Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 44
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Guðni Frímann Guðjónsson byggingatæknifræðingur, lést á heimili sínu þann 26. ágúst. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 9. september klukkan 13.00. Alda Guðrún Friðriksdóttir Friðrik Guðjón Guðnason Anna Soffía Gunnlaugsdóttir Guðni Viðar og Gunnlaugur Dan 1191 Menn Ríkarðs sigra Saladín í orrustunni við Arsuf. 1822 Brasilía lýsir yfir sjálf- stæði. 1901 Boxarauppreisninni í Kína lýkur. 1953 Níkíta Krútsjov er kjör- inn aðalritari kommún- istaflokks Sovétríkj- anna. 1953 Mohammad Daoud Khan verður forsætis- ráðherra Afganistan. 1972 Ísland og Belgía gera með sér samning um heimildir fyrir belgíska togara til fiskveiða inn- an 50 mílna markanna í tvö ár. 1973 Mósaíkmynd eftir Gerði Helgadóttur á vegg Toll- stöðvarhússins í Reykja- vík er afhjúpuð. 1992 Haraldur 5. og Sonja, konungshjón Noregs, koma í opinbera heim- sókn til Íslands. 1996 Skotið er á bíl rapparans 2Pac í Las Vegas. Hann deyr sex dögum síðar. 1998 Larry Page og Sergey Brin stofna Google. Merkisatburðir Guðrún Helgadóttir er áttræð í dag, en hún fæddist í Hafnarfirði þann sjöunda september árið 1935. Í gegnum árin hafa störf Guðrúnar sett svip sinn á íslenska menningu, jafnt ritstörf sem þingstörf. Hún er einn af okkar ástsælustu rithöf- undum og hefur gefið út fjölda bóka, einkum fyrir börn og unglinga. Þá hafa verk hennar einnig verið kvikmynduð og hefur hún hlotið fjölda verðlauna. Fyrsta bók Guðrúnar var Jón Oddur og Jón Bjarni og kom hún út árið 1974. Bókinni var vel tekið en hún fjallar um tví- burana sem bókin er nefnd eftir og ævin- týri þeirra. Í kjölfarið fylgdu tvær bækur um þá til viðbótar og leikstýrði Þráinn Bertelsson kvikmynd um þá bræður. Þá hefur Guðrún einnig skrifað barna- bækurnar Sitji Guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni og voru þær nýlega gefnar út á ný, allar saman í einni bók. Að auki skrifaði hún barnabókina Undan illgresinu og hlaut fyrir hana Norrænu barnabókaverðlaunin. Þau eru ekki einu verðlaunin sem Guðrún hefur hlotið en hún hlaut árið 2005 Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag sitt til íslenskrar tungu. Afmælisbarnið hefur einnig skrifað eina skáldsögu fyrir fullorðna, Oddaflug, auk nokkurra leikrita. Það vinsælasta er án efa Óvitar, sem var frumflutt í Þjóðleik- húsinu 1979 og hefur einnig verið sett á svið í Færeyjum og Noregi. Ritstörfin eru eins og áður sagði ekki það eina sem Guðrún hefur afrekað en hún markaði tímamót í kvenréttinda- baráttu Íslendinga árið 1988 þegar hún var kjörin forseti Alþingis, fyrst kvenna. Guðrún var á þeim tíma þingmaður Alþýðubandalagsins en áður hafði hún verið borgarfulltrúi flokksins. „Það var mjög ánægjulegt að verða þessa heiðurs aðnjótandi og þá spillti ekki fyrir að varaforsetarnir komu úr röðum kvenna. Það var ánægjulegt og óvænt,“ hafði DV eftir Guðrúnu daginn eftir kjörið. Varaforsetar hennar voru Salóme Þorkelsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir. Meðal frumvarpa sem Guðrún lagði fram á Alþingi var frumvarp um stofn- un embættis umboðsmanns barna. Þá var hún einnig flutningsmaður þingsályktunar tillagna um bann við kjarnorkuvopnum á íslensku yfirráða- svæði, að kanna