Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 3

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 3
– fegrunará tak í Breiðholti Gerum okkur glaðan dag og tökum upp hanskann fyrir Reykjavík Reykjavík er falleg borg. En lengi getur gott batnað og þess vegna hefur borgarstjórnin búið til áætlun um fegrun Reykjavíkur. Áætlunin byggist á því að einbeita sér að einu hverfi borgarinnar í einu og virkja íbúa til að taka þátt í að fegra sitt nánasta umhverfi. Laugardaginn 22. júlí hefst átakið með fegrun Breiðholts þar sem íbúar munu ganga til liðs við borgarstarfs- menn og aðstoða þá við að snyrta hverfin, tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja torfur, hnýta net, kantskera, sópa og bæta girðingar. Allir, jafnt fyrirtæki, stofnanir sem og íbúar í Breiðholti, eru hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja. Hrein og fögur Reykjavík er metnaðarmál allra borgarbúa og nú er lag að láta hendur standa fram úr ermum. Dagskrá: Fegrun Breiðholts 22. júlí Átakið hefst á þremur stöðum á sama tíma, í neðra Breiðholti við Breiðholtsskóla, í Fella- og Hólahverfi við Breiðholtslaug við Austurberg og í Seljahverfi við Hólmasel. Kl.11.00 Kl. 16.00–17.00 Deginum lýkur svo á sömu stöðum þar sem fjölskyldur fagna vel heppnuðum degi. Boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.