Fréttablaðið - 12.10.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 12.10.2015, Síða 2
Nýr Landspítali loks í augsýn. Málþing Spítalans okkar þriðjudaginn 13. október 2015 frá kl. 16.00-18.00, Icelandair Hótel Reykjavík Natura við Reykjavíkurflugvöll Setning: Anna Stefánsdóttir, formaður stjórnar Spítalans okkar Nýr Landspítali – nýtt heilbrigðiskerfi Birgir Jakobsson, landlæknir Er ódýrara að reka spítala í nýju húsnæði? - reynsla Norðmanna Hulda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri, Norlandia Care Group AS Nýr Landspítali – nauðsynleg tækniþróun. Gísli Georgsson, verkfræðingur á Landspítala Nýtt húsnæði – aukið öryggi sjúklinga. Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala Fræðasamfélagið og sérstaða háskólasjúkrahúss. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í lyflækningum við Háskóla Íslands Spítali í borg - skipulag Vatnsmýrar. Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Lokaorð – Ólöf Nordal, innanríkisráðherra Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir , stjórnarformaður Stika Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest Veður Vaxandi suðaustanátt með rigningu víða um land en þó er útlit fyrir þurrk og sólarglennur á norðaustanverðu landinu. Það lægir og styttir upp vestan til í kvöld, en þá bætir í úrkomuna SA-til. Sjá Síðu 16 Krankleikar kannaðir Ármann Steinar, Brynhildur Katla og Hrafnhildur Irma voru í hópi fjölmargra barna sem mættu á Barnaspítala Hringsins í gær þar sem í tilefni alþjóðlega bangsadagsins var, venju samkvæmt, starfræktur Bangsaspítali. Hér eru þau í innrituninni. Fréttablaðið/Pjetur Þar stóðu fjölmargir skólastjórnendur upp og sögðu frá því að þeir væru að íhuga uppsagnir. Ingileif Ástvaldsdóttir, varaformaður Skólastjórafélags Íslands Kjaramál Á ársfundi Skólastjórafé- lags Íslands um helgina kom fram mikil kergja meðal skólastjórnenda og áhyggjur vegna yfirvofandi upp- sagna. „Þar stóðu fjölmargir skóla- stjórnendur upp og sögðu frá því að þeir væru að íhuga uppsagnir, eða væru hreinlega búnir að segja upp,“ segir Ingileif Ástvaldsdóttir, varafor- maður félagsins. Algjört skilnings- leysi Sambands sveitarfélaga ein- kenni andrúmsloftið, þar sem ekki virðist skilningur á þeirri ábyrgðar sem skólastjórnendur beri. Dæmi séu um að kennarar fái hærri laun en stjórnendur. Stjórnendur hafi þannig verið settir út í kuldann meðan gengið hafi verið frá samn- ingum við kennara. Í ályktun félagsins segir að helsta leið skólastjórnenda til að bæta kjör sín virðist að segja upp og snúa aftur til kennslu. Ingileif segir eðlilegt að skóla- stjórnendur hugi að öðrum leiðum til kjarabóta, enda hafi þeir ekki verk- fallsrétt. Náist ekki samningar segir Ingileif að tapast gæti dýrmæt reynsla, sem erfitt sé að bæta. Því sé mikilvægt að Samband íslenskra sveitarfélaga átti sig raunverulega á að skólastjórnendur með reynslu skipti miklu máli, svo hægt verði að koma í veg fyrir yfirvof- andi fjöldaflótta úr stéttinni og þurfi að bregðast við kallinu strax.   Skólastjórafélag Íslands og samn- inganefnd sveitarfélaganna funda hjá ríkissáttasemjara í dag. – ga Skólastjórar segja upp ViðSKipti Björn Ólafsson, einn stofnenda ferðaþjónustunnar við Þríhnúkagíg, hefur fengið sam- þykkt kauptilboð á 18,6 prósenta hlut Stefnis, dótturfélags Arion banka, í Þríhnúkum ehf. Björn á fyrir 10,5 prósenta hlut í félaginu sem staðið hefur að undir- búningi fyrir hellaferðir í Þríhnúka- gíg. Í samþykktum Þríhnúka eru ákvæði um að félagið sjálft og hluthafar þessi fái forkaupsrétt að öllum hlutabréfum í félaginu áður en þau eru seld. Reykjavíkurborg og Kópavogs- bær sem bæði eiga 13,9 prósenta hlut í félaginu hyggjast ekki nýta sér forkaupsrétt sinn. Bæjarlögmaður Kópavogs segir í umsögn sinni til bæjarráðs Kópa- vogs að vandséð sé að kaup á frek- ari eignarhlut í Þríhnúkum stæðust sveitarstjórnarlög þar sem fjárfest- ing hefði ekki sama samfélagslega gildi og hún hefði haft þegar bær- inn keypti hlut í félaginu árið 2012. Félagið standi nú tryggari fótum en þegar upprunalegu kaupin áttu sér stað. Vika er þar til að forkaupsréttur hluthafa rennur út, að sögn Björns. Annað félag, 3H Travel ehf. í eigu Björns og annarra stofnaðila Þrí- hnúka hefur séð um hellaferðir í Þríhnúkagíg þar sem hluthafar Þríhnúka vildu ekki taka þá fjár- hagslegu áhættu sem fylgdi slíkri ferðaþjónustu. Hins vegar sé markmiðið að Þrí- hnúkar fái varanlegt rekstrarleyfi fyrir hellaferðum og taki við rekstr- inum. Þá verði farið í myndarlega uppbyggingu á svæðinu, að sögn Björns. Síðustu áætlanir um uppbygg- ingu  við Þríhnúkagíg hljóðuðu upp á fjárfestingu upp á um tvo milljarða króna. Hins vegar hafi það tafist þar sem svæðið sé á for- ræði margra aðila, að sögn Björns. Hann segir svæðið heyra undir forsætisráðuneytið, Kópavogsbæ, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar auk Umhverfisstofn- unar. Fyrst þurfi deiluskipulagslýs- ingu fyrir svæðið og í kjölfarið að auglýsa það til nýtingar. Björn segir uppbygginguna hafa tekið mun lengri tíma en hann hafi haldið í upphafi. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ segir hann. 3H Travel bauð upp á hellaferðir í fjórða sinn í sumar en Björn segir reksturinn hafa verið viðunandi. Félagið hagnaðist um 8,3 milljónir króna bæði árin 2013 og 2014 sam- kvæmt ársreikningum þess. ingvar@frettabladid.is Stofnandi Þríhnúka kaupir Arion banka út Einn stofnenda ferðaþjónustunnar við Þríhnúkagíg vill kaupa hlut Stefnis. Þegar við stofn- uðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár en nú eru að verða komin tólf ár. Björn Ólafsson, einn stofnenda ferðaþjónustunnar við Þríhnúkagíg Þríhnúkagígur hefur verið eftirsóttur ferðamannastaður síðustu ár. Fréttablaðið/vilhelm 13,9% er hlutur Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Þrí- hnúkum ehf. Veiði Bráðabirgðatölur yfir stang- veiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stang- veiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtíma- meðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr slepp- ingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stang- veiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norður- landi vestra og Vestfjörðum.  – shá Fjórða besta sumarið í laxi 1 2 . o K t ó b e r 2 0 1 5 m á N u D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 B F -9 B 9 0 1 6 B F -9 A 5 4 1 6 B F -9 9 1 8 1 6 B F -9 7 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.