Fréttablaðið - 07.09.2015, Blaðsíða 13
Frá grunni að viðurkenndum bókara
Það hefur vakið athygli hversu margir nemendur
okkar hafa fengið vinnu eftir að hafa lokið
bókhaldsnámi.
Viðurkennt bókaranám er bæði skemmtileg og
krefjandi námsbraut sem býr nemendur undir
próf sem leiðir til vottunar frá efnahags- og
viðskiptaráðuneytinu sem Viðurkenndur bókari.
Helstu námsgreinar
Verslunarreikningur - 24 stundir
Excel-töflureiknir - 30 stundir
Bókhald - 36 stundir
Tölvubókhald í Navision - 54 stundir
Excel við áætlanagerð - 30 stundir
Launakerfi - 18 stundir
Lánardrottnar og viðskiptamenn - 15 stundir
Fyrningar - 15 stundir
Virðisaukaskattur - 9 stundir
Lán - 21 stundir
Gerð og greining ársreikninga - 36 stundir
Lokaverkefni - 24 stundir
Skattaskil - 18 stundir
Reiknishald, viðbætur - 36 stundir
Upplýsingatækni, viðbætur - 6 stundir
Upprifjun fyrir próf - 42 stundir
Lengd námskeiðs:
2 annir - 414 kennslustundir - kennt tvisvar í viku
Verð:
446.000 kr. - Hægt er að dreifa greiðslum
Næstu námskeið:
Morgunnámskeiðið byrjar 30. sept.
Kvöldnámskeiðin byrja 21. sept. og 1. okt.
VIÐURKENNT
BÓKARANÁM
Með hverju viðtalinu sem birtist við forsætisráðherrann virðist hann
færast fjær því að ætla að taka á móti
fleiri flóttamönnum frá Sýrlandi
en þessum fimmtíu sem talað var
um; hann er á flótta undan fyrir
heitunum sem gefin voru fyrst þegar
bylgja samúðar reis í samfélaginu
með sýrlensku flóttafólki.
Undankomubrella?
Allt í einu er hann farinn að tjá sig
með vífilengjum; tala um að ekki
megi beina um of athygli að því fólki
sem komið er til Evrópu til að leita
ásjár – það dragi athyglina frá því
fólki sem eigi um sárt að binda í Sýr
landi sjálfu.
Ekki eigi með öðrum orðum að
sinna þeim sem til okkar leita því að
það gæti orðið til að draga athygli
frá vanda þeirra sem ekki hafa enn
komist til að leita til okkar.
Vonandi hef ég misskilið hann en
svona tal virkar á mann eins og hann
sjái fyrir sér að Íslendingar eigi að
láta þar við sitja að einbeita sér að
því að styðja þau öfl sem líkleg séu
til að koma á friði í Sýrlandi, jafnvel
láta fé af hendi rakna. Það er að sjálf
sögðu rétt – en útilokar ekki hitt, að
taka á móti fleira flóttafólki. Þetta
virkar eins og undankomubrella,
svolítið eins og að neita manni með
brunasár eftir eldsvoða um fyrstu
hjálp á þeirri forsendu að nú ríði á að
slökkva eldinn. Það tekur því alltaf
að bjarga mannslífi.
Fjármálaráðherrann hljómaði að
vanda eins og dauflegt bergmál af
síðasta leiðara Morgunblaðsins – en
á öðrum ráðherrum mátti skilja
að meiri myndarskapur í móttöku
flóttamanna jafngilti „yfirboðum“,
eins og málið snúist um eitthvað
annað en þau mannslíf sem í húfi eru
og bjarga má. Hér er reyndar rétt að
undanskilja Eygló Harðardóttur, vel
ferðarráðherrann í ríkisstjórninni,
sem augljóslega er öll af vilja gerð í
þessu máli eins og mörgum öðrum
þar sem hún reynir að láta gott af sér
leiða.
Fólk að drukkna ha ha ha …
Við þurfum að tala aðeins um
Morgun blaðið. Auðvitað ríkir hér
prentfrelsi og auðvitað mega allir
kaupa og lesa Moggann sem það
vilja – þó það nú væri. En það ber
heldur engum skylda til að hafa
velþóknun á því sem streymir frá
þessari aflstöð neikvæðni og hleypi
dóma.
Í Morgunblaðinu er sér
stakur teiknari hafður í því að búa
til gamanmál að hætti hússins, og
hafa seinustu skrýtlurnar fjallað
um eymd sýrlenskra flóttamanna,
sökkvandi skip, drukknandi fólk.
