Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 8
Atvinnubílar Volkswagen Transporter á tilboði Búnaður í tilboðsbíl • Rennihurðir á báðum hliðum • 16“ stálfelgur og heilkoppar • Lokað skilrúm með glugga • ABS / EBV • ESP stöðugleikastýring og spólvörn • Hæðarstillanlegt ökumannssæti með 2 armpúðum • Bekkur fyrir 2 farþega • Loftpúðar fyrir ökumann og farþega • Útvarp með geislaspilara • Tengi fyrir MP3 spilara • Klukka • Fullkomin aksturstölva • Glasahaldari • Fjarstýrðar samlæsingar • Rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar • Hæðarstillanlegt öryggisbelti • Velti- og aðdráttarstýri • Klæðning í hliðum • Webasto olíumiðstöð • Krossviðsplata á gólfi • Fullkomið þráðlaust símkerfi Nú býðst Volkswagen Transporter, hlaðinn búnaði, á einstöku tilboðsverði. VW Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft traustan og áreiðanlegan vinnuþjark sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Volkswagen Transporter er framhjóladrifinn með fullkominni stöðugleika­ stýringu og spólvörn. Tilboðsbíllinn kemur meðal annars með fullklæddu flutningsrými, þráðlausu símkerfi, olíumiðstöð og tengi fyrir Mp3 spilara. Pakkaður tilboðsbíll Transporter tilboðsbíll kostar aðeins frá 4.270.000 m/vsk (3.443.548 kr. án vsk) FLÓTTAMENN  „Það er aldrei neitt annað en örvæntingin sem stýrir för og þráin eftir öryggi og skjóli,“ segir Björn Teitsson, upplýsinga­ fulltrúi Rauða krossins, um þá hælisleitendur sem stöðvaðir eru á leiðinni hingað til lands með fölsuð skilríki. Það sem af er þessu ári hefur lögreglan í Leifsstöð stöðvað 29 manns ýmist með fölsuð vega­ bréf eða vegabréf annarra. Af þess­ um 29 ætluðu 22 áfram til annarra landa. Þar af hafa 17 sótt um hæli hér á landi en 16 verið ákærðir og hlotið fangelsisdóm fyrir. Rauði krossinn hefur bent á að fangelsun hælisleitenda vegna skjalafals megi túlka sem brot á flóttamannasátt­ mála Sameinuðu þjóðanna. „Eðli orðsins flóttamaður er ein­ hver sem er á flótta af því hann upplifir sjálfan sig eða fjölskyldu sína í lífshættu. Ef þú þarft að leita allra leiða til að komast úr brenn­ andi húsi t.d., þá ertu ekki að setja spurningarmerki við það þótt þú farir út um stiga sem á venjulega ekki að nota. Það er kannski það sama ef þú ert á flótta, þá leitar þú væntanlega allra leiða til að komast burt og myndir þá jafnvel ekki setja fyrir þig að komast yfir skilríki sem þú veist ekki hvort eru lögleg eða ekki,“ segir Björn. Hann bendir þó á að samkvæmt drögum að lagafrumvarpi um útlend­ inga sé gert ráð fyrir að hætt verði að refsa hælisleitendum fyrir skjalafals og því fagni Rauði krossinn. Eiríkur H. Sigurjónsson, rann­ sóknar lögreglumaður hjá Flug­ stöðvardeild Lögreglustjórans á Suð­ urnesjum, bendir á að ellefu af þeim sautján sem sótt hafa um hæli hafi sótt um hæli áður á Schengen­svæð­ inu. „Þá veltir maður fyrir sér tilgangi Dyflinnarsamstarfsins. Þetta er svo­ lítið íþyngjandi fyrir Evrópu í heild sinni að fólk geti farið á milli landa og sótt um hæli á nýjum og nýjum stað þótt vissulega þurfi maður að hafa í huga réttindi þessa fólks og aðstæður,“ segir hann. „Það kannski skýrir að einhverju leyti af hverju við erum með tiltölulega fáa sem fá stöðu flóttamanns,“ segir Eiríkur. ingvar@frettabladid.is Með fölsuð vegabréf í leit að öryggi Flestir þeirra flóttamanna sem teknir eru í Leifsstöð með ólögleg skilríki eru á leiðinni til Kanada. Meirihluti þeirra hefur áður sótt um hæli innan Schengen-svæðisins. Rannsóknarlögreglumaður á Suðurnesjum spyr hvort Dyflinnarreglugerðin virki sem skyldi. Fjöldi fölsunarmála *Þar af sótt um hæli *Þar af hlotið dóm *Einungis hægt að nálgast tölur frá 2014 og 2015 **Það sem af er ári 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 **2015 8 30 30 23 33 42 17 33 18 26 29 17 16 Fjöldi af hverju þjóðerni ✿ Leið þeirra sem teknir hafa verið með fölsuð vegabréf í Leifsstöð í ár 18 3 2 1 2 1 4 14 1 Grafík/gkjart 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Sómalar 7 Albanar 5 Sýrlendingar 4 Kasakar 3 Íranar 2 Kósóvói 1 Afgani 1 Íraki 1 Serbi 1 Pakistani 1 Palestínumaður 1 Úkraínumaður 1 Nígeríumaður 1 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 F E -6 4 E C 1 5 F E -6 3 B 0 1 5 F E -6 2 7 4 1 5 F E -6 1 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.