Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Side 2

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Side 2
Betri byggð vill full- gera þjóðvegi Stjórn Samtaka um betri byggð hefur skorað á sveitarstjórnar- menn á höfuðborgarsvæðinu um að beita sér fyrir því að sam- gönguyfirvöld og sveitarfélög á Suðvesturlandi sameinist um að fullgera alla þjóðvegi í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir árs- lok 2012. Samtökin vilja að gengið verði frá þjóðvegum samkvæmt viður- kenndum alþjóðlegum stöðlum en í því felst m.a. að akstursstefn- ur verði aðgreindar, gengið verði frá vegaöxlum og öðrum öryggis- svæðum hvort sem 2+2 akreina stofnbrautir er að ræða eða 2+1 stofnbrautir. Í ályktun frá samtök- unum kemur fram að um þrjár leiðir út frá höfuðborginni sé að ræða. Það er: Vesturlandsveg að Borgarnesi, Suðurlandsveg að Sel- fossi og Reykjanesbraut að Leifs- stöð. Nýjungar í greiðslu fyrir bílastæði Gert er ráð fyrir því að í framtíð- inni geti bílaeigendur og ökumenn greitt fyrir bílastæði í miðborginni með skafmiðum og kortum. Fram- kvæmdaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að fela Bílastæða- sjóði Reykjavíkur að útfæra nýj- ar leiðir til að auðvelda viðskipta- vinum sínum að greiða fyrir bíla- stæði í miðborginni. Á boðstólum verða tímabundin kort og skafmið- ar, auk þess sem unnt verður að greiða fyrir notkun stæða með kreditkortum. Uppsetning nýrra miðamæla sem eru búnir lesurum fyrir kreditkort hefst á næstunni en ráðgert er að nýju kortin og skaf- miðarnir komi á markað í upphafi næsta árs. Boðið verður upp á fjölbreytt úrval skafmiða en með þeim geta viðskiptavinir keypt fyrirfram ákveðinn gildistíma við stöðumæli og þarf aðeins að skafa af rétta dagsetningu og tíma á miðanum þegar á að nota hann. Skafmiðinn þarf að vera sýnilegur á mælaborði bifreiðar sem lagt er í gjaldskylt stæði þannig að starfs- menn Bílastæðasjóðs geti lesið dag- og tímasetningu á honum. Hægt verður að kaupa skafmiða sem gilda í bílastæði með allt frá eins klukkutíma gildistíma. Þá má geta þess að boðið verður upp á viku- og mánaðarkort sem gilda við stöðu- og miðamælastæði, en með þeim geta þeir viðskipta- vinir Bílastæðasjóðs sem sækja miðborgina í lengri tíma í senn valið um mismunandi fyrirfram- greidd kort. Tæpast þarf að efa að almennir notendur gjaldskyldra bílastæða muni fagna því að geta greitt með kreditkortum í greiðslu- vélar bílahúsa og miðamæla utan- húss. Með breyttum viðskipta- venjum hefur smámynt horfið að miklu leyti og fólk því oft með réttu myntina við höndina þegar greiða þarf stöðugjöld fyrirfram við hefðbundna stöðumæla og á því á hættu að fá heimsóknir árvökula stöðumælavarða sem láta hvorki veður né vind aftra sér frá útiveru á hverjum degi. Slysahætta mest síðdegis Í skýrslu Forvarnahússins kem- ur fram að höfuðborgarbúar séu í mestri hættu á að lenda í umferð- arslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis. Í skýrslunni kemur fram að árinu 2005 hafi 11.100 umferð- aróhöpp verið tilkynnt til trygg- ingafélaganna, þar af 7.200 sem hafi verið talin bótaskyld. Í þess- um óhöppum slösuðust 900 ein- staklingar og rúmlega 22.000 bílar skemmdust. Ef sá fjöldi bíla yrði settur í eina bílalest næði hún frá Reykjavík austur á Hellu, eða tæp- lega 100 kílómetra. Gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar voru tjónamestu gatnamótin. Á þeim slösuðust 12 einstaklingar í 64 umferðarslys- um. Á síðustu sex árum hafa orð- ið rúmlega 520 tjón á þessum gatnamótum og rúmlega 200 ein- staklingar slasast. Sjóvá segir að kostnaður samfélagsins vegna gatnamótanna á þessu tímabili sé líklega vel yfir milljarður króna, að ótöldu því líkamstjóni sem við- komandi einstaklingar verða fyrir. Í fret frá Forvarnahúsi kemur fram að ljóst sé að yngstu ökumennirn- ir séu líklegastir til að