Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 14
Á hverju sumri taka unglingar úr Breiðholti þátt í starfi Vinnu- skóla Reykjavíkur. Störf þeirra eru margvísleg og sinna þeir flest- ir ýmiss konar fegrun á borgar- landinu svo og í Heiðmörkinni. Í ár eru nokkur sprotaverkefni í gangi innan Vinnuskólans en svo kallast nýsköpunarverkefni skól- ans. Eitt þessara verkefna er svo- kallaður umhverfishópur sem staðsettur er í Félagsmiðstöðinni Miðbergi. Í hópnum er nemendur víðs vegar að úr Breiðholtinu og sáu grunnskólarnir í hverfinu um að tilnefna þrjá til fjóra áhuga- sama nemendur í hópinn. Mið- berg leggur til húsnæði og að- stöðu fyrir hópinn, enda er hér um að ræða samstarfsverkefni Vinnuskólans, félagsmiðstöðvar- innar og Þjónustumiðstöðvarinn- ar í Breiðholti. Að stuðla að bættu Breiðholti Markmið verkefnisins er að gefa hópnum færi á að taka ábyrgð á umhverfi sínu og koma með tillögur til úrbóta og brydda um leið upp á skemmtilegum nýj- ungum. Í þessu augnamiði hefur hópurinn samráð við ráðandi að- ila í hverfinu um heilladrjúgar að- gerðir í umhverfismálum Breið- holtsins. Hópurinn á samstarf við Þjónustumiðstöð Breiðholts og í sameiningu vinna þessir aðilar að bættu umhverfi í íbúðarhverfinu. Tilkoma umhverfishópsins rímar afar vel við hreinsunarátak borg- arstjórnar, enda er markmið beggja aðila að stuðla að bættu Breiðholti. Á dögunum heimsótti Gísli Marteinn Baldursson, for- maður Umhverfisráðs Reykjavík- ur, hópinn í starfsaðstöðu hans í Miðbergi og hlýddi á hugmyndir krakkanna. Á fundinum spunnust fjörugar umræður um hvað betur mætti fara í ásýnd hverfisins og féll Gísli vel inn í hópinn, enda fæddur og uppalinn í Efra-Breið- holti. Í lok fundar bauð hann hópnum að koma til fundar við Umhverfisráð til að kynna hug- myndir sínar og var sá fundur haldinn hinn 12. júní. Einkennislitur í stað drunga og grámyglu Viðfangsefni hópsins hafa verið af ýmsum toga. Fyrstu dagana unnu nemendur ákveðna hug- myndavinnu um hverju þeir vilja breyta varðandi ásýnd hverfisins. Það var samdóma álit krakkanna að þeim þætti of mikil drungi og grámygla einkenna marga staði í Breiðholti. Þeir voru sammála um að eitthvað þyrfti að gera varð- andi umhverfið við Arnarbakka og í grennd við skátaheimilið við Gerðuberg. Til að draga úr þess- ari grámósku í hverfinu vilja nem- endur auka litafjölbreytni og sem dæmi má nefna vilja þeir velja ákveðinn einkennislit fyrir hverfið sem nota mætti á lokunarhlið gatna, tengikassa, ruslakassa, í undirgöngum og ef til vill á fleiri stöðum. Nemendurnir voru mjög óánægðir með útlit undirgangna sem flest voru máluð í gráum lit sem siðan þakinn öðrum gráum lit til að mála yfir veggjakrot. Hug- mynd krakkanna er sú að hvert borgarhverfi Reykjavíkur eigi sér ákveðinn einkennislit. Ljóst er að ekki er samstaða innan borgar- kerfisins um allar þessar hug- myndir, en það er von unga fólks- ins að hugmyndir þeirra verði vís- ir að einhverri breytingu, og hafa kjörnir fulltrúar borgarinnar sýnt hugmyndunum mikinn áhuga. Bekkjarsmíði úr íslenskum viði Auk þessarar hugmyndavinnu sinna krakarnir í hópnum hefð- bundnum vinnuskólaverkum eins og snyrtingu og umhirðu opinna svæða. Einnig hafa þeir fengist við bekkjasmíði úr íslenskum viði sem fenginn er úr Heiðmörk og er ætlunin að smíða bekki sem stað- settir verða í Elliðaárdalnum. Það er gaman að vita til þess að rúm- lega hálfri öld eftir að skipulögð skógrækt hófst innan borgar- landsins, sé komið hráefni sem nýta má til smíði ýmissa nytja- hluta að stórum hluta unnin af nemendum Vinnuskólans. Hver veit nema ömmur og afar ein- hverra þeirra sem að bekkjasmíð- inni koma hafi plantað trjánum í árdaga Vinnuskólans. Lóð á vogaskál Að lokum er rétt að geta þess að ef gengið er eftir stígnum niður í Grænugróf í Elliðaárdal má sjá falleg blómaker á honum sem gerð eru úr gömlum öskutunnum sem skornar hafa verið í tvennt. Þessar tunnur eru fallega málaðar af krökkunum og í þær hafa verið sett litrík sumarblóm. Markmiðið með gerð þessara kera er að lífga upp á hverfið og brjóta þannig upp þá grámyglulegu áru sem að mati margra hefur legið líkt og mara yfir Breiðholtinu. Það er von nemendanna í umhverfis- hópnum að með tillögum sínum leggi þau sitt lóð á vogarskálarnir til þess að draumurinn um betra Breiðholt megi verða að veru- leika. Það er einnig von þeirra sem standa að umhverfishópnum að verkefninu verði haldið áfram á næsta ári og þannig náist að virkja þann mikla mannauð sem býr í yngstu kynslóðinni í hverfinu. JÚLÍ 200614 Breiðholtsblaðið Guðjón Ragnar Jónasson skrifar: Að stuðla að bættu Breiðholti Umhverfishópurinn í Miðbergi tilbúinn í slaginn við að gera gott Breiðholtshverfi betra. Jákvæð tákn á borð við fána, blóm og umhverfisvæna liti eru áberandi.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.