Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Síða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Síða 2
SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ - október 20152 Ágætu félagar. Núna er vetrarstarf Siglfirðinga- félagsins að hefjast, alltaf tilhlökkun til vetrarins með félaginu, skemmtilegur félagsskapur og nóg um að vera. Aðalfundur félagsins verður haldinn á Lækjarbrekku (Kornhlöðunni) þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:00. Þann 12. nóvember verður svo haldið hið vinsæla mynda- og upplestrarkvöld félagsins í Breiðfirðingabúð. Upplestur verður úr tveimur bókum. Ragnar Jónasson er með nýja bók fyrir þessi jól sem heitir Dimma og Rakel F. Björnsdóttir, formaður félagsins, þýddi snilldarbók sem heitir Þarmar með sjarma. Gunnar Trausti stýrir svo myndasýningu af sinni alkunnu snilld. Aðalbakarí á Siglufirði sendir okkur sírópskökur eins og undanfarin ár. Jólaballið verður, eins og venjulega, í KFUM&K salnum við Holtaveg klukkan 16:00 þann 27. desember. Stjórnin hefur ákveðið að bæta inn viðburði, kaffisamsæti fyrir heldrafólk í félaginu (50+) eða eins og segir í auglýsingunni Heldrafólksfélag. Að þessum viðburði standa formaður félagsins, Rakel F. Björnsdóttir, og hinn ástsæli Siglfirðingur og danskennari Heiðar Ástvaldsson. Samkoman verður á Café Catalínu í Kópavogi þriðjudaginn 12. janúar 2016. Þar verður einnig ljósmyndasýning Jóns Steinars Ragnarssonar sem á forsíðumyndina á blaðinu að þessu sinni. Tekið skal fram að myndin er samþykkt af auglýsingahönnuði hótelsins, Önnu Margréti Sigurðardóttur. Pub-quiz Siglfirðingafélagsins verður í mars 2016. Fjölskyldudagurinn verður svo haldinn í maí að venju í Grafarvogskirkju. Undirrituð skoðaði nýja hótelið á Siglufirði sl. sumar og frómt frá sagt er þetta glæsilegt hótel, allur aðbúnaður og umhverfi til fyrirmyndar. Árgangsmót voru á Siglufirði í sumar, veit undirrituð af 1945, 1955 og 1965 árgangi, og eru myndir og greinar með tveimur hér í blaðinu. Siglfirskir golfarar komu saman í ágúst sl. og héldu golfmót á Leirdalsvelli GKG, mótið var vel sótt af Siglfirðingum og velunnurum. Þar sem þetta er síðasta blaðið sem ég sé um fyrir Siglfirð- ingafélagið vil ég þakka öllum lesendum kærlega fyrir mörg mörg undanfarin ár. S. Jóna Hilmarsdóttir ÚTGEFANDI OG ÁBYRGÐ: SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ RITSTJÓRI: S. JÓNA HILMARSDÓTTIR SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ FR Á R IT ST JÓ RA FRÉTTABLAÐ SIGLFIRÐINGAFÉLAGSINS Aðalfundur 3. nóvember 2015 Siglfirðingafélagið heldur sinn árlega aðalfund á Lækjarbrekku (Kornhlöðunni) þriðjudaginn 3. nóvember nk. kl. 20:00. Siglfirðingafélagið hvetur alla velunnara félagsins til að mæta. Verður í sal KFUM&KFUK við Holtaveg sunnudaginn 27. desember 2015 kl. 16.00. Jólasveinninn kemur og gleður börnin. Fjörkálfarnir spila undir dansi kringum jólatréð og allir fá glaðning. Aðalfundur í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku) þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:00 Upplestrar- og myndakvöld í Breiðfirðingabúð 12. nóvember kl. 20:00 Jólaball í KFUM&K sunnudaginn 27. desember kl. 16:00 Heldrafólkskaffi á Café Catalínu í Kópavogi þriðjudaginn 12. janúar 2016 Pub-quiz undir stjórn Þóris Hákonarsonar í mars 2016. Fjölskyldudagurinn í Grafarvogskirkju 22. maí 2016 Jólaball Viðburða dagatal l l l l l l

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.