Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 2
Spilakassar og ónæði af verslun Á fundi borgarráðs Reykjavík- ur 26. apríl sl. var lagt fram bréf framkvæmdastjóra þjónustumið- stöðvar Miðborgar og Hlíða og samþykkt hverfisráðs Hlíða um málefni spilasala. Borgarráð sam- þykkti að vísa erindinu til starfs- hóps um málefni spilasala og spilakassa. Á sama fundi var lagt fram bréf formanns hverfisráðs Vesturbæjar og framkvæmda- stjóra Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar vegna ónæðis sem nágrannar verslunarinnar 10- 11 við Hjarðarhaga 45-47 verða fyrir að næturlagi. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til umsagnar skrifstofustjóra lög- fræðiskrifstofu. Skipulagsráð vill kanna möguleika á verndun Alliance-húss Á fundi skipulagsráðs nýver- ið var tekið fyrir deiliskipulag Slippa- og Ellingsenreits. Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA-arkitekta að deiliskipulagi Slippa- og Ellingsen- reits. Gert er ráð fyrir að nýbygg- ingar verði almennt fjórar hæðir með eða án kjallara. Einnig var lögð fram umsögn Umhverfis- sviðs. Allmargar athugasemdir bárust meðan athugasemdafrest- ur stóð. Skipulagsráð er einhuga í þeirri afstöðu að skoða leiðir til að hið svokallaða Alliance- hús geti staðið áfram við Mýr- argötuna. Skipulagsráð fagnar því að viðræður um þann mögu- leika séu þegar hafnar og telur að ef hægt er að sameina upp- byggingu á lóðinni og endurnýj- un umrædds húss, tryggi það enn betra skipulag og umhverfi á þessu svæði. Skipulagsráð samþykkir því auglýsta tillögu að deiliskipulagi fyrir Slippa-, Ellingsenreit, með þeirri breyt- ingu að deiliskipulagi á lóðinni Grandagarður 2 er frestað á meðan fullkannaðir verða mögu- leikar á að Alliance-húsið standi áfram og þeirri breytingu sem fram kemur í nýjum uppdráttum vegna Daníelsslipps. Kynningarsíða með nýjum kortum Á vef framkvæmdasviðs Reykja- víkurborgar hefur verið sett upp kynningarsíða með nýjum kort- um og öðrum upplýsingum um hjóla- og göngustíga á höfuðborg- arsvæðinu. Má þar nefna upp- lýsingar og ljósmyndir af þeim sex áningastöðum sem settir hafa verið upp á síðustu árum og útskýringum á númerakerfi stíganna. Kortin eru aðgengileg á pdf - formi og koma að góðum notum hvort sem finna á auðveldustu og öruggustu leiðina í vinnuna eða skipuleggja sunnudagshjóla- túrinn um borgina. Í sumar sett- ur upp nýr áningarstaður við Breiðholtsbraut milli Fákssvæð- is og Elliðavatns og gert er ráð fyrir að setja árlega upp nýjan áningarstað næstu þrjú til fjög- ur árin. Á árinu er einnig áætlað að merkja stíga meðfram norður- strönd Reykjavíkur allt frá Korpu að byggingarsvæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss og ljúka merking- um á stíg frá Ánanaustum að Ægissíðu. Fyrir eru merkingar frá Ægissíðu upp Fossvogsdalinn að undirgöngum í Elliðaárdal. ÍTR vill reisa útikörfuboltavelli Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavikur hefur samþykkt að styrkja KR um 10 milljónir króna vegna uppgjörs á framkvæmdum við eldri mannvirki, árið 2008. Fleiri íþróttafélög hlutu styrki á sama fundi. Meirihluti ÍTR lagði til á fundi nefndarinnar að kann- aður yrði kostnaður við uppsetn- ingu og gerð útikörfuboltavallar svipaðan þeim sem settur hefur verið upp við Holtaskóla í Reykja- nesbæ. Líklegt megi telja að úti- vellir sem þessir geti verið lyfti- stöng fyrir körfuboltaíþróttina í borginni, ekki síst í ljósi frábærs árangurs körfuboltaliða KR og ÍR nýverið, en þau lið hafa unn- ið Íslands- og bikarmeistaratitla. Tillagan var samþykkt. Minni- hlutinn lagði fram svofellda fyrirspurn: Í fjölmiðlum var því nýlega haldið fram að Reykjavík- urborg hafi gefið UMFÍ verðmæta lóð í hjarta borgarinnar. Hér með er óskað eftir skriflegu svari við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaða vilyrði hefur UMFÍ fengið um lóð í borginni? 2. Hvert er áætlað markaðs- verðmæti þeirrar lóðar? 