Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.05.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið MAÍ 2007 Einhugur um að varðveita minjar við Grímsstaðavör Þann 16. apríl sl. hélt Reykja- víkurborg opinn fundur um varð- veislu minja um útræði úr Gríms- staðavör við Ægisíðu í Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur. Um sjötíu manns sóttu fundinn og var meirihluti fundarmanna íbú- ar í nágrenni Grímsstaðavarar en aðrir komu úr öðrum hverf- um borgarinnar og jafnvel úr öðrum sveitarfélögum. Þegar mest útræti var úr Grímstaðavör voru þar 16 bátar enda óvíða betri lending við Skerjafjörð. Á kreppuárunum var það atvinnu- bótavinna að “teina upp” í Grím- staðavör. 5 milljónum króna hef- ur verið varið til varðveislunnar. Fundurinn hófst á erindi Kjart- ans Magnússonar, formanns menningar- og ferðamálaráðs, um varðveislu menningarminja í Grímsstaðavör. Rakti hann sögu staðarins og vinnu starfshópsins sem skipaður var af borgarráði til að fjalla um þetta efni. Kjart- an sagði að fullur vilji væri fyr- ir því hjá borgaryfirvöldum að varðveita með reisn þær minjar sem enn er að finna í vörinni. Enn- fremur væri til skoðunar að flytja fleiri minjar, sem tengjast gömlum atvinnuháttum, í vörina, t.d. fisk- hjall við Lambhól. Kjartan sagði að starfshópur um verkefnið hefði jafnframt til skoðunar ýmsar hugmyndir um minjastarfsemi á þessum stað, m.a. að hefja aftur útræði úr vör- inni og gefa þannig nýjum kyn- slóðum Reykvíkinga kost á að sjá með eigin augum hvernig nær all- ur fiskur við Íslandsstrendur um aldir var veiddur og verkaður. Að erindinu loknu gafst fundar- mönnum tækifæri til að láta skoð- anir sína í ljós. Allir, sem tóku til máls, lýstu yfir ánægju með þá fyrirætlan borgaryfirvalda að varðveita minjarnar. Margar nýjar hugmyndir um starfsemi í vörinni komu fram; m.a að þar verði kom- ið upp aðstöðu fyrir húðkeipa (sjókajak) og jafnvel aðstöðu fyrir almenna borgara til að komast á skak. Flestir voru sammála um að ekki mætti gera skúrana of fína því að þá myndi þeir missa þann sjarma sem er einkennandi fyrir svæðið. Öllum bar saman um að sýna ætti þeirri atvinnugrein sem þarna var stunduð og þeim sem við hana störfuðu tilhlýðilega virð- ingu. Sjóminjasafnið gefur hjallinn við Lambhólsvör Á áðurnefndum fundi tilkynnti Sigrún Magnúsdóttir, forstöðu- maður Sjóminjasafnsins í Reykja- vík að hjallur við Lambhólsvör við Skerjafjörð yrði gefinn til upp- byggingar Grímsstaðavararinnar og yrði fluttur þangað í samráði við borgarminjavörð og garðyrkju- stjóra Reykjavíkurborgar. Hjallur- inn er frá því um 1890, byggður af Magnúsi Magnússyni úr Engey. Hann er áhugaverðar minjar um sjósókn frá Skerjafirði á 19. og 20. öld og um horfna starfshætti á Grímstaðaholtinu. Hugmyndir Bjarna Jónssonar um uppbyggingu Grímstaðavararinnar. Vinnuskólinn leggur áherslu á verkfærni og vandvirkni Vinnuskóli Reykjavíkur er úti- skóli. Skólastofur hans eru víð- ar og bjartar og skapa glæsilega umgjörð um fræðsluáherslur skól- ans. Í daglegri vinnu er lögð áher- sla á vinnuþjálfun, verkfærni og vandvirkni. Nemendur fá Vinnu- skólamat fyrir