Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 10

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 10
10 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006 Félagsmiðstöðin Vesturgötu 7: Þrjár félagsmiðstöðvar Þjónustu- og rekstrar- sviðs, þ.e. á Aflagranda, Vitatorgi og Vesturgötu, voru með opið hús á menningarnótt í ágúst- mánuði sl. Halldóra Guðmundsdóttir, deildar- stjóri félagsstarfsins á Vesturgötu 7, segir að um áramótin 2000 hafi félagsmiðstöðvunum verið breytt frá því að vera einungis ætlaðar 67 ára og eldri í það að vera öllum opnar. Halldóra segir þessa staðreynd vera eitt best varðveitta leyndarmál borgarinnar. Meðal þess sem boðið var upp á í félagsmiðstöðinni Vesturgötu 7 á menningarnótt var handverkssala, en hægt er að leggja stund á hvers kyns handverk í félags- miðstöðinni. Einnig var hægt að sjá handverks- fólk að störfum, en Halldóra leggur áherslu á að allir geti gert þetta og þannig sé starfið m.a. gert sýnilegt almenningi. Hægt að leggja á stund á hvers kyns handverk Aukin umferð kallar á aukna athygli Seinni hluta júnímánaðar og í júlí er mun minni umferð á götum á höfuðborgarsvæðinu en á öðr- um árstímum. Skýringin er aug- ljós. Margir eru í sumarleyfum og þá á ferðalögum innanlands eða utan. En eftir verslunarmanna- helgi eykst umferðin yfirleitt tölu- vert og sú var raunin þetta árið. Miklar framkvæmdir standa yfir á götum og gatnamótum. Þetta gerir auknar kröfur til ökumanna og hefur meiri áhrif eftir því sem umferðin eykst. Þá gildir í raun ekkert annað en gamla góða þol- inmæðin, sem stundum er sagt að sigrast á öllum heimsins þraut- um. Síðla sumars og á haustin breyt- ist eðli umferðarinnar töluvert. Skólar hefja starfsemi, sem hefur í för með sér aukna umferð skóla- fólks, bæði akaandi og ekki síður gangandi og er þar átt við skóla- börnin. Allt kallar þetta á aukna aðgæslu og meðvitund ef vel á að fara. Ekki er úr vegi að nefna þau vandamál sem oft skapast umhverfis grunnskóla víða um land og stafa af mikilli bílaumferð. Þar er oftast um að ræða foreldra sem eru að keyra börnin sín í skól- ann. Á undanförnum árum hafa þær raddir orðið sífellt háværari sem telja að rétt sé með mark- vissum hætti að hvetja foreldra til að sjá til þess að börnin geti farið gangandi í skólann. Þar með er fyrrnefnd hætta í raun úr sög- unni. Stundum reynist hins vegar nauðsynlegt að keyra börnin og þá þurfa allir að sýna mikla aðgát. Aftanákeyrslur meðal algengustu umferðaróhappa Með aukinni umferð í þéttbýl- inu eykst þörfin fyrir aðgæslu til að koma í veg fyrir aftanákeyrslur. Þær eru meðal algengustu umferð- aróhappa hér á landi. Orsakir þeirra eru yfirleitt nokkuð augljós- ar. Ökumenn hafa alltof lítið bil milli ökutækja. Ekkert má útaf bera og sé haft í huga hversu hratt er ekið á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu er hætta á óhöppum af þessu tagi óumflýjan- leg. Afleiðingar þeirra geta oft á tíðum verið mjög langvarandi og sársaukafullar. En orsakirnar geta verið fleiri en það að bilið milli bíla sé of stutt. Þess eru fjölmörg dæmi að þegar ökumenn bíða á gatnamótum leggi þeir af stað af einhverjum ástæðum án þess að velta fyrir sér að kyrrstæður bíll sé fyrir framan. Þannig þurfa allir ökumenn alltaf að hafa fulla athygli við aksturinn ef komast á hjá óhöppum og slysum. Það eru einu sinni vegfarendurnir sem stýra því hvernig umferðin geng- ur fyrir sig. Gangandi vegfarend- ur þurfa líka að vera vel á verði og gera ráðstafnir til að þeir sjáist í umferðinni. Endurskinsmerki af einhverju tagi skipta miklu máli í þeim efnum og geta komið í veg fyrir alvarleg slys á gangandi veg- farendum. Sigurður Helgason Verkefnastjóri Umferðarstofu Umferðin getur stundum verið allt að því ógnvekjandi, ekki síst síð- degis á föstudögum. Þá þarf athyglin að vera í lagi, sem hún þarf reyndar að vera alltaf í umferðinni. Frá félagsmiðstöðinni á Vesturgötu 7. Krakkarnir á frístundaheimilinu Skýjaborgum í Vesturbæjarskóla fóru á listasýningu í Hafnarhús- inu í vikunni. Það er ekki oft sem börn komast á sýningu þar sem má snerta og leika sér með verkin og má því segja að þau hafi not- að tækifærið vel og nutu þess að vera í undraheimi listarinnar. Sýningastjórar völdu unga lista- menn sem spreyttu sig á spurn- ingum sem varðar nýtingu safna- rýmisins. Tilill sýningarinnar vís- ar til uppvaxtaskylirða táninga við síðustu aldamót, en á þeim tíma skaut rótum neðanjarðar dansmenning undir heitinu “Pakk- hús Postulanna.” Umsjónarmaður Skýjaborga er Laufey Hrönn Jóns- dóttir. Skýjaborgarkrakkarnir á listasýn- ingunni “Pakkhús Postulanna” Á Ægisgötu á leið á sýninguna. Tónlistinni var gert hátt undir höfði Vesturgötunni sl. menningarnótt og þar lék m.a. Dixielandsveit Árna Ísleifssonar nokkur lög.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.