Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 4

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 4
JÚLÍ 20064 Breiðholtsblaðið V I Ð T A L I Ð Gísli Jónsson segist löngu orðinn Breiðhyltingur. Hann spjallar um hverfið sitt og starf í samtali við Breiðholtsblaðið en hann hefur rekið flutningafyrir- tækið Krók um eins og hálfs áratugar skeið, lengst af ásamt félaga sínum en nú einn. Gísli hefur í störf- um sínum komið að mörg- um umferðaróhöppum og segir að hraði í umferðinni og hraði í þjóðfélaginu fari saman. Þenslan auki hætt- urnar í umferðinni. Var feginn að komast til baka Gísli Jónsson, framkvæmda- stjóri flutningafyrirtækisins Króks, segist ekki vera frumbýl- ingur í Breiðholtinu þótt hann hafi alið aldur sinn þar að mestu leyti eftir að hann komst á fullorð- insár. Hann er ættaður úr Gríms- nesinu og fluttist þaðan til Reykja- víkur á 18. ári. En síðan kveðst Gísli hafa flust tímabundið í Vest- urbæinn þegar hann hóf búskap með eiginkonu sinni. „Ég tolldi þar í ein tvö ár en fór þá aftur hingað uppeftir og hef búið í Breiðholtinu síðan. Ég er því löngu orðin Breiðhyltingur þótt ég sé að uppruna sveitamaður úr Grímsnesinu.“ Gísli kveðst hafa orðið feginn þegar hann komst til baka í Breiðholtið en var það kon- an sem dró hann vestur í bæ. „Nei hún er nú reyndar gamall Breiðholtsbúi. Hafði alist upp í Fellahverfinu og var því miklu meiri frumbýlingur en ég. Og ég held að hún hafi verið jafn fegin að komast til baka. Ég þurfti því ekkert að draga hana uppeftir. Það voru samantektin ráð okkar að flytja til baka. Síðan má segja að við höfum verið naglföst í hverfinu.“ Gísli segir að fyrir nokkrum árum hafi hann þó staðið frammi fyrir þeim vanda að þurfa e.t.v. að flytja úr hverfinu. „Við bjuggum í Bökkunum og þegar fjölskyldan stækkaði þurftum við á stærra húsnæði að halda eins og gengur. En vandinn var sá að lítið er um stærra húsnæði að ræða en fjög- urra herbergja íbúðir á þessu svæði. Svo fréttum við af húsi sem væri til sölu niðri í Stekkja- hverfi og það bjargaði okkur. Við þurftum ekki að fara langt.“ Krókur í einn og hálfan áratug Gísli fór snemma að fást við flutninga. Vinnufélagi hans Rúdólf Jóhannsson stofnaði flutningafyr- irtækið Krók árið 1987 og fjórum árum síðar eða um sama leyti og fyrirtækið tók við flutningum fyrir tryggingafélögin kom Gísli inn í reksturinn með honum af fullum krafti. Þeir ráku Krókinn síðan saman allt þar til um síðustu mánaðamót að Gísli tók alfarið við rekstrinum. Um svipað leyti flutti hann starfsemina upp í Flugumýri í Mosfellsbæ en þá höfðu þeir verið búnir að leita að hentugu atvinnuhúsnæði um skeið. „Þetta eru því tímamót fyr- ir mig í tvennum skilningi í sögu fyrirtækisins.“ Gísli segir að þótt þeir hafi tek- ið að sér flutninga fyrir trygginga- félögin þá sinni fyrirtækið margs- konar flutningum - ekki síst fyrir bílaumboðin og bílaleigur enda fyrirtækið sérhæft í flutningi bif- reiða. Hann segir þó ekki mikið um að nýir bílar séu fluttir á stór- um vögnum út um land eins og tíðkist víða erlendis en bílaleig- urnar notfæri sér þó slíka þjón- ustu að nokkru og einnig sé tals- vert um flutninga á bílum til og frá verkstæðum.“ Skemmtilegur tími hjá Jarðborunum En hvernig báru kynni þeirra Gísla og Rúdólfs að sem leiddi til þess að þeir ráku saman fyrirtæki í svo langan tíma. „Við höfðum verið vinnufélagar um tíma. Við störfuðum hjá Jarðborunum ríkis- ins eins og fyrirtækið hét á með- an það var í opinberri eigu og kallað ríkisfyrirtæki B sem þýddi ríkisfyrirtæki sem stóð undir eig- in rekstri og var rekið eins og einkafyrirtæki að því leyti. Við fórum saman viða um land eink- um þar sem Orkustofnun var að leita eftir jarðhita og þar sem unnið var að rannsóknum vegna fyrirhugaðra virkjanafram- kvæmda. Við fengum því ýmsa nasasjón af stóriðjustefnunni í gegnum árin“ Gísli segist hafa verið mikið við boranir á Blöndu- svæðinu og á Þjórsársvæðinu og einnig komið upp á Fljótsdals- heiði þar sem Kárahnjúkavirkjun var síðan byggð. Við eigum því ýmsar borholur út um land,“ seg- ir Gísli og kveður þetta hafa verið skemmtilega tíma. „Maður fór víða um og kynntist bæði landinu og einnig mörgu af góðu fólki. Ég væri hins vegar ekki spenntur fyr- ir vinnu af þessu tagi í dag. En þetta var gaman þegar maður var ungur.