valda slysi. Slysahlutfallið minnkar með aldrin- um en eykst aftur meðal elstu öku- manna. Þá valda ungir ökumenn hlutfallslega langflestum slysum á fólki, sem Sjóvá segir að bendi til þess að þeir aki hraðar og valdi því frekar alvarlegri slysum. Frístundakort er stuðli að aukinni frí- stundaiðju og jöfnuði Borgarráð hefur samþykkt að fela ÍTR að vinna tillögur um nýtt styrktarkerfi eða svokallað „frí- stundakort” vegna þátttöku barna og unglinga í æskulýðs-, íþrótta og menningarstarfi í borginni. Ætlað er að markhópur frí- stundakortsins verði á bilinu sex til 18 ára og verður frístundakort- ið innleitt í þremur áföngum. Sá fyrsti mun hefjast haustið 2007 og verður þá miðað við 12 þúsund króna framlag til aldurshópsins. Annar áfangi hefst síðan 1. janúar 2008 og verður miðað við 25 þús- und króna framlag. Með þriðja áfanga er gert ráð fyrir að innleið- ingu ljúki og mun sá áfangi standa frá og með 1. janúar árið 2009 og verður þá miðað við 40 þúsund króna framlag til aldurshópsins sex til 18 ára. Samkvæmt upplýs- ingum frá Reykjavíkurborg er gert ráð fyrir að fjárhagsrammi í hverj- um hinna þriggja áfanga miðist við um 70% nýtingu styrkjanna og verði 180 milljónir árið 2007 kr., 400 milljónir árið 2008 kr. og 640 milljónir árið 2009 kr. Tillögurnar verða lagðar fyrir íþrótta- og tóm- stundaráð og borgarráð fyrir 1. desember n.k. Með innleiðingu frístundakortsins er ekki einvörð- ungu verið að stuðla að aukinni þátttöku í hollri og uppbyggilegri frístundaiðju heldur einnig að jöfnuði og bættu aðgengi að þeim gæðum sem slíkri starfsemi fylg- ir og Reykjavíkurborg styrkir fjár- hagslega. Leigubílar á strætóreinum Framkvæmdaráð Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt að feng- inni umsögn lögreglustjórans í Reykjavík að leigubílar fái heimild til þess að aka á sérstökum akrein- um sem ætlaðar eru strætisvögn- um. Það skilyrði mun þó verða sett að leigubílar megi aðeins nota akreinar strætisvagnanna þegar þeir aka með farþega gegn gjaldi. Fæstir telja þörf á nagladekkjum Í könnum sem unnin var fyrir framkvæmdaviðs Reykjavíkur- borgar kemur fram að allt að 75% aðspurðra töldu að nagladekk hafi verið öruggari í 10 daga eða færri á liðnum vetri og um 50% þátttakenda í könnunni taldi að þeir dagar sem nagladekk væru öruggari kostur en aðrir væri telj- andi á höndum annarrar handar. Því er það mat íbúa á höfuðborg- arsvæðinu samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar að nagladekk séu almennt ekki öruggari en ann- ar búnaður sem í boði er til vetrar- aksturs. Þessar niðurstöður vekja upp áleitnar spurningar um hvort þörfin fyrir nagladekk í umferð- inni í Reykjavík sé stórlega ofmet- in eða hvort ná megi sama öryggi með aðgæslu í umferðinni og með öðrum búnaði þá daga sem færð er erfið. Reykjavíkurborg hefur hvatt ökumenn til að íhuga hvort tími sé kominn til að hætta notk- un nagladekkja og leggja þannig sitt að mörkum til að bæta loft- gæðin í Reykjavík þar sem vitað er að nagladekk eru helsti orsaka- valdurinn fyrir svifryksmengun í borginni. Spurningar vakna um hvort borgarbúar noti nagladekk e.t.v. af gömlum vana eða ímynd- aðri öryggiskennd. Þeir sem þurfa að ferðast utan borgarinnar eða höfuðborgarsvæðisins eru þó mun háðari notkun nagladekkja en þeir sem aðeins aka innanbæj- ar að vetrinum. 2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Þórður Ingimarsson, Sími 551 1519, 893 5904 Netfang: thord@itn.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 11. tbl. 13. