Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 12

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 12
Málefni eldri borgara, lækkun leikskólagjalda, fleiri lóðir og fegrunarátak er á meðal þess sem nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkurborgar leggur áherslu á að unnið verði að á næstunni. Hugsum stórt, horfum langt og byrjum strax er yfirskrift þeirra málefnaáherslna sem lagðar hafa verið fram. Þar segir m.a. að hefja eigi undirbúning að bygg- ingu 300 nýrra leigu og þjónustuí- búða fyrir aldraða á kjörtímabil- inu. Áætlað er að bæta heima- þjónustu og fjölga dagvistarrým- um auk þess sem samráðshópur um málefni eldri borgara er að taka til starfa. Lækkun leikskólagjalda og samningar við dagfor- eldra Af áherslum í fjölskyldumálum má nefna lækkun leikskólagjalda um 25% 1. september næst kom- andi auk þess sem eitt fjölskyldu- gjald verður tekið í notkun. Þá er áformað að efna til viðræðna við ríkisvaldið um mögulega þátt- töku í fjármögnun á frekari lækk- un leikskólagjalda. Ætlunin er að leita leiða til að brúa bilið frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskóli hefst og að ganga til samninga við dagforeldra um stuðning til að tryggja framboð þjónustu þeirra. Hefja á undir- búning að stofnun smábarna- deilda við minnst einn leikskóla í hverju hverfi og gefa á öllum börnum á grunnskólastigi kost á frístundakorti í framhaldi af við- ræðum við íþróttafélög og félaga- samtök um tilhögun þess hvernig börnin notfæri sér kortin. Þá er ákveðið að leggja fram fram- kvæmdaáætlun um samræmingu skóla- og tómstundastarfs strax í haust. Útideild aftur til starfa Hefja á viðræður við lögreglu- yfirvöld um aukið öryggi í borg- inni í sumar með það fyrir augum að útideild taki aftur til starfa og áhersla á forvarnir verði aukin. Vinna á áætlun um endurbætur á öllum skólalóðum og á hún að liggja fyrir þegar á komandi hausti. Þá er áformað að grunn- skólum í borginni og foreldrafé- lögum verði kynntir kostir þess að taka upp skólafatnað til þess að efla samstöðu, draga úr einelti og mismunun vegna efnahags. Aukið framboð og fjölbreytni lóða Strax á að hefjast handa við að auka framboð og fjölbreytni lóða og leggja sérstaka áherslu á lóðir fyrir sérbýli. Einnig á að hefja vinnu við skipulag nýrra hverfa; í Geldinganesi, Úlfarsfelli, Örfirisey og í Vatnsmýri. Afnema á uppboð á lóðum sem almenna reglu í ný- byggingarhverfum og gert er ráð fyrir að áætlun um uppbyggingu í miðborginni liggi fyrir á komandi hausti. Ákvörðun í flugvallar- málinu á kjörtímabilinu Hvað stóru verkefnin varðar þá er gert ráð fyrir að ákvörðun um framtíðarstaðsetningu innan- landsflugvallar verði tekin á kjör- tímabilinu og lega Sundabrautar verði ákveðin á þessu ári og hönnun vegarins og framkvæmd- ir geti hafist í kjölfarið. Fyrirhug- að er að ljúka byggingu mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýr- arbrautar og Miklabrautar á kjör- tímabilinu. Hreinsun og ókeypis í strætó Við þetta má bæta að hefja á hreinsunar- og fegrunarátak í hverfum borgarinnar nú í júlí og að aðgerðir verði hafnar til að fjölga tækifærum íbúa til útivistar í borginni hefjast strax í sumar. Þá er áformað að gerð verði til- raun til að efla almenningssam- göngur með ókeypis strætóferð- um fyrir tiltekna hópa. JÚLÍ 200612 Breiðholtsblaðið Smiðjuvegi Hér er ég! Áhersla lögð á unga og aldna Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri. Reykjavíkurflugvöllur séður úr Perlunni. Gert ráð fyrir að ákvörðun um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar verði tekin á kjör- tímabilinu. Uppbygging strandbyggða og miðborgar er á verkefnalista nýs borgarstjórnarmeirihluta. Þarna sést úr Ánanaustum í átt að Mýrar- götu þar sem breyta á iðnaðarsvæði í íbúðabyggð. Úr Geldingarnesi þar sem fyrirhugað er að næsta borgarhverfi muni rísa. Golfkennsla Nökkvi Gunnarsson Meðlimur hjá USGTF og IPGA UNITED STATES GOLF TEACHERS FEDERATION Einkakennsla og hópar Upplýsingar í síma 893 4022 Netsaga.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.