Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 8

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 8
Við sem búum og störfum í Breiðholti erum flest sammála um að frá náttúrunnar hendi sé fallegt í Breiðholti. Neðra Breið- holtið kúrir undir brekkunni í góðu samspili við Elliðaárdal- inn. Landslag í Fella- og Hól- hverfi einkennist af sléttlendi og brekkubyggð. Seljahverfið stendur að miklu leyti í halla og er í góðu nágrenni við opin svæði. Útsýni yfir borgina, út á sjóinn og til Esjunnar og Akrafjallsins er óvíða betra en ofan úr Breiðholti. Eins og eðlilegt er í byggð sem stendur hátt og vítt er til allra átta þá getur vindurinn stundum blásið hressilega. Á liðnum árum hefur trjágróður tekið vel við sér í hverfinu og myndar nú gott skjól fyrir mannlíf og dýralíf. Á margan hátt hefur vel tekist til með skipulag hverfisins og stutt er að fara í vel gróin og skógivaxin opin svæði. Þar má nefna Elliðaárdalinn, brekkuna milli neðra og efra Breiðholts, svæðið fyrir ofan Seljahverfið og Seljadalinn. Elstu hverfi Breiðholtsins eru komin á fertugsaldurinn og því orðin vel gróin og íbúar hafa með mikilli eljusemi skipulagt lóðir sínar og flestir haldið þeim vel við. Þrátt fyrir fallegt landslag og víða gott skipulag þá eru til staðir í hverfinu okkar sem við þurfum að hugsa betur um. Of mikið er um að lóðum og mannvirkjum sé ekki vel viðhald- ið. Reykjavíkurborg á miklar eignir í Breiðholti sem og í öðrum hverfum. Borgin hefur metnað til að byggingar, götur og opin svæði séu í sem besta standi. Þrátt fyrir góðan hug borgaryfir- valda er víða þörf á að taka til hendinni. Nokkuð er um að við- hald bygginga og leiksvæða hafi setið á hakanum, þar sem áhersla hefur frekar verið lögð á nýbygg- ingar. Húsnæði og lóðir í einkaeigu, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði eru á ábyrgð eiganda sinna. Því miður má sjá ljóta bletti í hverfinu okkar, þar sem viðhald einkaeigna er ekki ásættanlegt og setur ljótan svip á næsta um- hverfi. Rekstaraðilar atvinnuhús- næðis þurfa á nokkrum stöðum að bindast samtökum og mála yfir veggjakrot og fegra sitt næsta umhverfi. Við sem búum og störfum í Breiðholti eigum ekki að sætta okkur við að í hverfinu séu staðir sem er svo illa gengið um að við viljum helst ekki af þeim vita. Við getum snúið þessari þróun við með hugarfarsbreytingu í þá átt að fegurra umhverfi skapi betra mannlíf. Við verðum öll að taka saman höndum og aðstoða hvert annað við að halda hverfinu okkar hreinu og snyrtilegu. Borgaryfirvöld hafa skorið upp herör gegn slæmri umgengni og sóðaskap í borginni og munu á næstu árum standa að fegruna- átaki í öllum hverfum. Við erum svo lánsöm hér í Breiðholtinu að fá að vera fyrsta hverfið í þessu átaki. Laugardag- inn 22. júlí mun verða fegrunar- dagur hér í Breiðholti þar sem borgarstarfsmenn, nemendur Vinnuskóla Reykjavíkur, félaga- samtök, íbúar og aðrir áhugasam- ir ætla að sameina krafta sína og fegra Breiðholtið. Auk þess að snyrta okkar eigin lóðir og næsta umhverfi þá ætl- um við að vinna fyrir hvert annað og hjálpast að við að fegra Breið- holtið. Settar verða upp þrjár stöðvar í hverfinu, við Breiðholtsskóla í neðra Breiðholti, við Breiðholts- laug í efra Breiðholti og við Hólmasel í Seljahverfi. Á þessum stöðvum söfnumst við saman kl. 11:00, fáum verkfæri, ruslapoka og annað sem til þarf, skiptum okkur niður á svæði undir góðri verkstjórn borgarstarfsmanna og hefjumst handa. Við munum snyrta opin svæði, tína rusl, hreinsa veggjakrot, legg- ja torfur, hnýta fótboltanet, kantskera, sópa og bæta girðing- ar svo dæmi séu tekin. Að loknu góðu dagsverki fögn- um við vel heppnuðum degi með því að koma saman kl. 16:00 til 17:00 á sömu stöðum, þar sem boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Til þess að dagurinn heppnist eins vel og vænst er til þá hvet ég alla íbúa og rekstraraðila í Breið- holti að taka höndum saman við borgaryfirvöld með það í huga að fegra Breiðholtið. Bjóðum ekki hvert öðru upp á illa hirt umhverfi og sóðaskap heldur sameinumst um að gera hverfið okkar Breiðholt fallegasta hverfi Reykjavíkur. JÚLÍ 20068 Breiðholtsblaðið