Fréttablaðið - 10.08.2015, Side 6

Fréttablaðið - 10.08.2015, Side 6
10. ágúst 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 GRJÓNAGRAUTUR alveg mátulegur Nú einnig í litlum umbúðum– fullkominn skammtur fyrir einn TILBÚINN TIL NEYSLU H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -1 3 9 7 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ GIRÐINGAR! Leitið tilboða! Vinnustaðagirðingar 330cm x 200cm. Steyptar undirstöður og samtengingar. LÖGREGLUMÁL Fræðslufundur um mansal á Vestfjörðum varð til þess að formaður verkalýðsfélags í Bol- ungarvík ákvað að kalla þyrfti til mansalsteymi að sunnan vegna máls sem hafði verið rannsakað sem fjárkúgun í heilt ár. „Við höfum lært heilmikið af þessu. Ég fór fyrst á námskeið um mansal á formannafundi á Ísafirði og þetta mál kom upp í kjölfarið,“ segir Lárus Benediktsson, for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvíkur, um meint mansalsmál er varðar fiskvinnslu í Bolungarvík og lögreglan á Vest- fjörðum rannsakar. Lárus fékk, í kjölfar fræðsluer- indisins sem var haldið í septem- ber fyrir ári, erindi frá Pólverj- um sem störfuðu í fiskvinnslu í Bolungarvík. Lögreglan hafði þá rannsakað meinta fjárkúgun verk- stjóra í fiskvinnslunni á tuttugu Pólverjum sem þar störfuðu í nærri því eitt ár. Lárus óskaði svo eftir því að kallað yrði til mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu til að aðstoða við rann- sóknina. Hann segir alla þá sem hafa aðkomu að verkalýðsmálum og vinnueftirliti hafi lært af mál- inu og segir mansalsmál falin, en þau verði að koma upp á yfirborðið. „Því miður þá virðist þetta vera voðalega falið, þetta eru hlutir sem verða að koma upp á yfirborðið og ég hvet alla sem verða varir við eitthvað svona, að gera viðvart og gera eitthvað í þessum málum því það er kominn tími til. Það er of mikið af þessu í samfélaginu, ég er sannfærður um það og þetta á ekki að líðast.“ Lárus segist trúa því að aðkoma mansalsteymisins hafi komið að gagni. „Samkvæmt skýringum í bréfum þá fannst manni svona eins og að þarna væri eitthvað grugg- ugt á seyði.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu sinnir fræðslu sem þessari í grasrótarstarfi. Fræðslunni fylgir engin fjárveiting. Íslensk stjórn- völd eru gagnrýnd fyrir slaka lög- gæslu þegar kemur að baráttunni gegn mansali í nýlegri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í vetur munu leggja sitt af mörkum til að leita eftir fjármun- um til framkvæmdar aðgerða sem miða að því að sporna gegn man- sali. Enn bólar ekkert á því fé. kristjanabjorg@frettabladid.is Fá ekki peninga til fræðslu um mansal Lögreglumenn verja frítíma sínum í að fræða fólk um mansal. Ekkert fjármagn fylgir aðgerðaáætlun gegn mansali. Lögreglurannsókn hófst eftir fræðslufund. BOLUNGARVÍK Umfangsmikil rannsókn á mansali hefur staðið yfir að undanförnu vegna fiskvinnslufyrirtækis sem er starfandi í Bolungarvík. Upphaflega var málið rannsakað sem fjárkúgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÁRUS BENEDIKTSSON KJARAMÁL „Við höfum verið að hitta gerðardóm núna reglulega síðustu vikurnar og farið yfir okkar kröfur. Samninganefndin hefur verið á þeim fundum líka,“ segir Ólafur G. Skúlason, formað- ur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Hjúkrunarfræðingar felldu í júlí kjarasamning og hefur deilu þeirra verið vísað í gerðardóm. Félagið hefur stefnt ríkinu vegna laga sem sett voru á verkfall þeirra. „Við höfum ekkert hitt samn- inganefndina á sérstökum fund- um, þetta hefur allt farið í gegnum gerðardóm,“ segir Ólafur. Gerðardómur hefur samkvæmt lögunum vikufrest, til 15. ágúst, til að skila niðurstöðu sinni um kaup og kjör félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga sem og BHM. Næsta fyrirtaka í dómsmáli félagsins gegn ríkinu er á fimmtu- daginn í næstu viku. „Við teljum ekki hafa verið grundvöll fyrir því að banna verk- föll hjúkrunarfræðinga og að gerð- ardómur geti ekki tekið til starfa í okkar tilfelli miðað við orðun lag- anna,“ segir Ólafur og bætir við að félagið og lögfræðingur þess telji málið ólíkt öðrum verkfallsmálum. „Verkfallið hafði aðeins stað- ið í tvær vikur og aðeins fjórtán fundir höfðu samtals farið fram í öllum viðræðunum. Þannig að við teljum að forsendurnar í okkar til- felli séu öðruvísi en í öðrum sam- bærilegum málum.“ - fbj Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga: Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms DÓMSMÁL Mál BHM gegn ríkinu flutt Mál BHM gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningar á verkfall BHM verður flutt fyrir Hæstarétti klukkan níu í dag. BHM telur að lögin á verkfallið séu bæði brot á stjórnarskrá og Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkinu hefði verið heimilt að setja umrædd lög. MENNING Handverksmaður ársins Þórdís Jónsdóttir er handverksmaður ársins og verðlaun fyrir sölubás ársins hlýtur Vagg og velta. Árlega velur valnefnd Handverkshátíðar Eyjafjarðar fallegasta sölubás ársins og hand- verksmann ársins. Valnefnd veitti ein aukaverðlaun í ár, Gleði og bjartsýnis- verðlaunin, en þau hlaut Hildur Harðardóttir með sölubásinn Hildur H. List-Hönnun. FRAMHALDIÐ ÓLJÓST Félag hjúkrun- arfræðinga skrifaði undir kjarasamning í júní sem síðan var hafnað í atkvæða- greiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Hversu oft hefur fi skidagurinn mikli verið haldinn? 2. Hvern segir Donald Trump hafa verið skotmark sitt þegar hann kallaði konur feit svín? 3. Hversu marga farþega fl utti Ice- landair í júlí? SVÖR 1. 15 sinnum 2. Rosie O‘Donnell 3. 415.000 farþega VEISTU SVARIÐ? BANDARÍKIN Fast var skotið á Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, eftir að hann sagði blóð flæða hvað- an sem er út úr Megyn Kelly, sem stýrði kappræðum forsetaframbjóð- andaefna repúblikana á fimmtudag. Carly Fiorina, meðframbjóðandi Trumps, sagði meðal annars að ummælin væru óafsakanleg, óvið- eigandi og móðgandi. Hún sagði enn fremur frá reynslu sinni af karl- mönnum sem héldu hana óhæfa til að taka ákvarðanir af því að hún gæti verið á túr. Fiorina var áður forstjóri Hewlett Packard. Trump er ósammála túlkun Fior- ina og annarra sem brugðust við. „Ég ætlaði að segja að það blæddi úr nefinu hennar eða eyrum. Það er algengt orðasamband sem er notað um reiði. Aðeins afbrigði- legt fólk myndi segja að ég væri að tala um blæðingar,“ segir Trump. „Mér þykir vænt um konur og ég vil hjálpa þeim.“ „Ég á frábært samband við margar konur í viðskiptaheimin- um. Þær eru frábærir stjórnendur, algjörir morðingjar. Þær eru ótrú- legar,“ segir Trump í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. - þea Segir konur algjöra morðingja í viðskiptaheiminum og frábæra stjórnendur: Trump sver af sér túrummæli UMDEILDUR Samkvæmt könnun ABC þótti Trump hafa betur í kappræðum þrátt fyrir umdeild ummæli. NORDICPHOTOS/AFP 0 9 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :1 3 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A F -3 1 1 4 1 5 A F -2 F D 8 1 5 A F -2 E 9 C 1 5 A F -2 D 6 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.