Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2015, Page 8

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - May 2015, Page 8
8 Vildarvinir Siglufjarðar og Sigl- firðingafélagið hafa tekið höndum saman við gerð heimildamyndar um Siglufjörð 1918-2018. Ef öll plön ganga eftir er ætlunin að sýna hana á Siglufirði 20. maí 2018 en þá verður Siglufjarðarkaupstaður 100 ára og bærinn á einnig 200 ára verslunarafmæli. Hugmyndin um að minnast Siglu- fjarðar á þessum tímamótum er búin að vera lengi á sveimi í hugum þeirra sem standa að Vildarvinum Siglufjarðar. Fyrst með bók en hún þótti of dýr og tíminn of stuttur. Þá datt mönnum í hug að safna saman kvikmyndum þeirra sem áttu tökuvélar á Sigló og búa til mynd úr bútum af þessum mest filmaða bæ Íslandssögunnar. Skipuð var nefnd og í henni sitja Guðmundur Stefán Jónsson, Jónas Skúlason, Orri Vigfússon, Jónas Ragnarsson og Gunnar Trausti til að sjá um framkvæmdina. Á fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var snemma árs 2014 var ákveðið að ráða Árna Jörgensen sem framkvæmdastjóra yfir pródúktinu. Strax var farið í viðræður við kvikmyndagerðarmenn sem gætu haft yfirumsjón með framleiðslu myndarinnar þ.á m. Dúa Landmark og Friðrik Þór Friðriksson. Hugmynd hópsins er í fyrsta lagi að safna saman öllu því myndefni sem gæti komið að notum við gerð myndarinnar og viljum við því senda ákall til Siglfirðinga nær og fjær um að hafa samband við Árna (arnijorg@ gmail.com, sími 669 1327) eða nefndina og láta okkur í té filmur eða myndir. Við munum sjá um að skanna þær og síðan eftir samkomulagi skila þeim aftur ásamt myndunum í stafrænu formi eða koma þeim í geymslu í Kvikmyndasafni Íslands. Þar verða þær geymdar við bestu aðstæður og viðkomandi hefur alltaf aðgang að þeim. Þessi söfnun er tímafrek en við höfum þó í höndunum nokkrar myndir frá ættingjum þeirra sem tóku myndir en aðrar eru í safni Sjónvarpsins og Kvikmyndasafni Íslands og hefur forstöðumaður þess, Erlendur Sveinsson, verið verkefninu hliðhollur og hvetjandi. Til eru myndir í eigu manna sem ferðuðust um landið, tóku myndir og sýndu síðan afraksturinn ári seinna á sama stað og sýna þær bæjarbraginn. Siglufjörður var afar tíður viðkomustaður þeirra Ósvaldar Knudsen, Kjartans O. Bjarnasonar og Lofts Guðmundssonar. Eru þessar Heimildamynd um Siglufjörð 1918-2018 komin á fulla fart! Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið Siglfirskt verkafólk. Binna Jóns, Ingi Bald, Gunna í Leyningi, Dúddi Theu, Halla Jóhannsdóttir og Jóhannes Jósefsson. Yngri drengurinn er Gunnlaugur Jónasson og hinn er Jón Gunnlaugsson. Ljósm. Jónas Þ. Sigurðsson. Hugmynd hópsins er í fyrsta lagi að safna saman öllu því myndefni sem gæti komið að notum við gerð myndarinnar og viljum við því senda út ákall til Siglfirðinga nær og fjær um að hafa samband við Árna eða nefndina og láta okkur í té filmur eða myndir.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.