Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Síða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Síða 12
Ég er í framboði í prófkjöri Sam- fylkingarinnar 11. nóvember nk. En af því að ég bið ekki um tiltekið sæti, mun ekki opna kosningaskrif- stofu, sendi ekki út litprentaðan auglýsingabækling og ónáða ekki kjósendur með skipulögðum hring- ingum, hefur sá orðrómur komist á kreik að ég meini lítið með þessu framboði. Það er misskilningur. Mér er full alvara með þátttöku minni og sækist eftir fylgi. Í hvaða sæti sem er. Ég býð mig fram til að veita jafnaðarstefnunni lið en legg ekki síður áherslu á að vera fulltrúi eldri kynslóðarinnar. Kem enda úr hennar röðum. Málefni eldri borgara hafa mjög verið í umræð- unni undanfarin misseri og ekki að ástæðulausu. Þjónustu hrakar og er að mörgu leyti til vansæmdar. Tekjuskerðingar almannatrygginga eru óréttlátar ef ekki beinlínis alvit- lausar. Lífeyri aldraðra er langt fyr- ir neðan velsæmismörk og skatt- ar af almennum lífeyrisgreiðslum eiga að vera þeir sömu og skattar af fjármagnstekjum. Fyrir því mun ég sérstaklega berjast. Þá er kominn tími til að gera atlögu að þeirri ósvinnu lífeyris- sjóðanna, að lífeyrisgreiðslur til maka lífeyrisþega séu skornar við trog, þegar lífeyrisþegi fellur frá. Þannig að það er af mörgu að taka. Þær hugmyndir hafa verið á lofti að eldri borgarar bjóði fram sérstakan lista við næstu alþingis- kosningar. Ég er að vísu efins um skynsemi þess. Ég held að það framboð muni ekki hafa erindi sem erfiði. Tilteknir aldurshópar eiga ekki að einangra sig frá flokkun- um og annari pólitískri umræðu. Nær er að stjórnmálaflokkarnir fái sjálfir að axla þá ábyrgð og skyldu að hleypa fulltrúum eldri kynslóð- arinnar að. Við skulum láta á það reyna. Ég held líka að það sé tilraunar- innar virði að fara í framboð án þess að eyða milljónum króna í auglýsingaherferð um eigið ágæti. Þær milljónir hef ég svosum ekki tiltækar og mér geðjast held- ur ekki að því að fá aðra til að borga undir mig herkostnaðinn. Auk þess að oftast eru þetta óekta glansmyndir. En fyrst og s íðast e r e r i n d i m i t t i n n á þennan vettvang að leggja þeim málstað lið, sem berst fyrir sam- félagslegri á b y r g ð , manneskju- l e g u m o g ö f g a l a u s - um áhrifum jafnaðar og réttlætis. Vinda ofan af græðginni og gróð- anum. Skapa leikreglur sem bæði ríkir og fátækir geta sætt sig við. Þjóðin þarf á því að halda. Það er engum til góðs að langvar- andi völd safnist á sömu hendur. Hvorki valdhöfunum né þegnun- um. Það er komi tími til breytinga. Þess vegna er ég í framboði, af því mig varðar um framtíð barna minna og barnabarna. Og það er full alvara. Ellert B. Schram Kirkjugarðurinn við Suðurgötu, Hólavallagarður, er „stærsta og elsta minjasafn” Reykjavíkur, seg- ir Björn Th. Björnsson listfræðing- ur á í bók sinni Minningarmörk í Hólavallagarði. Það er mikilvægt að varðveita garðinn fyrir kom- andi kynslóðir. Til eru lög um varð- veislu gamalla húsa en ekki garða. Ég hef lagt til á Alþingi ásamt tólf öðrum þingmönnum að tryggð verði varðveisla, uppbygging og kynning á þeim menningarverð- mætum sem fólgin eru í Hólavalla- garði svo komandi kynslóðir fái notið hans. Í fyrra var garðurinn eina tilnefning Íslands til umhverf- isverðlauna Norðurlandaráðs. Einn merkasti kirkjugarður í Evrópu Garðurinn var aðalkirkjugarður Reykjavíkur frá árinu 1838. Minn- ingarmörkin segja