Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 16

Breiðholtsblaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 16
Leikskólabörn af Arnardeild leikskól- ans Fálkaborgar færðu Þjónustumið- stöð Breiðholts lista- verk á dögunum. Börn og kennarar á Arnardeildinni fengu sér göngutúr og komu færandi hendi í Þjón- ustumiðstöðina þar sem þau afhentu tvö glæsileg verk sem þau höfðu unnið í vetur. Myndirnar eru unnar úr þæfðri ull sem börn- in höfðu málað með þekjulitum og ullin síð- an límd á strigann. Á myndinni má sjá börn- in ásamt kennurum þeirra við komuna í Þjónustumiðstöðina í Breiðholti. JÚLÍ 200616 Breiðholtsblaðið Meistaraflokkslið Leiknis stend- ur í mikilli baráttu í 1. deildinni þessa dagana. Leiknismenn byrj- uðu mótið vel en hafa núna tapað tveimur leikjum í röð og eru sem stendur um miðja deild. Því er bæði stutt í botnbaráttuna og stutt í toppbaráttuna og hvetja Leiknismenn alla til að koma og styðja hverfisfélagið sitt í þeirri hörðu baráttu sem það stendur nú í. Ætlunin er að halda sætinu í 1. deildinni og því vantar strák- ana allan þann stuðning sem til þarf til að ná sem bestum árangri til að Breiðholtið eigi sinn fulltrúa í 1. deildinni að ári liðnu. Annar og þriðji flokkur eru und- ir stjórn Óla H. Sigurjónssonar. Annar flokkur hefur byrjað mótið vel og eru með eitt jafntefli og unnið alla aðra leiki í Íslandsmót- inu hingað til, en þriðja flokk hefur gengið upp og ofan. Þeir misstu nokkra lykilmenn til út- landa og hefur það komið niður á spilamennskunni en engu að síð- ur er allt á uppleið hjá þeim. 4. og 5. flokkur eru undir stjórn Þórðar Einarssonar og hafa þeir byrjað Íslandsmótið vel og hafa allir staðið sig með sóma. Leiknir í harðri baráttu Áttundi flokkur er að æfa á þriðjudögum á milli kl. 17 og 18 og er öllum börnum sem eru fædd árið 2000 og yngri boðið að koma á æfingar í fylgd með fullorðunum. Við hvetjum öll börn til að koma og mæta á æfingar hjá okkur, upp- lýsingar eru að finna á Leiknir.com eða að hringja í síma 557 8050. Allir á æfingar Þriðji og fjórði flokkur karla og fjórði flokkur kvenna Leiknis eru að fara á hið stórskemmtilega mót, Gothia Cup sem haldið eru í Gautaborg í Svíþjóð nú í júlí. Stór hópur fer héðan ásamt fríðu föruneyti til að spila góða knattspyrnu og skemmta sér vel og í u.þ.b. 11 daga og vonandi fé- laginu og öllum Breiðhyltingum til sóma. Leikisfólk og Gothia Cup Alls tóku 22 strákar úr Leikni þátt í Shellmótinu í Vestmanna- eyjum. Þeir héldu af stað til Eyja ásamt sjö forráðamönnum félagsins tilbúnir í að gera sitt besta. Komið var á þriðjudegi til Eyja og svo á miðvikudeginum var heljarinnar skemmtidag- skrá. Fyrst var það æfing var á komudeginum til Eyja og að henni lokinni var sprangað en dagurinn endaði með mat og sundferð. Mótið sjálft hófst á fimmtudegi og lögðu öll lið sig vel fram og var virkilega gaman að horfa á strákana. Um kvöldið var svo skemmtun og skrúð- ganga. Leikið var aftur á föstu- dag og laugardag en á laugardag var Árni Elvar leikmaður Leiknis valin í pressuliðið og stóð sig með prýði. Sunnudagurinn gekk best og fóru svo allir með sigra og verðlaunapening heim með Herjólfi um kvöldið að sjálf- sögðu með bros á vör. Einnig voru veitt verðlaun fyrir prúð- asta strákinn og var það Óli Haf- steinn Gíslason sem hlaut þau verðlaun. Heilt yfir stóðu strák- arnir sig vel og eiga hrós skilið innan vallar sem utan. 22 Leiknisstrákar á Shellmóti í Eyjum Leiknir átti tvö lið að þessu sinni í Skagamótinu hjá 7. flokki karla sem lauk helgina 23. til 25. júní. Fjórtán drengir spiluðu alla leikina. Tveir drengir úr 8. flokki veittu hjálparhönd en það eru þeir síkátu Daníel og Sævar Atli sem einnig var markahæstur hjá C-liðum með fimm mörk og skoraði þrennu í einum leik. A-liðið spilaði þrjá leiki á föstudeginum, fjóra á laugardeginum og einn á sunnu- deginum. Úrslitin létu aðeins á sér standa. Að sögn forsvarsmanna Leiknis var hegðunin hjá hverj- um einasta manni eins og best verður á kosið og fá allir drengirnir mikið hrós frá flest- um foreldrum. Benni og Bryndís fararstjórar eiga líka hrós skilið fyrir frábær vinnu- brögð og foreldrarnir sem horfðu á voru líka prúðir og duglegir að hjálpa. Tvö lið á Skagamóti Gaman í útilífsskólanum Skátafélagið Segull í Selja- hverfi stendur fyrir útilífsskóla sem kallast Útilífsskóli Seguls. Um er að ræða leikjanámskeið fyrir alla krakka á aldrinum átta til tólf ára. Námskeiðin eru fimm daga og skiptast niður í borgar- daga og útilegu. Fyrstu þrjá daga vikunnar er farið í leiki, heim- sóknir og leystar þrautir innan borgarmarkanna en á fimmtu- degi er farið í útilegu að Úlfljóts- vatni og komið heim aftur seinni hluta föstudags. Í útilegunni er m.a. farið í gönguferð, poppað yfir eldi, krakkarnir læra skyndihjálp, rötun og að klifra og síga og að kvöldi er grillað og haldin kvöld- vaka. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir hjá Skátafélaginu Segli segir mark- mið námskeiðanna fyrst og fremst að börnin skemmti sér, njóti þess sem náttúran hefur uppá að bjóða og læri að starfa og leika í hóp. Það sem af er þessu sumri hafa krakkarnir með- al annars farið í heimsókn á slökkvistöð, í hjálparsveit, farið í leiki í Elliðaárdalnum, rennt sér í sápurennibraut og margt fleira. Útilífsskólinn er fyrir alla krakka átta til tólf ára en allar nánari upplýsingar er að finna á heima- síðu Útilífsskólanna www.utilifs- skoli.is . Myndirnar segja meira en mörg orð um góða stemmingu í útilífsskólanum. Áfram strákar og stelpur. Alltaf má bregða á leik. Gaman í útilegu. Stundum getur orðið kalt en þá er bara að klæða sig vel. Komu færandi hendi

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.