Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 12.10.2015, Qupperneq 22
www.n1.is facebook.com/enneinn Michelin er dekkið í vetur Hljóðlát gæði Michelin X-Ice vetrardekk með góðu gripi. Góð ending Michelin X-Ice North er öruggt á ísnum og traust vetrardekk. Öruggt grip Michelin Alpin A5 er naglalaust og endist þér aukavetur. Hjólbarðaþjónusta N1 Bíldshöfða 440-1318 Fellsmúla 440-1322 Réttarhálsi 440-1326 Ægisíðu 440-1320 Langatanga Mosfellsbæ 440-1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372 Dalbraut Akranesi 440-1394 Opið mán –fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.dekk.is  2015 Vetrardekk 13. október 2015 ÞrIÐJUDAGUr2 Stærstur hluti allra hjólbarða sem fellur til sem úrgang-ur á Íslandi er endurnotað- ur sem byggingarefni á urðun- arstað Sorpu í Álfsnesi. Kurluð dekkin eru notuð í drenlag fyrir vatn eða þekjuefni í tengslum við rásir vegna gassöfnunar. „Hringrás tekur á móti og safnar dekkjum til endurvinnslu. Hjá okkur eru dekkin tætt niður í gróft kurl í samræmi við kröf- ur Sorpu og þeim er svo ekið á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. Til þess að tæta dekkin eru notað- ir stórtækir tætarar en dekk eru eitt erfiðasta efnið að tæta vegna þess hve seigt er í þeim og vegna dekkjavírsins sem er gríðarlega harður,“ segir Ásmundur Einars- son, umhverfis- og gæðastjóri hjá Hringrás. Samkvæmt Ásmundi þá skila flest dekkjaverkstæði höfuðborg- arsvæðisins, Gámaþjónustan og mörg sveitarfélög ónýtum dekkj- um til Hringrásar en Hringrás býður upp á gáma og akstur fyrir fyrirtæki sem eru stórtæk í söfn- un dekkja eins og stór dekkja- verkstæði. Dekkjum má skila af sér end- urgjaldslaust þar sem úrvinnslu- gjald er lagt á hjólbarða sem fluttir eru til landsins hvort sem þeir eru nýir eða sólaðir, stak- ir eða sem hluti af ökutækj- um. Þetta kemur fram á vef Úr- vinnslusjóðs. Úrvinnslugjaldið er notað til að greiða fyrir með- höndlun hjólbarða, förgun eða endurnýtingu eftir að notkun á þeim lýkur. Einstaklingar og fyr- irtæki geta því skilað hjólbörð- um til móttöku- eða söfnunar- stöðva án þess að greiða sérstakt gjald fyrir meðhöndlun og förg- un þeirra. Aðrar endurvinnsluleiðir Nokkrar leiðir hafa verið farn- ar hér á landi á undanförn- um árum til að endurnýta hjólbarða. Meðal annars hafa hafnir landsins endurnýtt þá sem árekstrarvarnir á bryggj- ur. Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, notar hjólbarða sem eldsneyti í brennslu, það er nýtir þá sem orku. Gúmmí- vinnslan endurvinnur dekk þannig að bæði eru framleidd- ir sólaðir hjólbarðar undir stór- ar bifreiðar og einnig er kurlið sem fellur til við þá framleiðslu notað í að búa til gúmmímott- ur og íhluti í veiðarfæri ásamt fleiru. „Hringrás framleiddi í nokk- ur ár hreint dekkjakurl sem notað var meðal annars í nokkrar litlar reiðhallir hér á landi sem undirlag. Mest allt kurlið var þó selt til Englands þar sem kurlið var litað með hreinu náttúrulegu gúmmíi og notað meðal annars sem leik- vallamöl,“ segir Ásmundur. Sú endurnotkun á dekkj- um sem kannski er þekktust er að nota fíntætt dekkjakurl á gervigrasvelli. Allt það efni sem notað er þannig er innflutt efni. Hlaupabrautir eða svo- kallað tartan er einnig búið til úr dekkjakurli sem og gúmmí- yfirborð leikvalla og sundlauga. Endurvinnsla um víða veröld Um víða veröld reyna menn að finna góðar endurvinnsluað- ferðir fyrir hjólbarða. Nefna má tilraunir til að „bræða“ dekkin niður og vinna járn, olíu, gas og kolefni úr þeim. Sú aðferð kall- ast á ensku pyrolysis. Í Bandaríkjunum er dekkja- kurl notað sem byggingarefni í vegaframkvæmdum á ýmsan hátt; allt frá því að byggja vegi upp með dekkjakurli yfir í að blanda gúmmíinu í malbik. Þá er vel þekkt að nota gúmmí úr hjólbörðum í stað kola í orku- verum, stálframleiðslu og sem- entframleiðslu. Kurluð dekkin urðuð Skylt er að skila notuðum dekkjum til endurvinnslu. Stærstur hluti þeirra er endurnotaður sem byggingarefni á urðunarstað. Hjá Hringrás eru dekkin tætt niður í gróft kurl í samræmi við kröfur Sorpu og þeim svo ekið á urðunarstað Sorpu í Álfsnesi. MyNDir/ANToN BriNK Nokkrar leiðir hafa verið farnar hér á landi til að endurnýta hjólbarða. Ásmundur Einarsson 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :2 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 0 -5 2 4 0 1 6 C 0 -5 1 0 4 1 6 C 0 -4 F C 8 1 6 C 0 -4 E 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 1 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.