borgar- blod.is Auglýsingasími: 511 1188 & 895 8298 Það var hún Bryndís Bjart- mars, frænka mín, vinkona og samstarfskona sem eiginlega krafðist þess að ég tæki til á - eða öllu heldur í náttborðinu mínu, og segði öðrum frá hvað þar er að finna. Þetta geri ég með ánægju, enda vor- og sumarhreingerning nauðsynleg þar sem annars staðar. Frá barnæsku hafa bækur verið stór hluti af lífi mínu. Það má jafn- vel kveða svo sterkt að orði að þær hafi verið alls ráðandi á stundum. Þegar ekki viðraði til útileikja valdi ég helst að hreiðra um mig með góða bók, nema ef svo heppilega vildi til að útvarpið sæi mér fyrir góðu leikriti eða sögu. Öll þessi afþreying fól í sér ímyndun. Útvarpsleikritið og sag- an lifnaði við í huga barnsins og á sama hátt urðu til heilu kvik- myndirnar við lestur góðrar barnabókar. Í dag er þessu því miður öðruvísi farið. Kvikmynd- irnar líða hjá á skjánum án þess að áhorfandinn skapi nokkuð af sjálfsdáðum. Allt er gefið. Sérlega finnst mér erfitt að sjá góða sögu- persónu, sem ég hef fullkomnað í huga mér, vera eyðilagða í kvik- mynd. Fyrir nokkrum árum hóf ég nám í ensku við Háskóla Íslands. Námið fól í sér meðal annars lest- ur og greiningu á helstu perlum enskra og amerískra bókmennta. Þetta hafði í för með sér óhemju lestur á örskotshraða. Ég minnist eins kennara míns sem sagði í upphafi vetrar: „Ef þið getið ekki lesið 60 blaðsíður á klukkustund þá hafið þið ekkert hingað að gera“. Ég drattaðist áfram með mínar 40 blaðsíður og komst á endapunkt í fyrra vetur. Þetta hafði þær afleiðingar að ég fékk eiginlega nokkurs konar „lesítis“ og hef verið að vinna úr því síðan. Sjúkdómseinkennin felast í því að byrja á bók, dæma hana ljóta og leiðinlega strax eftir 10 blaðsíður og fleygja frá sér. Jafnvel Mogginn fór ólesinn hjá. Þennan síðasta vetur hefur bat- inn komið smátt og smátt og ætla ég að gefa nokkra innsýn í þær bókmenntir sem færðu mér lækn- inguna. Náttborðið mitt er einkar lítið. Á borðplötunni kemst fyrir lampi, bók og gleraugun mín. Það skemmtilega við þetta borð er skúffan. Náttborðið mitt er eigin- lega ein stór skúffa og í henni kennir margra grasa. Þetta hefur verið safnskúffa fyrir allar þær bækur sem ég „ætla einhvern tím- ann“ að lesa og nú á vordögum hefur verið óðum að saxast á þennan stafla. Fyrst ber að nefna tvær bækur eftir bandaríska rithöfundinn Sue Monk Kidd. Sue Monk Kidd býr í suðurríkj- unum og þar er sögusvið bóka hennar. Ég las „The Secret Life of Bees“ af mikilli áfergju. Kidd hef- ur þessa undarlegu hæfileika, að koma hugsun sinni til skila á þann hátt að mann þyrstir í að vera leiddur áfram án þess að stoppa. „The Secret Life of Bees“ er þroskasaga ungrar stúlku, Lily, sem þarf að takast á við hrikaleg vandamál úr æsku sinni jafnframt því að sjá tilganginn í því að halda áfram. Þrátt fyrir þetta er bókin full af hlýju og ást á lífinu með öllum þess átökum, erfiðleik- um - og sigrum. Hin bókin eftir sama höfund heitir „The Mer- maid Chair“ og fjallar um konu á óræðum aldri sem hefur verið gift í 20 ár. Atburðir gerast þannig að hún neyðist til að taka skref út fyrir þessa vörðuðu lífsbraut og velta fyrir sér og skoða það sem liðið er, jafnframt því sem hún reynir að sjá hvernig hún getur stýrt skrefum sínum þannig að framtíðin geti ljáð lífinu tilgang. Í upphafi féll ég í þá gryfju að dæma þessa sögu sem hvurt ann- að amerískt kjaftæði. Eftir því sem leið á fann ég sjálfa mig í því að ganga um gólf og velta fyrir mér þeim sjónarmiðum og lífs- speki sem Sue Monk Kidd lagði fram í texta sínum. Allt í einu var söguþráðurinn orðinn aukaatriði. Sama verð ég að segja um „ The Alchemist“, sem er næsta bók í staflanum. Ég hef lesið nokkrar bækur eftir Paulo Coelho og eru þær hver með sínu nefi, þó hinn þungi undirtónn sé alltaf það ferðalag sem við leggjum upp í strax við fæðingu, þ.e. að finna okkar einstaka sess í tilverunni. Veronica Decides to Die, By the River Piedra I Sat Down and Wept og nú síðast The Alchemist, allar syngja þær sama tón: „Lífið er að óska þess nógu heitt“. Ég er viss um að fyrir hverjum og einum eru bækur Paulo Coelho persónuleg upplifun, svo framarlega