starfstengda þætti yfir sumarið. Í fræðslu á vettvangi er tekið mið af aldri nemenda og hvað stendur þeim nær í þroska og áhuga. Guðrún Þórsdóttir, skólastjóri Vinnuskólans, segir að grunnþátt- ur fræðslunnar sé umhverfi nem- enda og að vekja áhuga þeirra fyrir mikilvægi grenndarsamfélagsins. Fræðslan snúst að breiðum lífs- leikniþáttum svo sem viðnámi gegn vímuefnum, jafnrétti, fjölmenningu, lýðheilsu og samgöngum. Einnig fái nemendur tækifæri til rökræðna og fræðslu um neyslusamfélagið og um endurnýtingu. Til viðbótar þessari fræðslu fá Íslendingar af erlendu bergi sértæka þjálfun og fræðslu í málrækt. Fræðsluleiðbeinendur skipuleggja árgangafræðsluna og valdir sérfræð- ingar skipuleggja fræðsluna á vett- vangi. Þessu til viðbótar eru ýmis þróunarverkefni í samstarfi við borg- arstofnanir og fá þeir nemendur frekari innsýn í borgarsamfélagið og jafnframt fræðslunni er sérstaklega er unnið með þeirra sterku hliðar. Gildismat í jafningjahópum “Fyrir ungmenni sem eru að vaxa úr grasi og eru að byggja upp dóm- greind er fræðsla og umræður um ofangreinda þætti afar dýrmætt veganesti. Ungt fólk verður fyrir miklu áreiti og þrýstingi alls staðar í umhverfinu þar sem því miður oft óæskilegar staðalímyndir ráða för. Hlutverk foreldra er flóknara í dag og á unglingsárunum skreppur for- eldrahlutverkið óneitanlega nokkuð saman. Þess vegna skiptir umræðan og gildismatið í jafningjahópnum ómældu máli fyrir velferð unglings- ins. Sérstaklega er unnið með hvatn- ingu til nemenda. Framúrskarandi nemendur fá verðlaun og elstu vinnuskólaþjarkarnir fá verðlaun og viðurkenningar við skólaslit. Og nú er sumarið 2007 framund- an. Íslensk sumur eru stutt og ein- mitt þess vegna er hver dagur í gróskuundrinu mikilvægur. Það er ekki bara gróðurinn sem vex hratt heldur líka unga fólkið. Sentimetr- arnir raðast í lærleggi og hryggjar- súlur og íslenska þjóðin hækkar. Vinnuskóli Reykjavíkur er útiskóli. Starfssvæði skólans er frá Kjalarnesi annars vegar og Bláfjöllum hins veg- ar að Vegamótum á Seltjarnarnesi. Sumarstarfsmenn Vinnuskólans eru á þriðja hundrað og nemendur um þrjú þúsund. Starf í Vinnuskólan- um gefur þessu unga fólki einstaka möguleika á að njóta útivistar og um leið eiga þau þátt í að prýða borgarlandið og útmörkina. Borgin sækist mjög eftir starfskröftum nem- enda Vinnuskólans og starf þeirra á þátt í því að bæta lífsgæðin innan borgarlandsins. Vinnuskóli Reykja- víkur setur kröfu á að leiðbeinendur og yfirleiðbeinendur séu góðar fyr- irmyndir því unglingarnir horfa til þeirra í hverju spori. Á Sumarhátíð nemenda fá þeir meðal annars að kynnast ungmennum frá 40 borg- um og taka þátt í alþjóðahátíð sem Reykjavíkurborg heldur nú í sumar. Reykvíkingar eru lánsamir að eiga Vinnuskóla Reykjavíkur sem æfinga- búðir fyrir sín ungmenni þar sem þau takast á við raunveruleg verk- efni. Það hefur ítrekað komið fram í heimsóknum erlendra gesta að þeir horfa til þess með löngun að geta starfrækt vinnuskóla í líkingu við Vinnuskóla Reykjavíkur,” segir Guð- rún Þórsdóttir, skólastjóri. - skráning í skólann hafin

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.