Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Page 8

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Page 8
Kósí konukvöld var haldið í Garð- heimum í Mjóddinni á fimmtudags- kvöldið var. Boðið var upp á margs- konar vörukynningar, tískusýningu og margt fleira auk þess sem 20% afsláttur var veittur af vörum verslun- arinnar meðan á konukvöldinu stóð á milli kl. 19 og 22. Mikill fjöldi kom í Garðheima og ekki eingöngu konur þar sem mátti sjá heilu fjölskyldurn- ar saman komnar. Þá voru dregnir út vinningar og var stærsti vinningurinn ferð fyrir tvo með Icelandair en félag- ið er nú að kynna sérstakar kvenna- ferðir. Þá var fólki boðið að reynslu- aka nýjum MCC Colt, bíl frá Heklu en vegna veðurs varð erfiðar um vik við reynsluakstur en vonir stóðu til en þess skal getið fyrir þá sem misstu af að áfram verður hægt að skoða bílinn og reynslu aka honum hjá Heklu. “Ég tel að þetta hafi heppnast mjög vel hjá okkur sagði Jónína S. Lárusdóttir í Garðheimum í samtali við Breiðholtsblaðið. Þrátt fyrir eig- inlega afleitt veður þá fylltist hér allt og fólk átti í erfiðleikum með að finna bílastæði.” Jónína segir að Garðheim- ar vinni eftir einskonar þemakorti þar sem efnt er til viðburða nokkrum sinum á ári í tenglum við árstíðir. Kósí konukvöldið tengist aðfara að jólum og ætlunin sé að gera það að árlegum viðburði. “Mér finnst nauð- synlegt að gefa fólki tækifæri til þess að koma saman á þennan hátt. Njóta skemmtiatriða og kynna sér hvað verður á jólamarkaðnum. Eitt af því sem við vorum sérstaklega að kynna eru nýjar jólaskreytingar en þær lúta lögmálum tískunnar eins og svo margt annað. Svart og silfrað er litirnir að þessu sinni. Svolítið sér- stakt en margir venjast því vel.” Kósí konukvöldið var unnið í samstarfi við marga aðila sem komu og kynntu vör- ur sínar og að sögn Jónínu var reynt að binda valið við árstíðina og þá við- burði sem framundan eru. Breiðholts- blaðið var á staðnum og myndirnar segja e.t.v. fleira en orðin. Ingunn Eydal, myndlistar - maður er einn frumbyggjanna í Breiðholti. Hún flutti í Vogaselið 1979 en húsin við götuna voru samkvæmt skipulagi sérstaklega hönnuð fyrir listafólk og byggð með þeim hætti að hluti þeirra var íbúðarhús en hluti rúmgóð- ar vinnustofur. Framan af var þessi gata byggð listafólki og er að hluta til enn þá en eins og gengur hafa sum húsanna að minnsta kosti skipt um eigend- ur og önnur starfsemi flust í göt- una. Ingunn seldi hús sitt fyrir nokkrum árum og fluttist í Vest- urbæinn en fyrir tveimur árum flutti hún aftur í Breiðholtið, að þessu sinni í Hraunbergið gegnt Heilsgæslustöðinni í Efra Breið- holti, þar sem hún er einnig með vinnustofu. Ánægð að vera komin aftur í Breiðholtið “Ég er mjög ánægð að vera kom- in aftur í Breiðholtið. Mér fannst ég vera orðin Breiðhyltingur eftir árin í Vogaselinu og þegar ég fann mér hentugt húsnæði hér efra þá ákvað ég að slá til.” Ingunn segir að húsin þar sem hún býr nú við Hraunbergið hafi á sínum tíma verið hönnuð með einhvers- konar handverksfólk í huga þar sem aðstaða sé til þess að vera með vinnustofur. “Ég veit þó ekki hvort nokkur nágranna minna er að sinna listsköpun eða hand- verki. Þótt hverfi sem ætluð eru fólki með sérstakar þarfir eins og handverks- og listafólki geti verið ágæt þá hafa þau einnig sína galla. Sama húsnæðið hentar fólki ekki alla æfi vegna þess að fjölskyldu- stærðin breytist. Börnunum fjölg- ar, þau vaxa upp og eignast sína félaga og þá er