Fréttablaðið - 12.10.2015, Side 26
Stór hluti gamalla hjólbarða sem nýtast ekki lengur undir bílinn er endurnýtt-
ur. Annars vegar er hluti þeirra
endurnýttur til framleiðslu nýrra
hjólbarða en ekki síður nýtast
gömul dekk í alls kyns hluti á
borð við undirlag á leikvelli og
sundlaugarbakka, í ýmis leiktæki
eða jafnvel fallegan tískuvarning.
Hér á landi hefur endurnýt-
ing gamalla dekkja helst sést í
dekkjarólum á leikvöllum auk
þess sem þau hafa nýst í höfn-
um landsins og sem undirstöður
undir skilti.
Víða erlendis er þróunin þó
mun lengra á veg komin þegar
kemur að endurnýtingu og end-
urvinnslu gamalla hjólbarða.
Hjólbarðar eru t.d. víða nýttir í
görðum erlendis, bæði á heimil-
um og í almenningsgörðum. Þar
er þeim til dæmis staflað saman
og þeir nýttir sem blómapott-
ar og trjábeð eða jafnvel hengd-
ir upp á útvegg í sama tilgangi.
Einnig kemur oft vel út að hengja
hálfa hjólbarða upp í loft, fylla þá
af mold og gróðursetja blóm þar.
Séu hjólbarðarnir líka málaðir í
björtum litum geta þeir sett mjög
skemmtilegan svip á garð-
inn.
Margir möguleikar
Með traustri viðar-
plötu er einnig auð-
velt að útbúa bekk í
garðinn en þá eru tvö
dekk grafin hálf ofan í jörðu
og platan fest á milli þeirra. Ein-
föld, ódýr og þægileg lausn.
Úr nokkrum gömlum hjól-
börðum má líka búa til hjóla-
grindur auk þess sem eldri dekk
nýtast líka í ýmis útilistaverk en
mörg slík má sjá í almennings-
görðum víða í Evrópu og í Banda-
ríkjunum.
Þegar kemur að leiktækjum
eru notkunarmöguleikar dekks-
ins miklir utan gömlu góðu ról-
unnar. Úr þeim er t.d. hægt að
útbúa ýmis skemmtileg dýr
á borð við snigla, bjöll-
ur og slöngur með
hjálp smá máln-
ingar.
Lögun dek kja
gerir það að verkum
að þau eru fyrirtaks
undirstaða fyrir borð, hvort
sem um er að ræða lítil borð eða
stærri borð sem standa með stól-
um. Þá er einfaldlega gler eða fal-
leg tréplata sett ofan á dekkið og
smekklegum borðfótum jafn-
vel bætt undir. Á ýmsum heim-
ilum má einnig finna skemmti-
lega húsmuni úr dekkjum á borð
við skálar og blómavasa sem setja
skemmtilegan svip á umhverfið.
Spennandi tískuvörur
Tískuhönnuðir hafa einnig um
nokkra hríð prófað sig áfram
með endurnýtingu dekkja. Ýmiss
konar inniskór og sandalar auk
götuskóa og stígvéla eru til sem
gerð eru að stærstum hluta úr
gömlum dekkjum. Margs konar
skartgripir hafa einnig litið dags-
ins ljós undanfarin ár þar sem
dekk spila stórt hlutverk, t.d.
hringar, hálsmen og eyrnalokkar.
Það er því ljóst að gömul dekk
er hægt að nýta á ýmsa vegu og
líklega eiga þau eftir að verða al-
gengara hráefni í margs
konar vörum á
næstu árum.
Garðurinn fær nýtt útlit með litfögrum dekkjum sem búið er að breyta í blómaker.
Gamalt dekk í nýjum búningi.
Gömlu hjólbarðarnir fá ný
og skemmtileg hlutverk
Á undanförnum árum hafa gömlu hjólbarðarnir verið endurnýttir á ýmsa vegu. Hvort sem um er að ræða húsgögn eða garðvörur,
leikföng eða fallegan tískuvarning er ljóst að gamla dekkið er komið til að vera sem spennandi hráefni til margs konar sköpunar.
Í FARARBRODDI
Í LÆKKUN DEKKJAVERÐS
FRÁ ÞVÍ Í JANÚAR HÖFUM VIÐ LÆKKAÐ VERÐIÐ Á
RÚMLEGA 990 VÖRUNÚMERUM HJÁ OKKUR
Nú gerum við enn betur
og bjóðum áður óséð verð
á vetrardekkjum
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
/dekkjahollin
VERÐDÆMI verð frá
DEKKJASTÆRÐ pr. stk.* neglt
175/70R13 7.818,- 9.818,-
175/65R14 7.864,- 9.864,-
185/65R14 9.158,- 11.158,-
185/65R15 9.767,- 11.767,-
195/65R15 9.901,- 11.901,-
205/70R15 11.672,- 14.172,-
205/55R16 11.343,- 13.343,-
215/65R16 13.713,- 16.213,-
235/65R17 19.757,- 22.257,-
265/70R17 23.522,- 26.022,-
*staðgreiðsluverð
AKUREYRI
Draupnisgötu 5
460 3000
EGILSSTAÐIR
Þverklettum 1
460 3001
REYKJAVÍK
Skeifunni 5
460 3002
REYKJAVÍK
Skútuvogi 12
460 3003 www.dekkjahollin.is
Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:
13. október 2015 ÞrIÐJUDAGUr6 Vetrardekk
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
B
F
-E
0
B
0
1
6
B
F
-D
F
7
4
1
6
B
F
-D
E
3
8
1
6
B
F
-D
C
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
1
1
0
2
0
1
5
C
M
Y
K