Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Side 15
15VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2006
Nú hafa hvalveiðimenn tek-ið gleði sína á ný.Á sama tíma skiptast
menn í tvö horn í afstöðunni til
hvalveiða. Byssan var hreinsuð
og fægð, hvalbáturinn gerður í
stand og svo var haldið á miðin
og fyrsti hvalurinn tekinn eins
og í gangster í kúrekamynd: Upp
með bægsli! Búmm! Og heims-
byggðin fylgdist með og hneyksl-
aðist.
Hvalveiðar eru umdeildar og á
málinu í það minnsta tvær hlið-
ar. Annars vegar er um að ræða
rétt okkar Íslendinga til að taka
sjálfstæðar ákvarðanir og hefja
veiðar á ný skv. aldagamalli hefð
og hins vegar almenningsálitið
úti í hinum stóra heimi. Okkur
Íslendingum þykir þetta flestum
ekkert tiltökumál en vitum hins
vegar ekki hvenær við verðum
búin að bíta úr nálinni með þessa
umdeildu ákvörðun.
Þessi pistill er ritaður í Skutuls-
firði, nánar til tekið á skrifstofu
sóknarprestsins þar. Fjörðurinn,
kenndur við hvalveiðitól, blas-
ir við augum úr gluggum svo
og bærinn fagri Ísafjörður sem
stendur á Eyri við Skutulsfjörð.
Hér hljóta menn að hafa skutlað
hval fyrr á öldum og nýtt úr hon-
um allt, spikið, kjötið og beinin.
Löngu síðar hófu menn svo veið-
ar með því að skjóta skutlinum
úr byssu.
Á vef Hafrannsóknarstofnun-
ar segir m.a. um hrefnuveiðar:
„Árið 1914 er talið marka upp-
haf hrefnuveiða hér við land
þótt eflaust hafi stöku hrefnur
verið ,,strengjárnaðar” fyrr. Það
ár hóf Þorlákur Guðmundsson
bóndi að Saurum, síðar kallað-
ur Hrefnu-Láki, hrefnuveiðar í
Ísafjarðardjúpi. Á næstu árum
breiddust þessar veiðar út til
nokkurra staða á Norðurlandi en
umfang veiðanna var þó lítið og
voru þær einkum stundaðar sem
aukabúgrein með hefðbundnum
fiskveiðum.”
Hrefnu-Láki sem var frægur
veiðimaður var hálfbróðir Bárð-
ar G. Jónssonar afa míns. Til er
saga af Hrefnu-Láka þegar hann
lenti tvívegis í snjóflóði á Súðavík-
urhlíð í einni og sömu ferðinni.
Hann var með byssu í hönd og
sagði eftir á eitthvað á þessa
leið: Ég sleppti aldrei byssunni,
hélt henni alltaf á lofti og upp úr
flóðinu!
Sonur hans, Karl eða Hrefnu-
Kalli, eins og við kölluðum hann,
kom oft með feng sinn til Ísafjarð-
ar þegar ég var strákur og þá
fór ég „oní bæ” eins og sagt var
og niður á bæjarbryggju til að
kaupa hrefnukjöt. Kalli bograði
þar yfir hrefnunni, skar úr henni
stykki, vigtaði á krókvog, skar
síðan gat í stykkið, setti snæris-
spotta í gegnum gatið og fékk
mér. Síðan gekk ég með stykkið
heim með blóðslóðina á eftir mér
og fékk mömmu sem eldaði kjöt-
ið af sinni snilld. Og enginn mót-
mælti. Þá vorum við Íslendingar
svo „langt frá heimsins vígaslóð”
að fáir vissu hvað við vorum að
gera og þótt þeir vissu það þá
voru hugmyndir manna allt aðr-
ar og afstaðan til lífríkisins allt
önnur en nú. Nú er okkur öllum
ljóst að jörðin er ekki óþrjótandi
uppspretta gæða, að lífríkið er
viðkvæmt og auðvelt er að skaða
jafnvægið í sköpuninni.
Við teljum okkur eiga rétt til
hvalveiða. Og réttlætiskennd
er göfug og góð. En stundum er
mönnum bara ekki stætt á að
standa á rétti sínum því réttur
annarra kann að stangast á við
rétt þeirra. Við Íslendingar erum
ekki einir í heiminum og þurfum
að taka tillit til annarra.
Mér þykir hvalkjöt gott og
hrefnuhjartað sem ég smakk-
aði meðal 60 rétta á Villibráðar-
kvöldi á Hótel Ísafirði á dögun-
um var gómsætt og gott. En við
verðum að hlusta á umheiminn,
jafnvel þótt hann skilji okkur ekki
og sé jafnvel illa upplýstur á köfl-
um. List samræðunnar er erfið
en hún er mikilvæg. Líklega mun
hún skila meiri arði þegar upp
verður staðið en bægslagangur
þeirra sem nú vilja standa á rétti
sínum til hvalveiða.
Bægslagangur
Námskeiðið er á fimmtudögum kl. 17-19 í fjögur skipti, haldið í Vesturgarði á Hjarðarhaga.
Námskeiðið halda Helga Arnfríður sálfræðingur í Vesturgarði og Sólveig Þórhallsdóttir
hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi.
Verð 9000 kr fyrir foreldra og 6000 kr fyrir foreldri.
Skráning og nánari upplýsingar í Vesturgarði í síma: 411 1700 eða sendið
tölvupóst til: hrafnhildur.gisladottir@reykjavik.is