Fréttablaðið - 10.08.2015, Qupperneq 42
10. ágúst 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 22
CRÉATIVE TECHNOLOGIE
Frábær vinnuaðstaða með góðu aðgengi fyrir farm og farþega. 180° opnun á afturhurðum, rennihurð, þægileg hleðsluhæð, há sætisstaða og fjöldi geymslu-
hólfa. Öflug en sparneytin 90 hestafla dísilvél ásamt spólvörn og ESP stöðugleikakerfi gera Berlingo Van að öruggum og hagkvæmum kosti fyrir þinn rekstur.
Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboð með einstöku þjónustuframboði fyrir bíla- og tækjaflota.
KOMDU OG PRÓFAÐU CITROËN BERLINGO VAN
citroen.is
• 3,3 M - 4,1 M HLEÐSLURÝMI • 850 KG BURÐARGETA • 3JA MANNA • SPARNEYTINN •3 3
Brimborg og Citroën áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu.
BETRI REKSTUR OG AUKIN ÞÆGINDI
CITROËN BERLINGO VAN 1,6 HDi 90 hö dísil
VERÐ FRÁ: 2.379.032 KR. ÁN VSK
VERÐ FRÁ: 2.950.000 KR. MEÐ VSK
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16.
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
ÚRSLIT
PEPSI-DEILD KARLA
LEIKNIR - ÍBV 0-2
0-1 José Enrique (12.), 0-2 Enrique (58.).
STJARNAN - VÍKINGUR 1-1
1-0 Þórhallur Kári Knútsson (75.), 1-1 Vladimir
Tufegdzic (83.).
FÓTBOLTI
Martraðarbyrjun Cech
Tékkneski markvörðurinn Petr Cech fór
ekki vel af stað með Arsenal þegar liðið
tapaði 0-2 fyrir West Ham á heimavelli
í gær. Cheikhou Kouyaté kom Hömr-
unum yfir á 43. mínútu eftir slæm
mistök hjá Cech sem leið heldur ekki
vel í seinna marki sem West Ham sem
Mauro Zárate gerði.
FÓTBOLTI
Swansea byrjar vel
Swansea fer vel af stað í ensku úrvals-
deildinni en liðið gerði 2-2 jafntefli við
Englandsmeistara Chelsea á útivelli á
laugardaginn. Gylfi Þór Sigurðsson lék
allan leikinn fyrir Swansea sem var 2-1
undir í hálfleik. En Frakkinn Bafétimbi
Gomis jafnaði metin á 55. mínútu úr
vítaspyrnu sem dæmd var á Thibaut
Courtois, markvörð Chelsea, sem fékk
einnig að líta rauða spjaldið.
SUND Heimsmeistaramótinu í
Kazan í Rússlandi lauk í gær. Eins
og fyrri daga mótsins var íslenska
sundfólkið áberandi. Hrafnhildur
Lúthersdóttir synti í úrslitum í 50
metra bringusundi í gær og end-
aði í 7. sæti af átta keppendum en
hún kom að bakkanum á 31,12 sek-
úndum.
„Þetta er búið að vera alveg frá-
bært,“ sagði Hrafnhildur þegar
Fréttablaðið náði tali af henni í
gær. Hún segir árangurinn á HM
hafi farið fram úr hennar björt-
ustu vonum: „Ég fór inn í mótið
með það að markmiði að hafa
gaman af þessu, gera eins vel og
ég gæti.“
Það gekk heldur betur eftir en
Hrafnhildur var í miklu stuði í
Kazan og setti alls fimm Íslands-
met; í 50, 100 og 200 metra bringu-
sundi. Hrafnhildur komst í úrslit
í 50 og 100 metra bringusundi og
var hársbreidd frá því að komast
í úrslit í 200 metra bringusundi,
en hún tapaði fyrir Jinglin Shi frá
Kína í svokölluðu umsundi.
Hrafnhildur endaði í 7. sæti í 50
metra bringusundinu eins og áður
sagði, því sjötta í 100 metrunum og
því níunda í 200 metrunum. Hrafn-
hildur er því meðal þeirra tíu
bestu í heiminum í þremur grein-
um. Hún segir að það hafi komið
skemmtilega á óvart að komast í
úrslit í 50 metra bringusundinu.
„Það er svo erfitt að búast við
einhverju í 50 metrunum því
þetta er bara ein ferð. Þetta snýst
bara um það hver snertir bakkann
fyrst,“ sagði Hrafnhildur sem er
búin að tryggja sér þátttökurétt
á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta
ári í þremur greinum; 100 og 200
metra bringusundi og 200 metra
fjórsundi.
Hrafnhildur synti einnig með
íslensku boðsundssveitinni í 4x100
metra fjórsundi í gær. Sveitina
skipuðu, auk Hrafnhildar, Bryn-
dís Rún Hansen og systurnar
Eygló Ósk og Jóhanna Gerða Gúst-
afsdætur. Íslenska sveitin synti á
4:04,43 mínútum og sló rúmlega
þriggja ára gamalt Íslandsmet í
greininni. Ísland endaði í 18. sæti
af 25 sveitum en tólf efstu sveitirn-
ar komust inn á Ólympíuleikana.
„Þetta gekk mjög vel, við náðum
Íslandsmetinu og það var ótrúlega
skemmtilegur andi í liðinu,“ sagði
Hrafnhildur og bætti við: „Við
stefndum að því að komast inn á
Ólympíuleikana en við eigum enn
möguleika á því.“
Fjögur sæti eru enn laus í boð-
sundinu á Ólympíuleikunum en
Ísland gæti tryggt sér farseðilinn
þangað á EM í London á næsta ári
að sögn Hrafnhildar, sem útskrif-
ast frá Florida-háskólanum í des-
ember. Hún mun þó halda áfram
að æfa með sundliði skólans fram
að Ólympíuleikunum á næsta ári.
ingvithor@365.is
Setti fi mm Íslandsmet
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir náði frábærum árangri á HM í Kazan.
KÖRFUBOLTI Ísland tapaði fyrir
Hollandi með átta stigum, 65-73,í
Laugardalshöllinni í síðasta leik
liðsins fyrir EuroBasket, Evrópu-
mótið í körfubolta, sem hefst 5.
september næstkomandi.
Íslensku strákarnir unnu
öruggan 25 stiga sigur á Hollandi
í fyrri vináttuleik þjóðanna í Þor-
lákshöfn á föstudaginn en það var
ekki sami kraftur í þeim í gær.
„Þessi leikur var töluverð
vonbrigði, eins og sá fyrri var
góður,“ sagði Hlynur Bærings-
son, fyrirliði Íslands, eftir leik-
inn. „Ég hefði viljað vinna þá
tvisvar. Það er ansi margt sem
við þurfum að laga, en við höfum
ennþá einn mánuð.“ - iþs
Tap í síðasta
heimaleiknum
FRÁBÆR ÁRANGUR Hrafnhildur Lúthersdóttir komst í undanúrslit í þremur grein-
um og úrslit í tveimur, auk þess sem hún setti fimm Íslandsmet. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
ÖFLUGUR Haukur Helgi gerði 13 stig
gegn Hollandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
EYJASIGUR ÍBV vann mikilvægan sigur
á Leikni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SPORT
0
9
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:1
3
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
A
F
-3
1
1
4
1
5
A
F
-2
F
D
8
1
5
A
F
-2
E
9
C
1
5
A
F
-2
D
6
0
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K