sína sögu um þróun bæjarins og fólkið sem lifði þar og bjó fyrrum. Margir legstein- ar hljóta að hafa kostað stórfé þegar þeir voru settir upp og sýna hvernig fyrri kynslóðir mátu minn- ingu látinna. Hverfi minnismerkin hverfur einnig hluti sögunnar. Í skýrslu um þau segir að á því leiki vart vafi að garðurinn sé með merkustu kirkjugörðum hér- lendis og jafnvel þótt víðar væri leitað í Norður-Evrópu. Fyrir því eru nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að engin meiriháttar röskun hefur orðið á garðinum frá því að hann var vígður. Garður- inn heldur því sínum upphaflega svip frá því að fyrst var grafið og þar til lokið var við síðustu stækk- un hans í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar. Ólíkt því sem sjá má í eldri kirkjugörðum á Norður- löndum hefur elsti hluti garðsins verið látinn algerlega óhreyfður. Gönguferð milli minningarmarka í garðinum er sem ferð í tíma þar sem sjá má þróunina í gerð þeirra, auk þess sem garðurinn er heimild um list- og táknfræði, per- sónusögu og ættfræði og stefnur í byggingarlist, auk annars sem nefna mætti. Á mörgum legstein- um frá því um miðbik síðustu ald- ar eru lágmyndir af þeim sem þar hvíla og eru m a r g a r þeirra merk- a r h e i m - i l d i r u m listamenn- ina Einar Jónsson og Ríkarð Jóns- son. Hóla- vallagarður er mjög gró- inn og er þar að finna hátt á annað hundrað plantna, en grasafræðin er eitt af því sem full ástæða væri að rannsaka og þá gildi garðsins sem grasagarðs. Sögulegar heimildir á hverju strái Annað sem gerir Hólavallagarð mjög merkan er mikið af járn- steyptum minningarmörkum, aðallega krossum, auk fjölda járn- steyptra grindverka. Hlutfallslega eru mörg slík minningarmörk varðveitt hér á landi, en erlendis hafa pottjárnskrossar og -girðing- ar oft farið forgörðum. Víða var öllu járni í kirkjugörðum safnað saman í styrjöldum og það brætt til hergagnagerðar. Hólavallagarð- ur er því söguleg heimild um ýms- ar iðngreinar. Vegna þess hve garðurinn er einstakur hefur hann aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn sem inn- lenda. Það hefur komið vel í ljós í skipulögðum göngum um garðinn undanfarið. Skálda-, ljóða-, sögu- og listagöngur gætu orðið fastur liður hjá komandi kynslóðum ef garðurinn fær að haldast óbreytt- ur og menningarverðmæti sem hann hefur að geyma verða varð- veittar. Hann er þjóðargersemi í Vesturbænum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir er þingmaður Reykjavíkur og Vesturbæingur. Hún stefnir á 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar 11. nóvember nk. 12 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006 Frábær ferðadragt Þær einfaldlega krumpast ekki Mörg snið stærðir 36-48 Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli. Laugavegi 63 • Sími 5514422 BASIC DRAGTIN ALLTAF KLASSÍSK, ALLTAF FLOTT Skoðið Basic bæklingin á Laxdal.isSkoðið Basic bæklinginn á Laxdal.is Framboð í fullri alvöru Ellert B. Schram Hólavallagarður - ger- semi í Vesturbænum Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Nudd - heilun - hómópatía - fótsnyrting Höfuðbeina og spjaldhryggsjöfnun Aðstaða (herbergi) til leigu fyrir slíka eða álíka starfsemi í vesturbænum. Sameiginleg lítil móttaka, snyrting, sturta, gufubað og ljósabekkur. Nuddari starfandi á staðnum. Upplýsingar í síma 563 9900 Auður og 892 0394 Guðmundur.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.