Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 2

Vesturbæjarblaðið - 01.07.2007, Qupperneq 2
Hvað á að rísa á uppfyllingu við Ánanaust? Á fundi borgarráðs nýverið var lagt fram bréf sviðsstjóra fram- kvæmdasviðs varðandi landfyll- ingar í Ánanaustum, og var það samþykkt með 5 atkvæðum gegn 2. Í tilefni þess óskuðu borgarráðs- fulltrúar Samfylkingar að bókað yrði að að það væri ótækt að gefa framkvæmdaleyfi fyrir fyllingu við Ánanaust þegar ekki lægi fyr- ir hvort eða hvað eigi að rísa á viðkomandi fyllingu, endanleg stærð liggi ekki fyrir eða svör um landnotkun. Það veki jafnframt spurningar um hvort það stand- ist að uppfyllingin falli ekki undir lög um umhverfismat. Meirihluti borgarstjórnar hafði áður boðað að fallið yrði frá viðkomandi land- fyllingum en aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir að af uppbyggingu á þeim verði fyrr en eftir 2012. Borg- arráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskuðu að bókað yrði að framkvæmdaleyfið væri samþykkt á grunni gildandi aðalskipulags og kæmi til móts við brýna þörf fyrir losunarstað jarðefna í vesturhluta borgarinn- ar. Næsti mögulegi losunarstaður jarðefna væri á Hólmsheiði sem er í um 15 km fjarlægð frá athafna- svæði hafnarinnar. Það gæfi auga leið að efnisflutningar úr miðborg Reykjavíkur að Hólmsheiði hefði verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér auk þess sem kostn- aður vegna þess væri óheyrilegur. Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna og áheyrnarfulltrúi F-lista lýstu yfir stuðningi við tillöguna á forsend- um gildandi aðalskipulags sem og þeim umhverfissjónarmiðum sem varða vegalengdir og mengun sem stafar af efnisflutningi. Jafnframt lögðu þeir áherslu á að í fyllingu tímans nýttist nýtt svæði í þágu almennings og þá fyrst og fremst barna og ungmenna. Aðkoma að miðborgarfélagi Margrét K. Sverrisdóttir, borgar- fulltrúi F-lista, telur nauðsynlegt að tryggja með einhverjum hætti virka aðkomu íbúa miðborgarinn- ar að hinu nýstofnaða miðborgar- félagi. Þetta kom fram á borgar- stjórnarfundi. Margrét telur að íbúar eigi að koma að skipulagi og þurfi að vera með alveg frá frum- hugmynd í gegnum stefnumótun- arferlið að ákvörðun. Til þess þurfi að skapa vettvang þar sem íbúar og stjórnmálamenn starfi saman á jafnræðisgrundvelli. Sú leið sé ekki farin með því félagsformi sem liggi fyrir um miðborgarfélagið. Varar hún við því að hagsmunaaðilar í atvinnurekstri fái að ráða meiru um þróun miðborgarinnar í krafti fjármagns heldur en íbúarnir. Deiliskipulag Nýlendureitar enn til umræðu Á fundi Skipulagsráð Reykjavík- urborgar 11. júlí sl. var tekið enn á ný fyrir deiliskipulag Nýlendu- reitar. Tillagan var auglýst frá 2. maí til og með 13. júní sl. og bár- ust athugasemdir frá Daða Guð- björnssyni, Stefáni Guðjónssyni, Timur Zolotuskiy, Erni Baldurs- syni, Ástu S. Gísladóttur og Aroni N. Þorfinnssyni, Sæmundi Bene- diktssyni, Magnúsi Skúlasyni fh. Húsafriðunarnefndar, Ólöf & Jon ehf. fh. Grétars Guðmundssonar, Áshildi Haraldsdóttur, Sveinbirni Gunnarssyni, Heimi M. Péturssyni og Sigurlaugu E. Gunnarsdóttur og Kristjáni S. Árnasyni. Auglýst tillaga var samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra, og með þeirri breytingu að koma skal fyrir kvöð á lóðinni nr. 20 við Nýlendu- götu um bílastæði neðanjarðar. Þar hefur Rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi fengið leyfi til að reisa kirkju. Hótel rís að Laugavegi 4-6 Kaupangur eignarhaldsfélag ehf. hefur sótt um leyfi til að rífa núverandi hús nr. 4 og nr. 6 við Laugaveg ásamt stigahúsi húss nr. 1A við Skólavörðustíg og byggja fjögurra hæða steinsteypt hótel- og verslunarhús með samtals 50 hótelherbergjum í nýbyggingu og á 2.