hámarkinu venju- lega náð, síðan tínast þau að heim- an og að lokum er maður kannski einn eftir og hefur engin not fyrir risastór einbýlishús. Það getur líka verið erfitt að selja mjög sér- hönnuð hús eins og voru byggð í Vogaselinu og því geta húseign- ir í sérstökum hverfum allt eins orðið manni fjötur um fót. Ég var þó heppin að því leyti og er mjög ánægð hér í Hraunberginu. Málverk, grafík og gler Ingunn tekur þátt í rekstri lista- gallerís við Skólavörðustig í mið- borginni og sinnir kennslu auk þess að starfa stöðugt að list sinni. Hún kveðst ekki kunna annað en vera sífellt að störfum en hún er búin að vera einn af þekkari myndlistarmönnum hér á landi í lengri tíma. Hún hefur bæði unnið að málverki en ein- nig unnið mikið af grafíkverkum en á síðari árum hefur hún snúið sér meira að glerlistinni. Á sýn- ingu sem hún hélt í kjallaragall- eríi við Skólavörðustíg fyrir nok- krum árum kom hún fram sem hugmyndaríkur og vandvirkur glerlistamaður sem mótaði hugs- anir sínar ekki síður í gler en hún hafði áður geri í öðum efnum. Um tíma vann Ingunn nokkuð með norrænar rúnir þar sem hún beitti hinu forna letri með myndrænum hætti í grafíkverkum sínum. Í við- tali sem tekið var við hana í til- efni af opnun grafíksýningar fyrir nokkrum árum kvaðst hún vera að höfða til sögunnar. Hún velti hugmyndum sínum lengi fyrir sér áður en taki til við að forma þær. “Þegar ég er ánægð með eitthvað, sem mér finnst segja sögu tek ég til við vinnuna.” Námskeið og listaverkasala Í viðtali sem birt var við Ingunni í Café Existens, tímariti um nor- rænar listir, fyrir nokkrum árum ræddi hún m.a. um hvernig hún leiti sér þema frá fyrri tíð. Rúnirn- ar noti hún sem tákn fyrir menn- ingararfinn og krafturinn og dulúð- in sem þar sé að finna hafi alltaf heillað sig. Segja má að Ingunn haldi sig enn við sagnaarfinn þótt hún finni honum rásir í fleiri form- um og nú einkum í glerlistinni. “Ég er einnig farin að fást við mál- verkið aftur eftir nokkurt hlé sem ég nýtti til þess að fást við graf- íkina og síðan glerlistina,” segir Ingunn sem haldið hefur á annan tug einkasýninga á ferli sínum og tekið þátt í um 150 samsýningum víða um heim. Hún er fædd í Sví- þjóð og bjó þar fyrstu ár æfi sinn- ar en flutti síðan hingað til lands með foreldrum sínum og hefur búið hér á landi síðan. Hún hefur engu að síður haldið ákveðinni tryggð við Norðurlöndin og hefur sýnt mörgum sinnum, einkum í Svíþjóð en einnig í Finnlandi og Noregi auk fleiri landa. Nú stend- ur Ingunn fyrir námskeiðum í gler- list á vinnustofu sinni auk þess sem hún ætlar að efna til sérstakr- ar sölu á eldri verkum sínum og hefst salan helgina 25. til 26. nóv- ember n.k. “Ég ætti kannski að kalla þetta rýmingarsölu vegna þess að vinnustofan er fremur þröng en ég ætla að sjá til með við- tökurnar og hugsanlega framlengi ég söluna eitthvað,” segir Ingunn sem setur langan starfsdag ekki fyrir sig fremur en fyrri daginn og starfar við kennslu og listsköpun sem tekið hefur verið eftir. 8 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2006 Náttföt fyrir börn og fullorðina voru sýnd á tískusýningu. Yngsti sýningarmeðlimurinn var aðeins um eins árs og sat á mömmu- handlegg. Gott að vera komin aftur í Breiðholtið Ingunn Eydal í vinnustofu sinni við Hraunberg 5 í Breiðholti. Fjölsótt Kósí konu- kvöld í Garðheimum Heilu fjölskyldurnar mættu sam- an. Þessar tvær voru ánægðar með ísinn sinn.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.