“ Mikið um vinnuvélaflutninga En aftur að flutningastarfsem- inni. Hefur hún breyst mikið í gegnum tíðina. Það er orðin frem- ur óvenjuleg sjón að sjá bíla dreg- na þótt það beri öðru hvort enn fyrir augu. „Hún hefur breyst mik- ið. Það eru komin allt önnur tæki til sögunnar en áður voru notið við þessa flutninga. Mesta breyt- ingin felst í því að nú er nánast eingöngu farið að nota pallbíla við þessa flutninga þótt aðstæður geti verið þannig að notast verið við gamla lagið og draga bíla. Hins vegar verður alltaf minna og minna um slíka flutninga. Margir bílar eru sjálfskiptir eða sídrifnir sem gerir drátt erfiðari og vax- andi umferð á líka þátt í því að stöðugt verður erfiðara að flytja bíla með þeim hætti.“ Gísli segir að bílaflutningurinn eigi ekki beinan þátt í vaxandi starfsemi fyrirtækisins þótt hann hafi vissulega aukist með meiri bílaeign. „Við erum líka farnir að flytja vinnuvélar og þá einkum smærri vélar og tæki sem iðnað- armenn þurfa að fara með á milli vinnustaða. Tímarnir eru breyttir t.d. í byggingaiðnaðinum. Nú ger- ir tæpast neinn neitt utanhúss án þess að nota vinnulyftu. Tæpast er skipt um peru án þess að taka vinnulyftu með sér. Þetta getur vissulega borgað sig. Ég get nefnt rafvirkja sem dæmi sem fer og skiptir um perur í heilu húsi. Þá getur einn maður með vinnulyftu afgreitt málið á stuttum tíma í stað tveggja eða þriggja með vinnupalla. Á sama hátt mokar enginn upp úr skurði með skóflu í dag. Litlar gröfur og „bobcatar“ eru notaðar við léttari jarðvega- framkvæmdir, t.d. við frágang á lóðum. Vinnulyfturnar hafa dreg- ið mjög úr timbursmíði vegna minni háttar viðgerða og lagfær- inga og þetta sparar bæði tíma og fjármuni. Sambærilega sögu má segja um jarðvegstækin. Og þá nýtist þessi flutningatækni, sem við höfum verið að koma okkur upp til þess að flytja bíla til vinnu- vélaflutninga. Þessar breytingar hafa kallað á nýja þjónustu sem ekki var þörf fyrir áður. Við höf- um aftur á móti ekki farið inn á þá braut að flytja stærri vélar og tæki. Ekki tæki á borð við þau sem notuð eru við jarðboranir og virkjanagerð,“ segir Gísli og minn- ist gömlu daganna á fjöllum og á öðrum virkjunarsvæðum. Ekki farið í hreinsunar- störf eða bílarif Gísli segir að ekki sé lengur hægt að tengja hugtakið Krókur eingöngu við skemmda bíla. „Þetta var kannski ekki óeðlileg tenging á sínum tíma vegna þess að þessi þjónusta var það stór hluti af vinnu okkar um árabil en það hefur breyst mikið.“ Gísli seg- ir að ef hann horfi á veltutölur úr rekstri fyrirtækisins þá sé trygg- ingaþjónustan einungis um 25% eða um fjórðungur af heildarum- svifunum. Framtíðin á þessum markaði er einnig óljós. Eftir að samningur tryggingafélaganna við Krók rann út um síðustu mánaða- mót hefur þessi þjónusta ekki verið boðin út að nýju m.a. vegna athugasemda samkeppnisyfir- valda um hvort rétt væri út frá samkeppnissjónarmiði að bjóða þessi verk út í einu útboði þar sem um fleiri en einn verkaup- anda er að ræða. Gísli segir að- eins tvö fyrirtæki hafa sinnt þess- um flutningamarkaði að einhverju ráði. Hitt fyrirtækið er Vaka sem hefur starfað með nokkuð öðrum hætti og sinnt öðrum verkefnum. „Þeir hafa unnið meira að um- hverfismálum, t.d. með hreinsun á ónýtum og afskráðum bílum og móttöku á brotajárni. Þótt við höfum annast flutning á tjónabíl- um þá höfum ekki farið út í hreinsunarstarf eða niðurrif á bíl- um. Þetta er alltaf spurning um hverskonar starfsemi á að blanda saman. Við megum ekki horfa ein- göngu á afkomuhliðina við verð- um einnig að huga aðeins að sið- ferðislegu hliðinni. Partasalarnir eru að koma hingað og bjóða í bíla hjá okkur og það liti ekki vel út frá siðferðislegu sjónarmiði ef við værum að keppa við þá á varahlutamarkaðnum. Við höfum því látið þá hluti vera.