Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Page 13
Skátaheyfingin verður 100
ára á næsta ári, en er síung í
anda. Mikill hugur er í skátum
af þeim sökum. Skátar munu
fagna 100 ára afmælinu á við-
eigandi hátt á næsta ári með
samkomum og skátamótum.
Stærsti hópur íslenskra ung-
menna sem farið hefur á skipu-
lagðan viðburð erlendis er á
leiðinni á Alheimsmót skáta á
næsta ári. Rúmlega 350 íslensk
ungmenni taka þátt í mótinu og
með fylgdarliði telur þetta um
400 manns.
Skátafélagið Ægisbúar er hluti
af bræðralagi skáta og ætla ekki
að láta sitt eftir liggja í að gera
þetta starfsár sem eftirminnileg-
ast. Ægisbúar hafa verið sérlega
duglegir við að stunda útivistina
upp á síðkastið og hafa verið á
faraldsfæti seinustu vikurnar en
í haust hafa verið farnar dags-
ferðir og í eina útilegu.
Skátasveitir 10-12 ára fóru hjó-
landi að Öskjuhlíðinni í lok sept-
ember í dagsferð sem bar yfir-
skriftina “Klifur og keila.” Klifrið
fór fram þar sem olíutankarnir
voru forðum í Öskjuhlíðinni rétt
hjá Keiluhöllinni. Skátarnir höfðu
vikurnar á undan fengið þjálfun í
notkun klifurútbúnaðar og voru
vel undirbúinn til að klifra í berg-
inu. Skátarnir skiptu sér í flokka
sem skiptust á að klifra og sá
hver flokkur um að tryggja sinn
klifrara og skiptust allir í flokkn-
um á að tryggja og klifra. Foringj-
ar stóðu hjá og pössuðu að allt
færi fram með réttum hætti og
fyllsta öryggis væri gætt. Þegar
allir höfðu klifrað var farið í
diskókeilu í Keiluhöllinni.
Taka númer upp á Keili
Ylfingar fóru í ratleik um mið-
bæ Reykjavíkur einn helgardag-
inn. Ratleikurinn endaði í Hafn-
arhúsinu þar sem yfirstandandi
sýning var skoðuð. Deginum
lauk með busli og látum í Sund-
höll Reykjavíkur. Fyrir stuttu fór
Sjóarasveit í Elliðaárdalinn en
þar fór fram æsispennandi leik-
ur og nýir Sjóarar voru vígðir
inn í sveitina. Foringjar félagsins
gengu á Keili í svíðandi hita þann
1. október sl. en umferðin var
svo mikil af gangandi fólki þann
daginn að það lá við að skátarnir
þyrftu að taka númer til að fá að
komast upp.
Unglingar á aldrinum 13-14 ára
í sveitinni Hvíta fjöðrin fór í úti-
legu helgina 6. - 8. október sl.
Gist var í skála félagsins Arnar-
setri við mikinn fögnuð, dans og
söng. Hjól voru losuð úr rútu við
Bláfjallaafleggjarann og hjólað
að Arnarsetri. Það sem eftir
lifði kvölds var RISK-að, farið í
Twister og dansað við ljúfa tóna
ipodsins. Laugardagurinn var
strembinn, hjólað upp að skíða-
svæðinu í Bláfjöllum og farið í
þrjá hella. Kvöldið var notað í að
sitja við stóran varðeld og nýir
félagar voru vígðir í sveitina. Á
kvöldvöku var gert óspart grín
að sveitarforingja og hin frábæri
leikur King frog var leikinn þar
til að sumir voru farnir að dotta
í stólunum sínum. Heim var hald-
ið á sunnudegi í roki og rigningu,
en ekki hjólandi.
Framundan hjá félaginu er
félagsútilega við Úlfljótsvatn sein-
ustu helgina í október. Þemað í
útilegunni er hrekkjavaka og eru
skátarnir þegar byrjaðir að undir-
búa sig undir hrekki og hrikalegt
fjör. Í nóvember verða margar
sveitarútilegur og Hafmeyjur, Sef-
meyjur og dróttskátasveitirnar
fara einnig í útilegu. Þess utan
verða ýmsir viðburðir á vegum
félagsins sem skátarnir geta sótt.
Allir geta verið með í skátaævin-
týrinu og það er aldrei of seint
að byrja, aðeins að drífa sig á
fund.
13VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2006
4
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík,
27. og 28. október.
Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6
Sími: 561-2620 og 561-2624
www.sigurdurkari.is
Vesturbæingar!
Sigurð Kára Kristjánsson
alþingismann í 4. sæti
VIÐ STYÐJUM SIGURÐ KÁRA!
Ásthildur Helgadóttir
Knattspyrnukona
Jónas Kristinsson
Framkvæmdastjóri
Einar Baldvin Árnason
Lögmaður
Kristinn Vilbergsson
Forstjóri
Kristján Finnbogason
Markaðsfulltrúi
Baldur Stefánsson
Stjórnandi
í fjárfestingabanka
Klifrað, hjólað og
djammað í skátastarfinu
Klifrað örugglega.
ÖLL ALMENN PRENTUN
SÍMI 561 1594
895 8298
HRÓLFSSKÁLAVÖR 14
NETFANG: NES@ISHOLF.IS