Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2015, Side 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2015, Side 2
2 Ágætu félagar. Alltaf mikið um að vera hjá Siglfirð- ingafélaginu. Vetrarstarfið var bæði fjölbreytt og fróðlegt. Félagar í Siglfirðingafélaginu eru alltaf að gera eitthvað skemmtilegt. Nú síðast tóku nokkrir sig saman og eru að safna kvikmyndum í heimildamynd af Siglfirðingum og myndum frá Siglufirði. Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið standa að þessu sameiginlega. Ætlunin er að sýna myndina á Siglufirði í maí 2018. Frábært framtak. Í vetur var haldið upplestrar- og myndakvöld og Spurninga- keppni átthagafélaganna en þar tapaði okkar lið með einungis einu stigi fyrir Átthagafélagi Vestmannaeyinga í Reykjavík í úrslitum. Nú er komið að Siglfirðingakaffinu sem haldið verður að venju í Grafarvogskirkju 17. maí nk. og hefst með messu klukkan 14:00. Móttaka kaffibrauðs verður í Grafarvogskirkju frá klukkan ellefu sama dag. Hvetur félagið alla sanna kökugerðarmenn að vera með. Í ár hjálpa árgangarnir 1955, 1965, 1975 og 1985 við undirbúning dagsins. Mikill fjöldi sækir alltaf þennan viðburð félagsins. Forsíðuljósmyndina að þessu sinni tók Arnar Ómarsson sonur Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur listakonu á Siglufirði. Hún fylgir myndinni úr hlaði hér á síðunni með skemmtilegri frásögn af Bláa flyglinum. S. Jóna Hilmarsdóttir. - vinnslan@simnet.is ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: S. JÓNA HILMARSDÓTTIR SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ FR Á R IT ST JÓ RA FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS Heimsmyndin kom til sjávarþorps eins og Siglufjarðar með sögum, myndum og varningi sem sjómenn færðu heim í bú, oftast fyrir jól. Árið 1969 var faðir minn sjómaður á síðutogaranum Hafliða. Vanalegt var að sigla með aflann á markaði erlendis, og var stefnan tekin á Bremerhaven í Þýskalandi. Við heimkomu fögnuðu fjölskyldur ekki aðeins heimilis- föður heldur líka ilmandi rauðum eplum, dósaskinku, og kalkún í jólamatinn. Fischerskíðum með stálköntum og vatt- eruðum skíðagöllum, 8 mm kvikmyndum og í þetta tiltekna skipti, litlum bláum tréflygli. Ég var 6 ára og hafði aldrei séð eins ævintýralegan hlut. Flygillinn var um 35 cm á breidd og hafði eina og hálfa áttund sem hljómaði eins og í alvöru hljóðfæri. Þegar nánar var skoðað kom í ljós gullin harpa og fóðraðir klossar tengdir lyklaborðinu. Undir flyglinum voru fingursverir og álíka langir viðkvæmir fætur sem lyftu hljóðfærinu aðeins frá jörðu. Ég ákvað að verða píanóleikari Árin liðu og þrátt fyrir píanókennslu um fjögurra ára skeið hef ég ekki enn náð því markmiði að nota mér hljóðfærið á annan veg en til að njóta færni annarra. En tónlist hefur gefið mér hugarró og verið gjöful uppspretta hugmynda. Fyrir tæpum þremur árum var ég svo heppin að eignast yndislegan lítinn viðarlitaðan flygil, sem stendur nú á vinnu- stofunni minni og bíður þess að fimmtug konan láti drauma sína rætast. ASE Blái flygillinn Myndin á forsíðunni Siglfirðingakaffið 17. maí Siglfirðingakaffið verður haldið í Grafarvogskirkju sunnudaginn 17. maí og hefst með messu kl. 14.00. Kaffisamsætið verður síðan um kl. 15:00. Ræðumaður verður Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi og einn af stofnendum Siglfirðingafélagsins. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar til altaris ásamt Hólmfríði Ólafsdóttur djákna og Snævari Jóni Andréssyni guðfræðinema. Einsöng syngur Fjóla Nikulásdóttir við undirleik Gunnsteins Ólafssonar.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.