-5. hæð hússins Skólavörðu- stíg 1A sem sameinað verður húsi að Laugavegi í einn matshluta allt einangrað að utan og múrhúðað á lóð nr. 4-6 við Laugaveg og 1A við Skólavörðustíg. Umsókninni var vísað til umsagnar rýnihóps um útlit bygginga í miðborginni. Barðinn byggir á Granda Á fundi skipulagsráðs var tekið fyrir umsókn Eignarhaldsfélagsins Barðans vegna Fiskislóðar 23-25, austan stórhýsis BYKO og Krón- unar sem er að rísa á svæðinu, til að byggja stálgrindarhús með millilofti í hluta húss fyrir versl- un og þjónustu. Skipulagsráð ger- ir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikn- ingar hafa verið lagfærðar í sam- ræmi við athugasemdir á umsókn- areyðublaði og því var málinu vís- að til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Við Fiskislóð er að rýsa annað stór- hýsi fyrir fyrirtækið Geymslur ehf. Felix Bergsson tals- maður Samfylking- arinnar í málefnum Vesturbæjarins Borgarstjórnarflokkur Samfylk- ingarinnar hefur skipað talsmenn í einstökum málaflokkum sem á að stuðla að markvissum málflutn- ingi Samfylkingarinnar í öllum málaflokkum og að ábyrgð, for- ysta og verkaskipting innan borg- arstjórnarflokksins í stefnumótun og upplýsingamiðlun sé skýr. Með- al talsmanna má nefna að Dagur B. Eggertsson verður talsmaður um stjórn borgarinnar og í skipu- lags- og samgöngumálum; Björk Vilhelmsdóttir í velferðarmálum og málefnum Faxaflóahafna; Odd- ný Sturludóttir í menntamálum og málefnum miðborgarinnar; Sigrún Elsa Smáradóttir í leikskólamál- um; Stefán Jóhann Stefánsson í íþrótta- og tómstundamálum og Felix Bergsson í málefnum Vestur- bæjarins. Nýr skrifstofustjóri borgarstjóra Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um ráðningu Magnúsar Þórs Gylfa- sonar, viðskiptafræðings, í stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra til eins árs. Magnús Þór gegnir starf- inu í leyfi Kristínar A. Árnadótt- ur sem utanríkisráðuneytið hefur ráðið til að leiða framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Borgarráð samþykkti ein- nig að Magnús Þór gegni starfi borgarritara þar til ráðið hefur verið í stöðuna. Umsóknarfrestur um hana hefur verið auglýstur til 28. ágúst nk. Magnús Þór Gylfa- son gegndi starfi skrifstofustjóra og verkefnisstjóra á skrifstofu borgarstjóra síðasta vetur og sit- ur í starfshópi borgarstjóra um bættan rekstur Reykjavíkurborg- ar. Hann var framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins á árunum 2002 til 2006 og framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2000 til 2002. Símaver borgarinnar sannar sig Umtalsverð aukning varð í þjón- ustu Símavers Reykjavíkurborgar milli áranna 2006 og 2007. Þegar borinn er saman fjöldi símhring- inga fyrstu sex mánuði ársins 2007 og fyrstu sex mánuði ársins á undan kemur í ljós að meðaltali 20% fjölgun símtala á milli ára. Auk þess hefur þjónusta Síma- versins við borgarbúa aukist tölu- vert á síðustu misserum. Símaver Reykjavíkurborgar var stofnað fyr- ir tveimur árum. Meginhlutverk þess er að tryggja íbúum borgar- innar greiðari aðgang að upplýs- ingum um þjónustu Reykjavíkur- borgar í einu símanúmeri, 4 11 11 11. Símaver Reykjavíkurborgar er allsherjar upplýsinga- og þjónustu- ver fyrir borgarbúa. Starfsmenn símaversins veita íbúum upplýs- ingar og leysa úr fjölbreyttum erindum. Íbúar fá aðstoð við að fylla út umsóknir á vef borgarinn- ar, svara fyrirspurnum og erind- um um starfsemi borgarinnar, t.d. viðburði og gatnaframkvæmdir. Símaverið er stærsta upplýsinga- veita landsins á sviði opinberrar þjónustu og stjórnsýslu. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 7. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðborg. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R H vað á að gera við Gröndalshús sem er að grotna niður við Vesturgötuna á baklóð þar sem enginn sér húsið eða getur notið þess? Sagt er að búið sé að gefa það Rithöfundasambandi Íslands sem hyggist nota það sem gestahús fyrir erlenda rithöfunda sem hingað vilja koma og skrifa, og eflaust mun andinn koma í ríku mæli yfir þá í þessu andans húsi. Það þýðir hins vegar að húsið fer ekki upp á Árbæjarsafn, sem eflaust er það eina skynsamlega í stöðunni, vegna þess að ekki er hægt er vera með vinnuaðstöðu inni á miðju sýningarsvæðinu uppi á Árbæjarsafni. Ekki virðist mikil skynsemi í því að fara með það í Grjótaþorpið og