Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2015, Side 3

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - maj 2015, Side 3
3 Haldið var fjölmennt skíðagöngumót í Fljótum sl. páska með nærri 90 keppendum og er þetta næst fjölmennasta skíðagöngumót á landinu. Þetta er í annað skiptið sem mótið er haldið og verður það örugglega árlegur viðburður hér eftir, svo góðar voru viðtökur keppenda og gesta. Fljótamenn hafa komið myndarlega að þessu móti með ýmsum stuðningi og sjálfboðavinnu, að ógleymdu kaffi- samsætinu á lokahófi mótsins. Á þessu móti er lögð áhersla á að fá alla fjölskylduna til þátttöku og ekki síst börn. Aldur þátttakenda var frá 3ja- 83ja ára. Gestir komu víða að ekki aðeins frá Siglufirði, Fljótum og Ólafsfirði. Mótið fór fram í blíðskaparveðri eins og venja er í Fljótum. Genginn var 1km hjá yngstu börnunum og 5, 10, og 20 km í aldursflokkum kvenna og karla. Rásmarkið var rétt ofan við Ketilás og lágu brautirnar þar fyrir ofan út undir Lambanesás og inn í Holtsdal og síðan útundir Stórholt og Minnaholt áður en komið var í markið. Eftir göngu var keppendum boðið upp á veglegt kaffisamsæti Skíðagöngumót í Fljótum Skíðakempur: Trausti Sveinsson, Valtýr Sigurðsson og Sævar Birgisson. Lokahóf í Ketilási. Föngulegur hópur sigraði í 5 km göngu kvenna. Startið. Hart barist í lokahófi á Ketilási. Þar fór fram verðlaunaafhending og að auki veglegt happdrætti þar sem dregið var úr rásnúmerum keppenda. BZÁ

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.