Fréttablaðið - 12.10.2015, Page 12
Sætar franskar
frá McCain
Sætu kartöflurnar frá McCain eru ómótstæðilega
bragðgóðar. Þú skellir þeim í ofninn og áður en þú
veist af hefurðu töfrað fram girnilegt og gómsætt
meðlæti. Prófaðu núna!
Vinsælar hjá Íslendingum í mörg ár
Fótbolti Íslenska karlalandsliðinu
tókst ekki að vinna Lettland en
strákarnir okkar héldu áfram að
endurskrifa íslenska knattspyrnu-
sögu með því að gera jafntefli við
Lettana á laugardaginn. Þetta er
fyrsti undanriðill karlalandsliðs
Íslands fyrir HM eða EM þar sem
íslenska landsliðið tapar ekki leik
á Laugardalsvellinum.
Íslenska liðið gerði reyndar
„bara“ jafntefli í síðustu tveimur
heimaleikjum sínum á móti tveim-
ur neðstu liðum riðilsins en hafði
áður unnið leiki sína við Tyrkland,
Holland og Tékkland í Laugardaln-
um. Ísland hafði minnst áður tapað
einum heimleik í undanriðli en því
hafði íslenska liðið náð átta sinn-
um. Nú er liðið hins vegar ósigrað
í fimm heimaleikjum sínum.
Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi
Þór Sigurðsson komu Íslandi í 2-0
í fyrri hálfleik en íslenska liðið var
óþekkjanlegt í seinni hálfleiknum
þar sem Lettar náðu að tryggja sér
jafntefli. Íslenska liðið getur síðan
þakkað Tyrkjum fyrir að liðið er
áfram í toppsæti A-riðilsins því
Tyrkir unnu Tékka 2-0 í Tékklandi.
Ísland er því með eins stigs forskot
á Tékka fyrir lokaumferðina.
Íslensku strákarnir flugu til Tyrk-
lands í gær þar sem liðið spilar
lokaleik sinn við heimamenn á
þriðjudaginn. Það er mikið undir
fyrir fjórar þjóðir í þeim leik.
Ísland er í baráttunni við Tékka
um efsta sæti riðilsins og Tyrkir
eru í baráttunni við Hollendinga
um þriðja sætið riðilsins og þar
með sæti í umspilinu.
Hollendingar, stigalausir í leikj-
unum tveimur á móti Íslandi,
þurfa nú hjálp Íslendinga til að
halda EM-draumi sínum á lífi. Hol-
lendingar þurfa nefnilega að ná
betri úrslitum en Tyrkir í síðustu
umferðinni þegar Holland tekur
á móti Tékklandi á Amsterdam
Arena á sama tíma og Ísland spilar
við Tyrkland.
Það að litla Ísland sé haldreipi
Hollendinga í lokaumferðinni er
enn einn kaflinn í þessari ótrúlegu
undankeppni sem enginn hefði
getað séð fyrir. Íslenska liðið þarf
þó ekki að vinna Tyrkjaleikinn
fyrir Hollendinga heldur þarf liðið
sigur til að tryggja sér sigur í riðl-
inum og sæti í þriðja styrkleika-
flokki (af fjórum) þegar dregið
verður í riðla í úrslitakeppninni í
Frakklandi. ooj@frettabladid.is
Ísland haldreipi hollensku stjarnanna
Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa
misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu
á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun
fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta. Gylfi er nú bæði sá sem
hefur skorað flest mörk í einni undankeppni EM og sá sem hefur skorað
flest mörk í einni undankeppni fyrir stórmót hvort sem það er HM eða EM.
Eiður Smári Guðjohnsen, liðsfélagi Gylfa í landsliðinu, átti bæði metin
fyrir þessa undankeppni síðan að hann skoraði samtals ellefu mörk í
tveimur undankeppnum íslenska liðsins í upphafi tíunda áratugarins.
6 - Gylfi Þór Sigurðsson, EM 2016
9 leikir - 799 mínútur
- Skoraði á móti Hollandi (3),
Lettlandi (2) og Tyrkjum.
- 4 af mörkunum á
Laugardalsvellinum
6 - Eiður Smári Guðjohnsen, HM
2006
8 leikir - 707 mínútur
- Skoraði á móti Ungverjalandi (2),
Búlgaríu, Svíþjóð, Króatíu og Möltu.
- 5 af mörkunum á
Laugardalsvellinum
5 - Eiður Smári Guðjohnsen, EM
2004
8 leikir - 718 mínútur
- Skoraði á móti Litháen (3),
Skotlandi og Færeyjum.
- 2 af mörkunum á
Laugardalsvellinum
4 - Gylfi Þór Sigurðsson, HM 2014
11 leikir - 982 mínútur
- Skoraði á móti Slóveníu (2),
Albaníu og Kýpur.
- 1 af mörkunum á
Laugardalsvellinum
4 - Kolbeinn Sigþórsson, HM 2014
7 leikir - 586 mínútur
- Skoraði á móti Sviss, Albaníu,
Kýpur og Noregi.
- 2 af mörkunum á
Laugardalsvellinum
3 - Kolbeinn Sigþórsson, EM 2016
3 - Birkir Bjarnason, HM 2014
3 - Jóhann Berg Guðmundsson,
Hm 2014
3 - Eiður Smári, HM 2010
3 - Eiður Smári, EM 2008
3 - Eyjólfur Sverrisson, Hm 2002
Flest mörk í einni undankeppni
Sex marka maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sést hér á fleygiferð í leiknum á móti
Lettlandi á Laugardalsvellinum á laugardaginn.
Hæsta HlutFall stiga
Íslands Í Heimaleik jum Í
undankeppni Hm eða em:
1. EM 2016 73,3 % (11 stig af 15)
2. HM 2002 66,7 % (10 af 15)
2. EM 2000 66,7 % (10 af 15)
4. HM 1994 62,5 % (5 af 8)
5. HM 2014 60,0 % (9 af 15)
6. EM 2004 58,3 % (7 af 12)
stig liðanna Í a-riðlinum
1. Ísland 20 stig (markat. +12, 17-5)
2. Tékkland 19 stig (+4, 15-11)
– Liðin eru jöfn í innbyrðisleikjum
3. Tyrkland 15 stig (+4, 13-9)
4. Holland 13 stig (+4, 15-11)
– Tyrkland er með betri innbyrðisstöðu
5. Lettland 5 stig (-12, 6-18)
6. Kasakstan 3 stig (-12, 6-18)
1 2 . o k t ó b e r 2 0 1 5 m Á n u d a g u r12 s p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
B
F
-7
9
0
0
1
6
B
F
-7
7
C
4
1
6
B
F
-7
6
8
8
1
6
B
F
-7
5
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K