taka þar með upp eina útivistarsvæðið sem um hálft hundrað íbúa Grjótaþorps- ins hefur til útivistar á svæðinu. Það virðist komið í tísku að mótmæla þéttingu byggðar en væri það ekki í sátt við flesta ef Gröndalshúsi yrði komið fyrir á auðri lóð í Vesturbænum, t.d. við Bræðraborgarstíginn, Lynghaga, Grenimel eða neðan Ægisíðu nálægt grásleppuskúrunum þar sem það virkilega fengi að njóta sín. Nú fer fram mikil umræða og breytingar á deiliskipulagi Grandans þar sem m.a. eru að rísa verslunarstórhýsi og stórhýsi þjónustufyrirtækja. Væri ekki bara heppilegt að koma Gröndalshúsi fyrir úti á Granda, þar yrði það sýnilegt mörgum þeim sem um Grandannn fara, bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum. Kannski er pláss fyrir Gröndalshúss við Mýrargötuna, í nágrenni við kirkju rússnesku Rétttrúnað- arkirkjunnar sem þar á að rísa. Hver svo sem niðurstaðan verður er ljóst að sam- staða verður að ríkja um framtíðarstaðsetningu þessa sögufræga húss. Komið til móts við óskir íbúa H anna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipu-lagsráðs borgarinnar, segir m.a. í viðtali hér í blaðinu að tillaga að nýju deiliskipulagi að Keilugranda 1 komi til móts við óskir um minni nýtingu á lóðinni með lækkun á nýtingarhlutfalli og með því að lækka byggingar. Þannig sé hæð húsana sem næst standa íbúðabyggðinni aðeins fjórar hæðir en fer mest upp í níu hæðir við Eiðsgranda þar sem áður hafði verið gert ráð fyrir þrettán hæðum. Forseti borgarstjórnar segist ekki útiloka að gerðar verði einhverjar breytingar á þeirri tillögu sem nú er í auglýsingu, enda auglýsingatíminn til þess ætlaður að fá enn frekari viðbrögð úr umhverfinu. Forseti borgarstjórnar telur tillöguna mæta ágætlega því markmiði að byggja þarna íbúðabyggð í góðu sam- hengi við það sem fyrir er í þessum hluta borgarinnar. Er íbúalýðræði birtingarmynd valdhroka? V ið kjósum konur og karla í lands- og sveitastjórnir út frá þeirri pólitísku hugsjón og stefnu sem þau og flokkar þeirra standa fyrir. Við treystum þessu fólki til að setja sig vel inn í einstök málefni og að það taki upplýstar ákvarðanir sem eru í takt við þá hugsjón og stefnu sem það stendur fyrir. Við höfum ekki atvinnu af og fæst tíma til að setja okkur vel inn í einstök mál, sérstaklega þegar flækjustig er hátt og hags- munir miklir. Erum við almenningur betur í stakk búinn til að taka ákvarðanir í einstaka málefnum sem við höfum veitt öðru fólki umboð til og borgum því fyrir að leiða til lykta? Er hægt að tryggja að við sem höfum annað hvort takmarkaðan tíma eða áhuga til, skoðum meira en toppinn á ísjakanum í einstaka málefnum? Er eðlilegt að þeir full- trúar sem við réðum í það starf að veita okkar eigin hugsjónum brautargengi á hinum pólitíska vígvelli, leggi niður störf og segi að við eigum að bjarga okkur sjálf, þeir taki ekki afstöðu? Eru þeir stjórnmálamenn sem tala fyrir auknu íbúalýðræði raunverulega að tala fyrir bættri stjórnsýslu og auknum gæðum ákvarðanatöku eða eru þeir að fiska eftir atkvæðum með því að þykjast treysta almenningi í verkið? Erum við með aukinni kröfu um íbúalýðræði að meta okkar hæfni til þátttöku í stjórnmálum rétt eða er þetta bara birtingarmynd valdhrokans sem blundar, í misjöfnum mæli þó, innra með okkur öllum? Þessar spurningar, og reyndar margar fleiri er rétt að hafa í huga þegar deilt er við kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum og Alþingi um deiliskipulag og þéttingu byggðar, um framtíðaráform í menntamálum eða byggingu nýs grunnskóla, um fjárhagslegan stuðning við starfsemi íþróttafélaga sem snertir stóran hluta allra íbúa eða bara um við- hald gatna sem stundum verður hitamál, sérstaklega þegar um ræða þá götu sem við- komandi býr við. Íbúalýðræði er gott, en það gefur ekki sjálfkrafa leyfi til að mótmæla nánast öllu sem kjörnir fulltrúar samþykkja og hrinda í framkvæmd. Geir A. Guðsteinsson Framtíð Gröndalshúss Vesturbæingar Á ekki bara að flytja Gröndalshús í Hljómskálagarðinn? JÚLÍ 2007

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.