Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 14

Breiðholtsblaðið - 01.11.2006, Blaðsíða 14
Sjálfboðastarf Reykjavíkurdeildar Rauða- krossins, kirknanna í Breiðholti og félags- starfsins í Gerðubergi er að fara af stað en markmið þess er að finna fólk í Breiðholts- hverfi sem hefur litla eða enga umgengni við annað fólk og halda sambandi við það. Fyrsti fundur þessara aðila vegna sjálfboða- starfsins fór fram í Gerðubergi á dögunum og næsti fundur verður í félagsmiðstöðinni Árskógum þriðjudaginn 21. nóvember kl. 15.00. Undirbúningur gengur vel en enn vantar fleiri sjálfboðaliða til þess að sinna þessu mikilvæga verkefni. Störf sjálfboða- liðanna verða einkum fólgin í heimsóknum til fólks, ræða við það, lesa eða fara með því í gönguferðir en miðast að sjálfssögðu einnig við persónubundnar þarfir hvers og eins. Sjálfboðaliðar fá ákveðna þjálfum og leiðbeiningar um hvernig best sé að ynna þetta starf af hendi og hefur Pálína Jónsdóttir, kennari annast leið- beiningastarf fyrir væntanlega sjálfboðaliða. Myndin var tekin af fundinum í Gerðubergi á dögunum. 14 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2006 Níutíu Æringar kepptu á unglingamóti Tæplega níutíu Ægiringar kepptu á unglingamót Ármanns sem fór fram í Laugardalslaug fyrir nokkru og syntu þar alls 356 sund. Árangurinn í heildina er góður þar sem margar góðar bætingar litu dagsins ljós. Stór hópur yngri sundmanna tók þátt í mótinu og margir að prófa nýjar greinar. Þetta gerðu þau öll frá- bærlega og aðeins fjórar ógilding- ar voru hjá 10 ára og yngri af 98 sundum, sem er frábær árangur. Kristín Þóra úr Silfurhóp náði frábærum áfanga þegar hún bætt sig verulega í 50 metra flugsundi og tryggði sér þátttökurétt á ÍM- 25, en hún hefur bætt sig um 8 sek. í þessari grein á tímabilinu. Nokkrir sundmenn úr Gullhóp voru að ná lágmörkum í hina ýmsu hópa hjá landsliðinu þrátt fyrir mjög harðar æfingar síðustu vikur, en þeir sem syntu lengst syntu 168 km. síðustu þrjár vik- urnar frá Vísmóti Ægis, sem gerir alls 56 km. að meðaltali á viku eða 6,2 km. að meðaltali á æfingu. Olga Sigurðardóttir náði lágmarki í 200 metra skriðsundi fyrir NMU, en hún hafði náð áður í 800 metra skriðsundi. Jóhanna Gerða Gústafsdóttir náði lágmarki fyr- ir C-stig Unglingalandsliðs, en hún hefur nú þegar tryggt sér þátttökurétt á EM-25. Þau Anja Ríkey, Auður Sif, Árni Már, Jakob Jóhann og Kolbrún Ýr náðu lág- mörkum fyrir C-1 í Afrekslandslið í einni eða fleiri greinum um helg- ina. Viktor Máni Vilbergsson kom heim frá Ungverjalandi og keppti á mótinu og stóð sig hreint frá- bærlega. Gaman var að sjá hann aftur í lauginni og við þökkum honum fyrir góðar stundir um helgina. Sundfélagið Ægir Í október síðastliðnum fóru 13 nemendur úr fjölmiðlafræði í FB í vettvangsferð til Grindavíkur, en ferðin er hluti af verkefni sem er unnið í áfanganum, FLM 2136. Til- gangur ferðarinnar var að fá heild- aryfirsýn af Grindavík, einskonar þverskurð af mann- og atvinnulíf- inu þar. Hópnum var skipt niður í minni hópa og átti hver hópur að sjá um ákveðin viðfangsefni. Mik- ill undirbúningur var fyrir ferðina því það þurfti að búa til spurning- ar og hafa samband við viðmæl- endur áður en lagt var af stað svo allt myndi smella saman. Nemendurnir mættu um morg- uninn í skólann og svo var lagt af stað á einkabílum til Grindavíkur. Hópurinn hittist svo á veitingar- staðnum Brim þar sem nemendur dvöldu á milli viðtala. Þar gátu nemendurnir unnið úr efni sem komið var áður en haldið var af stað í næsta viðtal. Eftir að nemendurnir komu til baka í bæinn fóru þeir beint í skól- ann til að klára að slá inn viðtölin, flokka ljósmyndir o.fl., en að sjálf- sögðu var pöntuð pítsa því allir þurftu að fá næringu í kroppinn. Líf og fjör í góðri Grindavíkurferð Breiðholtsskóli varð í síðasta mánuði sigurvegari í grunnskólamóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur. Efri röð frá vinstri: Prabin Robin Gurung, Elvar Snær Guðmundsson, Árni Indriðason, Sævar Ingi Sigurðsson, Davíð Már Stefánsson, Eyþór Guðnason kennari og Eyþór Ernir Oddsson. Miðröð frá vinstri: Sigurður Rúnar Rúnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Gent Hoda, Gísli Karl Ingvarsson og Hrólfur Smári Pétursson. Markmaðurinn Ásgeir Kári Ásgeirsson er fremstur. Smiðjuvegi Hér er ég! Þarna er fjölmiðlahópurinn ásamt kennurunum samankomin af aflokinni Grindavíkurferð. Bókaútgáfan Hólar í Breiðholti hefur sent frá sér bókina Án lyfseð- ils sem inniheldur gamansögur af læknum, hjúkrunarfólki og sjúk- lingum. Bjarni Jónsson, læknir hef- ur safnað sögunum saman. Hólar hafa á undanförnum árum gefið út nokkrar bækur þar sem gamanmál af hinum ýmsu stéttum þjóðfélags- ins eru dregin fram í dagsljósið. Þótt stundum geti verið um vinnu- staðaskop og frásagnir af daglegri háttu fólks, sem er lagið við að sjá skoplegar hliðar á tilverunni að ræða, þá spanna þessar frásögur oft nokkuð víðara svið mannlegra mistaka, misskilnings og annars sem upp kann að koma í samskipt- um fólks. Sumar þessara sagna hafa lifað með fólki sem einskonar þjóðsögur, oft innan tiltekinna sté- tta, en aðrar eru nýjar af nálinni. Án lyfseðils er engin undantekn- ing að þessu leyti og er hressileg lesning sem kitlar hláturtaugarnar. Hólar hefur einnig sent frá sér útilífsbókina Úr útiverunni - Geng- ið og skokkað eftir Bjarna E. Guð- leifsson, náttúrufræðing og úti- vistarmann. Bjarni er fjölfróður um náttúruna og landslag okkar Íslendinga og þekkir ýmis útivistar- svæði vel af eigin raun. Hann þekk- ir einnig vel til þess hvernig best er að búa sig til útivistar, hvort sem ætlunin er að hlaupa, skok- ka, ganga eða njóta útiverunnar með öðrum hætti. Úr útiverunni - Gengið og skokkað er bæði fróð- leg og skemmtileg aflestrar og lær- dómsrík fyrir þá sem eru á leið út í skokkið. Bókaútgáfa í Breiðholti

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.