3. Eru fordæmi fyrir ráðstöfun af því tagi sem að ofan er lýst? 4. Er gert ráð fyrir íþróttastarf- semi, ungmennastarfsemi eða venjulegri skrifstofustarfsemi í væntanlegu húsnæði? Meirihlutinn óskaði bókað: Þrátt fyrir að fallist hafi verið á að taka fyrirspurn minnihlut- ans á dagskrá er það afstaða meirihlutans að málið eigi ekki erindi inn á fund íþrótta- og tóm- stundaráðs. Minnihlutinn lagði fram svofellda gagnbókun: Það er fullkomlega eðlilegt að fyrir- spurnum sem varða úthlutun gæða borgarinnar til íþrótta-, tómstunda-, ungmenna- og æsku- lýðsstarfsemi sé svarað á fund- um íþrótta- og tómstundaráðs. Umferðarlagabrotum fjölgaði um 32% Hegningarlagabrotum fjölgaði á höfuðbrogarsvæðinu um 22% milli áranna 2006 og 2005, eða úr 662 í 809 samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar. Umferðarlaga- brotum fjölgaði um 32%, fóru úr 2.013 árið 2005 í 2.658 árið 2006 en fíkniefnabrotum fækkaði um 17%, voru 108 árið 2005 en voru 90 árið 2006. Starfshópur vegna miðbæjarbrunans Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður, kom á fund menningar- og ferðamálaráðs borgarinnar nýverið. Fram kom að settur hefur verið á fót starfs- hópur til að koma að endurbygg- ingu húsanna að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 sem brunnu 18. apríl sl. og og verður sú vinna gerð samhliða deiliskipulags- vinnu á svæðinu. Borgarminja- verði var falið að upplýsa menn- ingar- og ferðamálaráð um áfram- haldandi vinnu starfshópsins. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 5. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðbæ. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla árið 2007 eftir æsipennandi úrslitaleik við Njarðvíkinga í Frostakjólinu, þar sem stuðningsmannahópurinn “Miðj- an” var eigninlega 6 leikmaðurinn, með frábærum stuðningi allan leiktímann, og reyndar gott betur en það. KR-ingar urðu síðast Íslandsmeistarar fyrir 7 árum þegar þeir unnu Grindvík- inga í úrslitum. Það var því mat margra, ekki síst KR-inga, að tími væri kominn á það að bikarinn kæmi til KR-inga. Reyndar eru þessi úrslit góð fyrir körfuboltaíþróttina, en Suðurnesjalið- in hafa undanfarin ár skipst um að hampa titlinum, og það að titillinn komi til Reykjavíkur eykur bara áhugann og breiddina í íþróttinni. ÍR-ingar urðu bikarmeistarar en báðir þessir titlar hafa ekki fallið Reykjavíkurliðum í skaut á sama keppnistímabili síðan 1983. Svo með stolti má segja, til hamingju, Reykjavík! Fjölbreytt listahátíð L istahátíð hefst 10. maí nk. nokkru fyrr en venjulega. Lista-hátíð er orðin órjúfanlegur hluti af menningarlífi Reykja-víkurborgar, sú fyrsta árið 1970, en hátíðin hefur aukið hróður borgarinnar sem menningarborgar svo um munar. Götur borgarinnar munu fá ævintýralegan blæ með sýningum franska götuleikhússins Royal de Luxe sem með hugvitsamleg- um uppfinningum sínum og sjónarspili hefur hrifið áhorfendur víða um heim. Of langt mál er að telja upp alla þá listamenn sem heimsækja Reykjavík í þessum mánuði, en nefna má þó San Francisco ballettinn, breska leikhópinn Cheek by Jowl, barítonsöngvarann Dmitri Hvorostovsky og bassasöngvarann Byan Terfel, Konono N°1 sem er tónlistarhópur frá Kongó, Gor- an Bregovic, stórhljómsveit og kór frá Balkanskaga, myndlistar- sýningar, leiklist o.fl. Að sjálfsögu er fjöldi slenskra listamanna, s.s. Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur og ungir einleikarar eins og Elfa Rún Kristinsdóttir, Tinna Þorsteinsdóttir, Ari Vil- hjálmsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir. Það verður væntan- lega enginn svikinn af því að taka þátt í Listahátíð 2007, af nógu er að taka. Um hvað er kosið? A lþingiskosningar verða 12. maí nk., fjöldi frambjóðanda frá einum sex flokkum svo líklega er einhverjum vandi á höndum, enda hlutfall kjósenda sem ekki hafa tekið ákvörðun enn nokkuð hátt. Stjórnarflokkarnir njóta í skoðana- könnunum mjög misjafns fylgis, Sjálfstæðisflokkur á mikilli sigl- ingu en Framsóknarflokkur í sögulegu lágmarki. En sagan segir að þetta muni jafnast, Framsókn að bæta við sig en Sjálfstæðis- flokkur að dala eitthvað. Á vinstri vængnum bítast Samfylking og VG um forystuna en aðrir flokkar margir hverjir í alvarlegri tilvistarkreppu og óvíst að þeir fái fulltrúa kjörna á þing. En um hvað er kosið? Áframhaldandi velferð og stöðugt atvinnulíf segja stjórnar- flokkarnir, nýja menn í brúna og auknar félagslegar áherslur segja stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir, fiskveiðistjórnun og innflytjendamál segja Frjálslyndir og ekki frekari stóriðju segir Íslandshreyfingin. Er þetta þá ekki auðvelt? Nei, en hvað svo sem fólk kýs verður að treysta því að valið sé af kostgæfni og hjartans sannfæringu. Stjórnmál eru nefni- lega hluti af sjálfu lífinu. Geir A. Guðsteinsson Íslandsmeistarar KR Vesturbæingar “Mætti ekki kjósa um deiliskipulag hér og þar samhliða kosningunum til Alþingis”? MAÍ 2007 1. Teg. 4124 Stærðir 36-42 2. Teg. 2062 Stærðir 40-47 3. Teg. 3112 Stærðir 36-42 Ítalskir gæðaskór á dömur og herra Allir með dempun í hæl SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 4. Teg. 2076 Stærðir 39-47 www.xena.is borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.