“ Ótrúlegt hversu fólk sleppur oft vel Gísli og starfsmenn hans hafa komið að ýmsu í vinnu sinni fyrir tryggingafélögin í gegnum tíðina. Þeir hafa farið á staði þar sem slys og óhöpp hafa orðið til þess að ná í misjafnlega útleikin öku- tæki og þannig fylgst með um- ferðamenningunni og hvaða breytingum hún hefur tekið í gegnum árin. Hann segir aðkomu að slíku misjafna og sumt líði seint úr minni. „Þegar við komum á slysstaði þá er öllu jöfnu allt fólk farið þannig að við sjáum ekki þar versta. Það lendir á sjúkraflutningsmönnum og lög- reglu og þeir eiga örugglega oft erfiðara en við á slíkum stundum en við, þótt við komumst ekki hjá því að upplifa aðstæður að nokkru leyti. Vissulega sjóast menn í þessu eins og öðru en sumt venst aldrei til fulls. Afdrif fólks leitar alltaf á hugann þótt maður sjái bara aðstæðurnar og umgjörðina en ekki fólkið sjálft sem hefur orðið fyrir óhöppun- um.“ Gísli segir að miðað við útlit bíla, sem orðið hafa illa úti í um- ferðaróhöppum, þá sé oft ótrú- legt hversu vel fólk sleppi og meiðsli séu ekki meiri eða alvar- legri en ætla mætti. Ég hef komið að bílum þannig útlítandi að efast hefði mátt um að nokkur hefði sloppið lifandi en fólk þó aðeins hlotið minniháttar meiðsli eða skrámur. Það hefur komið mér mest á óvart í störfum mínum fyr- ir tryggingafélögin að sjá hversu fólk hefur oft sloppið ótrúlega vel úr mjög illa leiknum bílum.“ Hefur þetta breyst. Koma bílar verr útleiknir í dag en áður? Megin breytingin felast í því að bílar eru mun öruggari í dag en áður. Öll hönnun bíla hefur breyst mikið með það að mark- miði að vernda fólk þegar óhöpp ber að garði. Við það má síðan bæta atriðum eins og aukinni notkun öryggisbelta og loftpúð- unum sem eru í flestum yngri bíl- um. Þeir auka öryggið mikið.“ Gísli segir að margt bendi til þess að bilið á milli heilsutjóns á fólki og hefðbundins eignatjóns í um- ferðaróhöppum hafi vaxið. Bílarn- ir verndi fólk betur en áður. Á móti þessu komi hins vegar að með betri bílum og einkum bætt- um vegum þá aukist ökuhraðinn. Engin spurning sé um að mun verr útleiknir bílar komi úr óhöppum á þjóðvegunum en úr þéttbýlisumferðinni. Þar skipti ökuhraðinn meginmáli. „Mín reynsla er sú eftir að hafa sinnt þessum málum um árabil að forð- ast hefði mátt mjög mörg þau tjón sem við höfum komið að í gegnum árin hefði hraðinn verið minni. Flest stærri óhappa og tjóna sem orðið hafa á þjóðveg- unum má með beinum hætti rekja til örkuhraða miðað við aðstæð- ur. Hraðinn er stærsti ógnvaldur- inn í umferðinni og með því að ná honum niður má draga verulega úr óhöppum og tjónum á öku- tækjum og fólki.“ Þenslan eykur hætturnar í umferðinni Og Gísli heldur áfram að velta orsökum umferðaróhappa fyrir sér. „Þegar mikill uppgangur er í atvinnu- og efnahagslífinu eins og verið hefur að undanförnu þá kemur það fram í umferðinni. Fólk ekur meira. Meira álag er á mörgum. Fólk leggur e.t.v. ekki eins upp úr að fara vel með ökutæki sín þegar auðveldara er að endurnýja þau. Þegar kreppir að þá fer fólk að spara bíla og eldsneyti. Börnin fá minna að keyra og minna verður um kvöldakstur og annan akstur sem ekki tilheyrir brýnum dagsverk- um. Fólk fer sjaldnar í langferðir út á land. Það dregur úr umferð- inni sem kemur fram í færri óhöppum. Umferðin og umferðar- menningin fylgir því að nokkru leyti taktinum í þjóðfélaginu þannig að þenslan eykur hættuna á óhöppunum. Það er engin spurning,“ segir Gísli Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Króks að lokum. Þenslan eykur hætturnar í umferðinni Gísli Jónsson við einn bíla fyrirtækisins.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.