldurinn er frekar ungur og eru þar margir undir átján ára aldri. Sá yngsti sem lét aldurs síns getið sagðist vera fæddur árið 1999. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgar- svæðinu, segir lögreglu ekki hafa frétt af síðunni áður en Frétta- blaðið benti á hana. „Við munum væntan lega kíkja á þetta og hvers eðlis þetta er,“ segir Friðrik. „Ef það er hægt að rekja ummælin til einstaklinga og færa sönnur á að þetta sé frá þeim og þess eðlis að þau brjóti í bága við lög eru væntanlega einhver úrræði fyrir hendi,“ segir Friðrik. Hann segir enn fremur þurfa að skoða hvort hægt sé að loka síðunni en ekki er víst hvort það er lagalega framkvæmanlegt. „Það hafa komið upp dæmi um síður og dæmi um erlendar síður þar sem ekki er hægt að rekja ummæli til tiltekinna einstak- linga. Það er erfitt að eiga við þetta.“ Síðan er ekki fyrsta síðan þar sem Íslendingar dreifa hat- ursáróðri. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í apríl síðastliðnum að Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly héldi úti kynþáttaníðssíð- unni bardaga.org þar sem tveir ungir drengir, búsettir á Íslandi, eru níddir. Síðan er hýst í Banda- ríkjunum. Auk þess greindi DV frá íslenskri hatursáróðurssíðu árið 2012. thorgnyr@frettabladid.is BROT AF ÞEIM UMMÆLUM SEM FINNA MÁ Á SPJALLBORÐINU SPURNING DAGSINS Viltu meðhöndla liðverkinn án þess að taka töflur? 150g50% meira m ag n! Prófaðu að meðhöndla liðverkina með Voltaren geli. Lyfjaauglýsing Baldur, er forsetinn ekki nógu hýr? „Með örgum forseta myndi sannar- lega hýrna yfir Bessastöðum.“ Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur sagði frá því í helgarblaði Fréttablaðsins að það væri kominn tími á samkynhneigðan forseta á Íslandi. MANNLÍF „Ég á svolítið erfitt með að tala núna þar sem munnur- inn á mér allur í salti en ég geri mitt besta,“ segir Sigrún Þuríður Geirsdóttir, en hún varð aðfara- nótt sunnudags fyrsta íslenska konan til að synda einsömul yfir Ermarsund. Sundið tók Sigrúnu 23 klukkustundir og 30 mínútur. Þar til í gær hafði Benedikt Hjartarson verið eini Íslending- urinn til að ná þeim áfanga en það gerði hann árið 2008. Stysta leið yfir sundið er 34 kílómetrar í beinni loftlínu en vegalengdin sem Sigrún synti var sennilega tvöfalt lengri þar sem straumar hafsins báru hana af leið. - jóe Synti ein yfir Ermarsundið: Með munninn fullan af salti SUND Sigrún synti ein yfir Ermarsund- ið, fyrst íslenskra kvenna. MYND/SIGRÚN LÖGREGLUMÁL Íslensk kona sem situr í fangelsi í Bretlandi getur búist við allt að 20 ára fangelsi fyrir aðild sína að vörslu á þrettán kílóum að heróíni. Hún og fjórir Bretar eru einnig ákærð fyrir peningaþvætti. Breski vefmiðillinn Liverpool Echo segir að konan heiti Kolbrún Ómarsdótt- ir. Kolbrún var handtekin í heima- húsi í úthverfi Liverpool þann 7. júlí síðastliðinn Auk þrettán kílóa af heróíni fannst reiðufé að jafn- virði 209 milljóna króna. - kbg Íslensk kona í heróínmáli: Gæti endað í 20 ára fangelsi Rita hatursáróður á íslenskt spjallborð í skjóli nafnleyndar Íslendingar skrifa nafnlaus ummæli á spjallborði sem hýst er á erlendri síðu. Hatursáróður gegn konum, hins- egin fólki, múslimum og fleiri hópum er áberandi á síðunni. Óljóst er hvort hægt sé að loka umræddri síðu. LÖGREGLUMÁL „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon, íbúi í Hveragerði, en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýra- læknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fisk- flak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir,“ segir Aðalsteinn. Talið er að minnst fjórir kettir hafi drepist sökum þessa. Einn köttur liggi veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju margir dauðir fuglar í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum ein- hver virkilega veikur einstakling- ur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Frá lögreglunni á Suðurlandi fengust þær upplýsingar að rann- sókn málsins væri á frumstigi. Ekki væri víst að eitrað hefði verið fyrir nokkrum dýrum. Lögreglan hefði einungis bláan fiskbita undir höndum sem ætti eftir að efna- greina. - ih, jóe Talið er að fjórir kettir hafi drepist í Hveragerði um helgina auk þess sem einn köttur og hundur hafa veikst: Grunur um að eitrað hafi verið fyrir dýrum KÖTTURINN PÚTÍN Sviplegt fráfall katta í Hveragerði veldur reiði. 0 9 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :1 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A F -1 D 5 4 1 5 A F -1 C 1 8 1 5 A F -1 A D C 1 5 A F -1 9 A 0 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.