Sumir verja þessar myndir með
vísan til þess að viðkomandi megi
þetta víst – eins og það verði eitt
hvað fyndnara við það – og leggja þá
að jöfnu skopteikningar með gríni
um hugmyndafræði og kennisetn
ingar á borð við íslam og svo þetta:
að gera gys að allslausu fólki á flótta
til að bjarga lífi sínu. En þetta er ein
mitt ekki sambærilegt: það má og á
að gera grín að öllum hugmyndum
sem mennirnir láta sér detta í hug,
mannlegar hugmyndir eru aldrei
heilagar, en deyjandi fólk er ekki sér
lega heppilegur hláturvaki.
Meðal þeirra verkefna sem téður
teiknari innti af hendi var að búa
til fyndna mynd um að það fé sem
rennur til flóttafólks sé tekið af því fé
sem ella rynni til aldraðra og öryrkja
og annarra heilbrigðismála, og var
árangurinn í fyndninni eins og til
var stofnað.
En maður verður stundum var við
þetta sjónarmið: erum við nokkuð
aflögufær hér? Er ekki nær að við
hugsum um þá sem hér á meðal
okkar eiga um sárt að binda? Þar
með virðist gert ráð fyrir fastri upp
hæð handa bágstöddum sem sé til
skiptanna, sem í sjálfu sér er fáránleg
hugmynd. Sumir sitja og reikna baki
brotnu þann ógurlega kostnað sem
hljótist af því að bjarga erlendum
mannslífum og veita fólki hér hæli,
og er eins og aldrei hvarfli að neinum
að þetta fólk kunni jafnvel eitthvað
fyrir sér sem gagnast gæti öðrum og
samfélaginu í heild. Aldrei virðist
neinum af þessum áhyggjufullu
reiknimeisturum detta í hug að
flóttamaður dagsins kunni að vera
logsuðumaður morgundagsins eða
læknir, skúringameistari eða lista
maður. Nú eða smiður, eins og hælis
leitandinn Jósep, heitmaður Maríu.
Fólk lítur almennt ekki á það sem
lífsstarf eða köllun að vera hælis
leitandi, eiga sér ekkert skjól. Það vill
upp til hópa gera eitthvað, skapa sér
heimili og tilveru, finna virði sitt og
gildi í framtaki. Sjálfur hef ég aldrei
skilið þá hugmynd að umsvif einnar
manneskju séu til þess fallin að
þrengja að mínum: að pólskur pylsu
gerðarmaður standi minni matar
gerð á einhvern hátt fyrir þrifum eða
verkfræðingur frá Erítreu sé til þess
fallinn að varpa skugga á hugsanlegt
framlag mitt til verkfræðinnar. Fái
fólk hér vinnu og þrífist það hér –
sem alls ekki er sjálfgefið, í fásinninu
og myrkrinu – þá nýtist það sam
félaginu, burtséð frá því hvort það
er leiðinlegt eða skemmtilegt, vont
eða gott í málfræði, trúir á þennan
guðinn eða hinn, er með langa
þumalputta eða stutta – eða jafnvel
enga – brúna húð eða föla.
Það tekur því alltaf að bjarga
mannslífi. Það gefur líka þeim sem
réttir fram hjálparhönd tilfinningu
fyrir eigin virði; og samfélagslegt
átak til að taka á móti flóttafólki
gefur okkur öllum þá kennd að hér
ríki að minnsta kosti stundum og í
sumum tilvikum, mannúð og kær
leikur. Og kærleikurinn fellur aldrei
úr gildi.
Það tekur því alltaf …
Guðmundur
Andri Thorsson
rithöfundur
Ég, ásamt fleirum, hef rekið mig á
ýmislegt sem þarf að breyta í geð
heilbrigðiskerfinu og mætti nýta
sér meira sjónarmið fólks sem er að
glíma við geðraskanir. Af hverju eru
ekki fleiri batafulltrúar sem hafa
glímt við geðraskanir að vinna á geð
deildum? Einn á Landspítalanum en
enginn á Akureyri.
Ég hef kallað eftir því að bata
fulltrúi fólks með geðraskanir verði
ráðinn á geðdeild SAk á Akureyri sem
getur verið milliliður skjólstæðinga
og aðstandenda. Við vitum að það
getur verið erfitt að leita sér aðstoðar
og oft og tíðum standa skjólstæðingar
og aðstandendur ráðþrota og vita ekki
hvert þau geta leitað og hvaða úrræði
standa til boða. Aðstandendur hafa
oft og tíðum verið út undan og staðið
algjörlega ráðþrota í einskismanns
landi með veikan einstakling sem
þarf hjálp.