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R N okkrar umræður hafa orðið að undanförnu um íslenskukennslu til handa fólki af erlendum uppruna sem sest hefur að hér á landi. Í þeim umræðum hefur m.a. komið fram að íslenskunám sé bæði of dýrt og erfitt. Ekki þarf að draga í efa að mörgum útlendingi getur reynst erfitt að læra íslensku en þar ræður nokkru um frá hvaða málsvæði þeir koma og hvaða tungumál þeir tala fyrir. Íslenska er bæði hörð í framburði og býr yfir flóknu beygingakerfi sem mörgum reynist erfitt að tileinka sér. Einkum fólki sem vant er að tala tungumál þar sem beygingar eru mun einfaldari. Í viðtali hér í blaðinu lýsir Nelly Voskanian, sem flutti hingað til lands frá Georgíu ásamt fjölskyldu sinni fyrir sex árum, þeirri tilfinningu að kunna ekki það tungumál sem talað er umhverfis fólk. Hún kemst svo að orði að sér hafi fundist hún bæði vera mállaus- og heyrnarlaus þeg- ar hún hóf að vinna á hjúkrunarheimilinu Eir. Hún hafi hvorki getað tjáð sig né skilið hvað verið var að tala í kringum hana. Nelly talar ágæta ensku en segir það ekki hafa dugað sér. Sér hafi fundist hún vera eins og ein úti í horni. Hún segir að strax á fyrstu vikum dvalar sinnar hafi hún áttað sig á að hún yrði að læra íslensku til þess að geta búið hér og starfað til frambúðar. Að öðrum kosti yrði hún einangruð auk þess sem börnin hennar yrðu að kunna málið til þess að geta nýtt sér þá skóal- vist sem væri í boði. Hún lagði á sig að læra málið og talar mjög góða íslensku í dag miðað við að hafa lært málið á fullorðins aldri. Í umræðum um aðlögun fólks af erlendum uppruna að íslensku samfé- lagi hefur marg oft komið fram hversu nauðsynlegt er fyrir þetta fólk að ná tökum á tungumálinu. Frásögn Nellyar af eigin reynslu ber að þeim brunni. Með því að efla íslenskukennslu fyrir nýbúa má ugglaust kom- ast fyrir margan þann vanda sem sívaxandi fjöldi einstaklinga af öðrum mál- og menningarsvæðum getur skapað. Fólk sem flytur hingað til lands má ekki lifa mállaust og heyrnarlaust og út í horni svo gripið sé til líkinga Nellyar Voskanian af upplifun sinni áður en hún lærði íslensku. Á skjön við skynsemi O g meira um nýbúa hér á landi vegna þess að nú hefur einn stjórnmálalfokkanna farið út á þá braut að efna til umræðna um málefni þeirra á þeim nótum að hætta getur verið á að sú umræða leiði til vaxandi þjóðernishyggju og útlengingahaturs. Málefni innflytjenda geta verið viðkvæm eins og dæmi erlendis sýna og sanna og því er mikil nauðsyn á að þau verði rædd af skynsemi og yfirvegun. Erlendu fólki hefur fjölgað meira en áður hér á landi. Stofnanir samfé- lagsins hafa því ekki verið nægilega vel búnar undir svo snögga fjölgun og þar af leiðandi ekki tilbúnar með þau aðlögunarferli fyrir nýbúa sem þurfa að vera til staðar og þar á meðan öfluga og ókeypis kennslu í íslensku. Með EES samningnum opnaðist frjálst flæði fólks frá Evrópusam- bandsríkjum að aðlögunartíma loknum og á sama tíma hefur vinnu- markaðurinn verið að kalla eftir fólki til starfa erlendis frá. Hluti þessa fólks er aðeins hingað komin til þess að sinna tímabundnum störfum og hverfur aftur til síns heima en aðrir eru komnir til þess að búa hér til frambúðar og sumir tengdir Íslendingum fjölskylduböndum. Ísland er hluti af fjölþjóðasamfélagi en ekki einangraður hópur á eyju langt úti í hafi. Íslendingum ber því að takast á við þau viðfangsefni sem nýir þjóðfélagsþegnar af erlendum uppruna kalla eftir. Þetta fólk auðgar menningu okkar og mannlíf ekkert síður en að taka þátt í öfl- ugu atvinnulífi hér á landi og deila með okkur góðum lífskjörum. Því er algerlega á skjön við alla skynsemi að þingmenn grípi til þeirra ráða að kynda með óbeinum eða jafnvel beinum hætti undir neikvæðni og jafnvel fordómum gegn fólki af erlendum uppruna í örvæntingu sinni um að missa þingsæti sín í næstu kosningum þótt yfirveguð umræða um þessi mál sé nauðsynleg og skynsamleg. Þeir sem það gera eru að blása málið upp og auka á vandann í stað þess að leita leiða til þess að leysa hann. Þeir eru að hugsa um eigin skinn en ekki annarra. Að ná tökum á tungumálinu NÓVEMBER 2006

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.