Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Side 4

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - okt. 2015, Side 4
4 SIGLFIRÐINGABLAÐIÐ - október 2015 Árgangsmót á Siglufirði uÓtrúlegt að þessir „krakkar“ sem byrjuðu saman í 6 ára bekk hjá Arnfinnu séu öll sextug á þessu ári ! Skemmtilegur hópur árgangs 1955 hittist á Siglufirði helgina 10.-12. júlí í sumar. Góð mæting var, við töldum 45 á skólaspjaldinu og þarna voru mættir 32 af þessum hópi auk maka. Við hittumst á föstudagskvöldinu á myndlistarsýningu hjá einum okkar, Ásmundi Jónssyni (Jóns og Soffíu á Nesi). Frábær sýning og allir léttir og kátir. Leó Óla bauð í partý á Aðalgötuna þar sem hann á íbúð. Þar var mikið fjör og mikið gaman, rifjuð upp ýmis spellvirki frá gömlu dögunum og hlegið að. Á laugar- deginum var hist í morgunverði í bakaríinu. Þaðan fór hópurinn og skoðaði barnaskólann. Skólastjórinn mætti og hringdi inn eins og í gamla daga, það var skemmtilegt og allir fóru í röð. Skrítið hvað allt hafði minnkað !!! Leikfimisalurinn allt í einu orðinn eitthvað svo lítill, við sem vorum óratíma að hlaupa eftir salnum endilöngum hérna áður fyrr. Röltum svo í rigningunni og skoðuðum ljósmyndavélasafn Steingríms Kristinssonar og Beco. Þar var vel tekið á móti okkur, fengum við sögu safnsins og skemmtilega myndasýningu. Oddfríður Jónsdóttir (Jóns og Ingu á Eyri) bauð okkur í garðinn til sín í Eyrargötuna upp á kaffi og kruðerí. Svo var arkað á fínasta hótel landsins, Hótel Sigló, og það skoðað. Um kvöldið hittust allir í sínu fínasta pússi í Bláa húsinu á myndlistarsýningu Ólínu Sigríðar Jóhannsdóttur (dóttir Tótu og Jóa), frábær sýning. Tveir myndlistarmenn sýndu þessa sömu helgi og bæði úr árgangi 1955. Í Bláa húsinu var snæddur kvöldverður og gamla skólahljóm- sveitin tróð upp. Tveir af meðlimum hennar eru því miður látnir, þeir Óttar Bjarnason og Þórhallur Benediktsson. Leó og félagar, Guðni Sveinsson, Viðar Jóhannsson og Haraldur Hjálmarsson héldu mannskapnum í svo miklu stuði að brúðkaupsgestir úr Rauða húsinu voru komnir yfir til að dansa. Ýmsar uppákomur voru um kvöldið, m.a. stóð einn upp sem er giftur einni úr okkar hópi og sagði frá því að þau hjónin hefðu verið gift í 40 ár, gott það en þá stóð annar upp úr okkar hópi og sagðist líka hafa verið giftur í 40 ár … bara ekki sömu konunni! Saumaklúbburinn úr Reykjavík söng skemmtilegar og sérsamdar vísur til árgangsins. Kosin var sérstök nefnd til að undirbúa hitting eftir fimm ár. Allir kvöddust svo um hádegi á sunnudag með myndatöku á kirkjutröppunum eins og siður er. Skemmtileg helgi og skemmtilegur félagsskapur. Takk fyrir mig. sjh 1955 Álfhildur Þormóðsdóttir og Þórður Þórðarson. Jónína Kristín Jónsdóttir, Halldóra Jónasdóttir og Gunnar Trausti. Saumaklúbburinn mætti í afmæli til Stellu Matthíasdóttur í október sl.

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.