Grófin – geðverndarmiðstöð mun
vera með 23 fræðslukvöld með fag
mönnum fram að áramótum fyrir
þau sem hafa áhuga á geðheilbrigðis
málum og hvað getur hjálpað. Von
andi munu aðstandendur líka nýta sér
þetta tækifæri en þetta verður auglýst
vel og vandlega þegar nær dregur.
Nú er verið að móta nýja geðheil
brigðisstefnu en verður hlustað á
félagasamtök og þeirra sýn á kerfið?
Hvernig vinnur kerfið með félagasam
tökum og er fólk látið vita af úrræðum
sem eru í boði í samfélaginu? Búsetu
deild á Akureyri er að gera góða hluti
og sama má segja um Lautina með
sína skjólstæðinga, enda nauðsynlegt
að hafa mismunandi úrræði í sam
félaginu.
Stjórnvöld
Er félagssamtökum mismunað á
höfuðborgarsvæðinu eða eftir lands
hlutum? spyr ég stjórnvöld. Hugarafl
í Reykjavík fer í alla grunn og fram
haldsskóla höfuðborgarsvæðis og
víðar með geðfræðslu sem hefur hjálp
að ungmennum að leita sér aðstoðar.
Grófin – geðverndarmiðstöð á Akur
eyri stefnir að því að gera það sama,
auk þess sem kennarar og starfsfólk
skólanna munu bætast við. Gaman
er að segja frá því að við erum þegar
byrjuð með fræðslu fyrir kennara og
starfsfólk, sem heppnaðist mjög vel og
hlökkum við til að fræða fleiri skóla ef
viðtökur verða eins og þessar.
Við gerum þetta í góðu samstarfi
við forvarnarfulltrúa Akureyrar
bæjar enda ekki síður nauðsynlegar
forvarnir en vímuefnaforvarnir. For
eldrum mun bjóðast fræðsla, enda er
nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst
í staðinn fyrir að fela vandann, sem
hjálpar engum og getur haft alvarlegar
afleiðingar. Við þurfum sálfræðinga í
hvern grunn og framhaldsskóla sem
getur bjargað mörgum og gefið þess
um börnum og ungmennum tækifæri
á að eignast betra líf og lífsgæði.
Lítið sjálfstraust og sjálfsvirðing,
brothætt taugakerfi, skömm, sjálfs
vígshugsanir, sjálfshatur, stygglyndi,
reiði og félagsleg einangrun eru oft
fylgifiskar geðraskana. Oft er vímu
efnanotkun undirrót geðraskana og
það verður samfélagið að viðurkenna.
Frá 13 ára aldri þangað til ég var 38 ára
hafði ég hugsað um sjálfsvíg næstum
því á hverjum degi en sem betur fer lét
ég ekki verða af því. Stjórnvöld virðast
líta fram hjá þeim hörmungum sem
tíð sjálfsvíg og tilraunir til sjálfsvíga
eru hjá fólki með geðraskanir. Það
er mjög sorglegt þegar að meðaltali
eru um 36 Íslendingar á ári sem falla
fyrir eigin hendi, svo að ekki sé talað
um allar þær tilraunir sem eru gerðar.
Hvað þarf til að hvert mannslíf skipti
máli?
Hvað þarf til að hvert
mannslíf skipti máli?
Lítið sjálfstraust
og sjálfsvirðing,
brothætt tauga-
kerfi, skömm, sjálfsvígshugs-
anir, sjálfshatur, stygglyndi,
reiði og félagsleg einangrun
eru oft fylgifiskar geðraskana.
Fólk lítur
almennt ekki á
það sem lífsstarf
eða köllun að vera hælis-
leitandi, eiga sér ekkert skjól.
Það vill upp til hópa gera
eitthvað, skapa sér heimili og
tilveru, finna virði sitt og gildi
í framtaki.
Eymundur
Eymundsson
ráðgjafi og í bata
af geðröskunum
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13M Á N U D A G U R 7 . S E P T E M B E R 2 0 1 5
0
6
-0
9
-2
0
1
5
2
3
:1
1
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
F
E
-3
D
6
C
1
5
F
E
-3
C
3
0
1
5
F
E
-3
A
F
4
1
5
F
E
-3
9
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
C
M
Y
K