Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Síða 1

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Síða 1
11. tbl. 13. árg. NÓVEMBER 2006Dreift frítt í öll hús í Brei›holtinu Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Mjódd Apótekið í Hólagarði er opið: mán-föst: 10-18, laugardaga: 10-14 Lyfjaval.is Sími 577 1166 Alexander Ingi, Eldar Máni og Andri Hrafn úr 2. LBG í Breiðholtsskóla fyrir utan höfuðstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg en að baki þeirra má sjá hvar búið er að búa um hluta gjafakassanna sem fara eiga til Úkraínu. ® fasteignasala reynir erlingsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Nemendur í Breiðholtsskóla og Ölduselsskóla í Breiðholti hafa pakkað gjöfum sem sendar verða til barna í Úkraínu fyrir jólin. Þetta er liður í verkefni sem kall- ast “Jól í skókassa” og felst í því að fá börn og fullorðna til þess að setja nokkra nytsama hluti í skókassa sem síðan er pakkað inn í jólapappír og deilt út til barna sem eru þurfandi víðs vegar um heim m.a. til svæða þar sem stríð hafa geysað, náttúruhamfarir orð- ið og sjúkdómar herjað. Einnig eru pakkar sendir til barnaspít- ala og munaðarleysingjahæla auk einstæðra mæðra sem búa við fátækt og erfiðleika. Fyrir tveimur árum ákvað hóp- ur innan KFUM og KFUK að láta reyna á þetta verkefni hér á landi. Undirtektir reyndust mjög góðar og söfnuðust um 500 kassar strax fyrsta árið. Fleiri tóku þátt í verk- efninu á síðasta ári og söfnuðust þá um 2600 kassar eða rúmlega fimmfalt fleiri en árið áður. Lögð er áhersla á notagildi þeirra hluta sem sendir eru til þurfandi barna og þar má nefna fatnað, leikföng, snyrtivörur og sætindi. Kassarn- ir sem börnin Breiðholtinu hafa verið að útbúa verða sendir til barna í Úkraínu fyrir jólin. Nem- endur Breiðholtsskóla afhentu sína kassa á laugardaginn var en nemendur úr Ölduselsskóla dag- inn áður. Um tvö þúsund mótmæla spilasal Allt að tvö þúsund íbúar í Breiðholtshverfi hafa skrifað undir mótmæli gegn því að spilasalur á vegum Háspennu Happdrættis Háskóla Íslands verði opnaður í Mjóddinni en fyrirhugað er að hann verði til húsa þar sem verslun ÁTVR var áður. Undirrót mótmælanna er m.a. ótti við að starfsemi spilasalsins muni ýta undir spilafíkn hjá fólki og þá eink- um ungmennum. Helgi Kristó- fersson, einn talsmanna Íbúa- samtakanna Betra Breiðholt, hefur sagt við fjölmiðla að þeir sem skrifað hafi undir vilji ekki fá starfsemi af þessu tagi í hverfið. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði í viðtali við Stöð 2 síðastliðið sunnudagskvöld að það væri ekki markmið Háskóla Íslands í sjálfu sér að reka happdrætti en unnið væri í einu og öllu samkvæmt þeim lögum og regl- um sem happdrættið starfaði eftir. ÚTSALA Seljabraut fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag á folaldakjöti St af ræ n a h u g m yn d as m ið ja n / 88 40 Jólapakkar úr Breiðholti til Úkraínu

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.