sem ein- hver áhugi er á því að hugsa um og finna tilgang í lífinu en fljóta ekki sofandi að feigðarósi. Eftir lestur þessara bóka er svo komið hjá mér að rótið í sálartetr- inu er algjört. Til að lægja öldurn- ar er nóg fyrir mig að kíkja enn neðar í náttborðskúffuna þar sem margar góðar bækur bíða annað hvort eftir frumlestri eða eins og hin stórkostlega bók „Silmaril- lion“ eftir J.R.R.Tolkien sem, eftir „námslestur“ bíður nú „nammi- lestrar“. Eiginlega þarf maður að lesa Sil- marillion á undan Hringadróttins- sögu, því í henni skapar Tolkien sína undraveröld og flytur lesand- ann inn í ævintýraheim þeirra furðuvera sem byggja sögusvið Hringadróttinssögu. Það er eigin- lega nauðsynlegt að hafa skapað sér þessa umgjörð og að hafa tamið sér þessa hugsun Tolkiens þegar hafist er handa við að lesa alla þá trílógíu. Silmarillion er þung lesning og því hef ég í náttborðskúffunni einn gimstein sem alltaf er hægt að lesa kafla og kafla í til að létta hugann. Þetta er bókin „Winnie- the- Pooh“ eða „Bangsímon“ eftir hinn ástsæla breska höfund A.A.Milne. Mér er ógleymanlegt þegar ég hlustaði á Helgu Valtýs- dóttur lesa þessa sögu í eigin þýðingu í barnatíma útvarpsins fyrir hálfri öld eða svo. Eins og flestir vita er sagan um bangsann hans Christopher Robin og ævin- týrin sem hann lendir í með vin- um sínum. Í þessum sögum nær Milne að túlka þennan einfald- leika og einlægni sem býr í barns- hjartanu. Einlægni sem kemur manni ósjálfrátt til að brosa, rétt eins og þegar ömmustrákurinn minn segir eitthvað skondið! Ég fer nú að nálgast botninn á þessari merkilegu náttborðs- skúffu og á eiginlega aðeins tven- nt eftir. Annað er bókin „Thorsar- arnir“ sem hefur verið þarna síð- an á jólum. Ég hef lánað hana nokkrum sinnum á þessum tíma, en alltaf ratar hún aftur í skúff- una. Ég lít á það sem skyldu að lesa þessa bók þar sem hún fjall- ar um forfeður mína og áa en vandamálið er að ég hef svo lítinn áhuga á ævisögulestri. Ég verð þó að segja að eftir að hafa aðeins gluggað í fyrstu blaðsíðurnar þá kemur í ljós að þessi bók eftir Guðmund Magnússon virðist mjög skemmtilega skrifuð og ber ekki keim þessara dæmigerðu ævisagna. Hvur veit, kannski kynnist maður nýrri hlið á Thor Jensen? Á skúffubotninum er merkileg- ur gripur sem mér áskotnaðist fyrir nokkrum árum. Ferjuþulur, rím við bláa strönd, geisladiskur þar sem Valgarður Egilsson, læknir og leikritaskáld, les eigið ljóð eða þulu, af för sinni með ferjunni upp á Skaga. Í bakgrunn má heyra þungan sjávarnið og fuglagarg. Þetta er áhrifamikil saga og lesturinn frábær, eins og allt sem Valgarður gerir. Í sumar ætla ég að einbeita mér að léttmeti og glæpasögum, sem ég hef alveg trassað undanfarið. Helst langar mig að leita í smiðju þeirra íslensku glæpasagnahöf- unda sem þykja hvað bestir. Ég hef gert nokkrar tilraunir og byrj- að á bókum þeirra höfunda sem prýða toppsæti vinsældarlist- anna, en alltaf gefist upp. Kannski „Lesítis“ um að kenna, en nú stendur það allt til bóta. Þó að Örn Gústafsson, forstjóri, sé mikill athafnamaður hef ég heyrt að hann gefi sér alltaf tíma til að lesa góða bók. Mig langar því að skora á Örn að segja okkur frá því hvað leynist á náttborðinu hans. Hvaða bók/bækur ertu að lesa? Elín Ásta Hallgrímsson. Ragnar Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts, skrifar: Fegrunarátak 22. júlí Ragnar Þorsteinsson. Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri byggingu leikskólans Álftaborgar 21. júní síðastliðinn. Nýja húsið mun rísa á lóðinni við hlið gamla leikskólans og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið næsta vetur. Skóflustungan var samvinnu- verkefni barnanna í leikskólanum og Kolbrúnar Vigfúsdóttur frá Menntasviði, sem einnig er fyrr- verandi leikskólastjóri á Álfta- borg. Að skóflustungunni lokinni var boðið upp á kaffi og köku í til- efni dagsins. Á myndinni eru börn af Álftaborg að hjálpast að við að taka skóflustungu ásamt þeim Helgu Hansdóttur aðstoðarleikskólastjóra, Berglindi Agnarsdóttur leikskólastjóra og Kolbrúnu Vigfúsdóttur frá Menntasviði. Ný Álftaborg

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.