Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 8
Útivistarreglur barna eru skýrar. Frá 1. september
til 1. maí mega börn 12 ára og yngri vera úti til kl.
20.00 og börn 13 til 16 ára mega vera úti til kl. 22.00.
Útivistarreglur eru samkvæmt barnaverndarlögum.
Börn mega ekki vera á almannafæri utan ofangreinds
tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út
af reglunum þegar börn 13 til 16 ára eru á heimleið
frá viðurkenndri skóla-, íþrótta-, eða æskulýðssam-
komu. Rétt er að minna á að aldur miðast við fæðing-
arár, ekki fæðingardag.
Lögreglan segir að fylgst sé sérstaklega vel með
útivist barna eftir að skólar byrji á haustin og rökkva
tekur fyrr á kvöldin. Í einhverjum tilfellum ekur lög-
reglan börnunum heim sem eru að brjóta útivistar-
reglurnar en séu þau nálægt sínu heimili eru þau
oftar beðin að fara heim strax. Lögreglan stefnir að
því að fara alla skóla Reykjavíkur á haustin til þess
að leggja áherslu á útivistarreglurnar, og auk þess fái
börnin segulspjöld í skólanum sem þau eiga að færa
foreldrum sínum. Á þeim koma fram upplýsingar um
útivistartímann. Segulspjaldið má t.d. festa á ísskáp-
inn, og þannig eru allir fjölskyldumeðlimir meðvitað-
ir um útivistartíma barna í fjölskyldunni.
8 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006
Merkum tímamótum var fagnað í
Melaskóla 5. október sl, en þá varð
skólinn 60 ára. Nemendur voru þá
850 talsins en eru í dag tæplega
600. Á þessum sex áratugum er
talið að um 11 þúsund nemendur
hafi útskrifast frá honum. Skólinn
tók við af Skildinganesskóla sem
var til húsa á ýmsum stöðum í
Skerjafirði og á Grímsstaðaholtinu
á árunum 1926 til 1946, er kennsla
hófst í Melaskóla. Í tilefni afmælis
Melaskóla var boðið upp á alls kyns
skemmtiatriði í skólanum frá mor-
gni til kvölds, s.s. söng, ljóðalestur,
tónlist, leikrit og dansatriði. Frum-
fluttur var sérstakur skólasöngur,
en þrátt fyrir aldurinn hefur skól-
inn aldrei átt sinn eigin skólasöng.
Ljóðið samdi Ólafur Jóhannsson
en lagið Gunnar Gunnarsson. Skóla-
hljómsveit Vesturbæjar lék hann
m.a. á planinu á afmælisdaginn.
Fyrsta erindi skólasöngsins er
svo:
Í Melaskólann stelpur streyma
og strákar, enginn situr heima,
því oftast þykir öllum gaman,
svo ágætt að vera hérna saman.
Bókaútgáfan Skrudda að Eyjar-
slóð 9 mun í næsta mánuði gefa út
bók um skólann sem verður um 400
blaðsíður að stærð í stóru broti, en
í henni verða myndir af öllum 12
ára bekkjum í skólanum frá stofnun
hans árið 1946. Undir hverri mynd
verður nöfn allra nemenda og kenn-
ara auk þess heimilisfangs þar sem
nemendur bjuggu á þeim tíma sem
myndin var tekin.
Melaskólinn 60 ára
Virða foreldrar
útivistarreglur
barnanna?
Þessi börn í Grandaskóla mega vera úti til kl. átta á
kvöldin. Foreldrar þeirra fylgja því örugglega eftir.
Hér eru þau hins vegar að leik á öruggum tíma við
Ægisíðu.
„Við megum ekki missa
sjónar á því að velferðar-
kerfið á að vera fyrir þá
sem þurfa á aðstoð
að halda en ekki
hina sem nóg hafa.“
- Sigríður Andersen
www.sigridurandersen.is
Prófkjör sjálfstæðismanna
í Reykjavík,
27. og 28. október.
Kosningaskrifstofa stuðningsmanna Sigríðar
Andersen er í Landssímahúsinu við Austurvöll.
Síminn er 561 4567. Alltaf heitt á könnunni.
�������������
���������������������
Geir Haarde forsætisráðherra er einn þeirra sem hafa verið í
Melaskóla. Við hlið hans er Ingi Kristinsson, fyrrum skólastjóri. "Fram, fram fylking.
Skólanum voru færðar gjafir, m.a. frá JPV og Eddu. Hallveig
Sigurðardóttir færir skólastjóranum, Rögnu Ólafsdóttur, bækurnar. Fjöldi manns kom á afmælishátíðina.