hvort starfsmenn lög- reglu virði ekki friðhelgi einkalífsins og um undirbúning notkunar á blýlausu bensíni hér á landi. thorgnyr@frettabladid.is Barnabókahöfundur fagnar áttræðisafmæli Rithöfundurinn og stjórnmálakonan Guðrún Helgadóttir fagnar áttræðisafmæli í dag. Í gegnum tíðina hefur hún skrifað fjölmargar bækur, einkum fyrir börn og unglinga. Þá varð hún fyrst íslenskra kvenna til þess að gegna embætti forseta Alþingis. Larry Page og Sergey Brin. Velferðarvaktin hefur lagt til við Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, að ráðist verði í tilraunaverkefni sem miðar að því að styrkja stöðu einstæðra foreldra sem eru not- endur fjárhagsaðstoðar, með hagsmuni barna þeirra að leiðar- ljósi. Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, gerði ráðherra grein fyrir tillögunni á fundi í velferðarráðuneytinu fyrir helgi. Tilraunaverkefnið sem Velferðarvaktin leggur til að ráðist verði í byggist á niðurstöðu rannsóknar sem Rannsóknar- stofnun í barna- og fjölskylduvernd gerði í samstarfi við Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars að börn efnaminni foreldra taka síður þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, eru síður á leikskóla og hafa síður aðgang að félagslegu tengslaneti almennt saman- borið við börn efnameiri foreldra. - jhh Aukin áhersla á börn Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður. Fyrsta bók Guðrúnar var Jón Oddur og Jón Bjarni og kom hún út árið 1974. Bókinni var vel tekið en hún fjallar um tvíburana sem bókin er nefnd eftir og ævintýri þeirra. Kvikmyndin Íslenski draumurinn í leikstjórn Róberts Douglas var frumsýnd þennan dag fyrir fimmtán árum. Myndin er byggð á sam- nefndri skáldsögu Guðmundar Andra Thors- sonar og var hún tilnefnd til fernra Eddu- verðlauna en hlaut engin. „Íslenski draumurinn er gamanmynd sem fjallar um ungan athafnamann sem á það til að byggja sér skýjaborgir. Hann á sér draum um frægð og frama í viðskiptum en þarf að glíma við þær truflanir sem fylgja hversdags- lífinu eins og að vera helgarpabbi og spila fótbolta í frístundum,“ sagði á sínum tíma í tilkynningu frá Kvik- myndafélagi Íslands. Athafnamaðurinn sem um ræðir heitir Tóti. Með hlutverk Tóta fór Þórhallur Sverrisson en með honum léku meðal annars Jón Gnarr og Haf- dís Huld. „Ég bara man ekki hvernig ég fékk hug- myndina að Íslenska draumnum. Maður fær bara hugmyndir og ákveður að framkvæma þær en ég veit ekki hvaðan þær koma. Jú, þær koma oftast út úr einhverjum pirringi. Annaðhvort pirrar mig eitthvað í þjóðfélag- inu eða það er eitthvað að í einkalífinu. Þá koma hugmyndirnar. Það þarf að vera ákveðið þunglyndi í manni ef maður ætlar að gera góða gamanmynd. Maður þarf að hafa húmor fyrir hlutunum sem eru ekki að ganga upp,“ sagði Róbert við Morgunblaðið eftir frumsýningu myndarinnar fyrir fimmtán árum. - þea Þ ETTA G E R Ð I ST : 7 . S E P T E M B E R 2 0 0 0 Íslenski draumurinn var frumsýndur » Siv Friðleifsdóttir er formaður Velferðarvaktarinnar. Fréttablaðið/Ernir TÍMAMÓT 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5 M Á N U D A G U R 0 6 -0 9 -2 0 1 5 2 3 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 F E -3 D 6 C 1 5 F E -3 C 3 0 1 5 F E -3 A F 4 1 5 F E -3 9 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.