Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 18
Hafliði Örn Ólafsson lauk nú á dögunum grunnskólaprófi sínu úr Hólabrekkuskóla. Hann gerði það sem fáum tekst og kláraði grunnskólanum á níu árum í stað þeirra hefðbundnu tíu ára sem tekur að klára grunnskól- ann. Hann er mjög vel liðinn af kennurum og samnemendum sínum og hann hlaut einnig þann heiður að vera tilnefndur af kennurum Hólabrekkuskóla til hinna árlegu nemendaverð- launa Menntaráðs Reykjavíkur. Hann hefur tekið þátt í ýmsum skólakeppnum þar á meðal stærðfræðikeppnum og spurn- ingakeppninni Nema hvað. Þeg- ar Hafliði er ekki að læra er hann að keppa í keilu og hann hefur náð stórkostlegum árangri í keilu, varð Íslandsmeistari í opnum flokki með forgjöf og ein- nig með unglingaliðinu. Í sumar er Hafliði að vinna í bakaríi og ætlar svo að hefja nám í hag- fræði - og viðskiptafræðibraut í Verzlunarskóla Íslands. En nú í stutt spjall við Hafliða: - Hvernig tókst þér að klára skól- ann á níu árum? „Ég kláraði 10. bekk utan skóla. Ég fékk hugmyndina í 8. bekk þeg- ar stærðfræðikennarinn minn spurði mig hvort ég vildi taka samræmt próf í stærðfræði í 9. bekk í stað 10. bekkjar. Ég féllst á það og byrjaði strax að vinna hraðar en hinir. Þegar ég byrjaði í 9. bekk spurði enskukennarinn minn, sem jafnframt var umsjón- arkennarinn minn, hvort ég vildi bæta við ensku samræmdu prófi í 9. bekk. Þá fór ég að hugsa um hvort ég ætti ekki bara að taka öll prófin. Þessi ákvörðun var tekin í nóvember. Ég þurfti að fá leyfi frá fagstjórum í hverju fagi fyrir sig, umsjónarkennaranum, skóla- stjórnendum og menntamála- ráðuneytinu. Þegar ég hafði feng- ið leyfi hjá öllum þessum aðilum þá gat ég byrjað. Ég fékk bækurn- ar sem ég þurfti að lesa frá kenn- urum og líka mikið af glósum úr tímum. Ég sat í 9. bekk og las námsefni 10. bekkjar heima við. Seinnihluta vetrar æfði ég mig á gömlum samræmdum prófum sem pabbi prentaði út fyrir mig af netinu en ég fékk mikinn stuðning frá foreldrum mínum. Svo tók ég öll samræmdu prófin og vorpróf- in með 10. bekk. Þetta gekk allt mjög vel.“ - Varstu orðin langþreyttur á skólanum? „Já, ég var orðin frekar þreyttur á skólanum eftir alla þessa vinnu, og aðalega þreyttur í huganum og andlega. Ég vann mikið bæði í skólanum og einnig heima við. Ég fékk samt smá tíma til að hvíla hugann þegar ég fór á keiluæfing- ar en það er mitt helsta áhuga- mál.“ - Hvað hélt þér gangandi? „Hugsunin um það, þegar þetta væri yfirstaðið og að þurfa ekki að vera í 10. bekk. Ég hlakkaði einnig mikið til að komast í sum- arfrí. En samt reyndi ég oftast að hugsa jákvætt og reyna að hafa gaman af en það tókst ekki alveg alltaf.“ - Fannstu fyrir einhverju mótlæti eða öfundsýki frá samnemendum þínum? „Nei, ég fann frekar fyrir stuðn- ingi heldur en öfund. Sumir sögðu reyndar að ég væri algjört „nörd“ að nenna þessu og spurðu mig hvernig ég tímdi að sleppa 10. bekk. Fyrir tveimur vikum þá hitti ég einn af þeim sem spurði mig á sínum tíma hvort ég héldi ekki að ég væri að missa af miklu við að sleppa 10. bekk. Núna sagði hann að ég væri heppinn að þurfa ekki að fara í 10. bekk.“ - Ætlarðu beint í nám eftir sum- arfríið, ef já, hvert og hvað stefn- irðu á að læra? „Já, ég er búinn að fá aðgang að hagræði- viðskiptabraut í Versl- unarskóla Íslands. Ég sótti um hann sem aðalskóla og komst inn þar. Yfir 700 nemendur sóttu um og aðeins 360 komust inn. Ég sótti um Menntaskólann Hrað- braut, Menntaskóla Reykjavíkur og Menntaskólann við Sund til vara. Ég stefni að því að læra lög- fræði við Háskólann í Reykjavík þegar að námi mínu í Verzlunar- skólanum líkur.“ - Ætlarðu einnig að reyna að ljúka Menntaskólanum á styttri tíma? „Ég sótti um þriggja ára nám en sú braut var felld niður vegna lít- illar þátttöku. Ég mun þessvegna klára menntaskólann á fjórum árum eins og venjan er. Það er líka allt í lagi að taka því rólega og vera á sama hraða og hinir.“ - Áttirðu þér eitthvað uppáhalds fag í grunnskóla? „Já, mér hefur alltaf fundist langskemmtilegast í raunvísinda- greinum, stærðfræði og ensku. Mér hefur ávallt gengið vel í þess- um fögum og voru þetta mín bestu fög á samræmdu prófun- um. Ég hef einnig mikinn áhuga á störnufræði og fylgist með stjörn- unum þegar heiðskýrt er, í stjörnukíki sem ég fékk í jólagjöf.“ - Hvað ertu búin að gera í sumar- fríinu? „Ég er búinn að vera að vinna í Breiðholtsbakaríi síðan skólinn kláraðist og líður mér mjög vel þar. Ég hef líka ferðast um Ísland með fjölskyldunni um helgar. Ég hef einnig verið mikið að æfa með afrekshópi ÍR í keilu og er að fara til Hollands 26. júlí að keppa. Ég er búinn að æfa keilu í fjögur ár og í vetur varð ég Íslandsmeistari í keilu bæði í opnum flokki ein- staklinga með forgjöf og í ung- lingaliði með ÍR.“ - Hvar sérðu þig eftir 10 ár? „Ég sé mig sem 25 ára nýút- skrifaðan lögfræðing að velja úr atvinnutilboðum.“ Hafliði Örn er ungur drengur á hraðri uppleið í lífinu. Það er ekki hægt að segja um alla unga drengi, á þessum aldri veit maður oft ekki hvað maður vill verða á fullorðinsárunum, en lífsgangan verður auðveld fyrir þennan unga dreng af því að hann er með allt á hreinu. Það er aðeins ein setning sem mér fannst ég geta notað til að ljúka þessari grein: Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi! Erna Ýr. JÚLÍ 200618 Breiðholtsblaðið Ungur á uppleið Hér er Hafliði við útskrift ásamt Hólmfríði G. Guðjónsdóttur, skóla- stóra Hólabrekkuskóla.

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.