Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Qupperneq 16
Um næstu helgi tek ég í annað
skipti þátt í prófkjöri okkar sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík. Ég geri það
hins vegar í fyrsta skipti sem íbúi í
Vesturbænum, enda ákvað ég og fjöl-
skylda mín að setjast að í hverfinu í
sumar.
Síðan ég var kjörinn á þing hef
ég lagt mig fram við að standa að
málum sem horfa til hagsbóta fyrir
almenning. Ég hef átt frumkvæði að
fjölda þingmála og stutt frumkvæði
annarra þingmanna í samræmi við
þau sjónarmið sem ég stend fyrir.
Ég vil halda áfram að vinna að þeim
málum sem ég tel að bæti okkar sam-
félag og kjör alls almennings.
Aukin verðmætasköpun
Undirstaða blómlegs atvinnulífs
og góðra lífskjara er að Ísland sé
opið og frjálst. Við eigum að kapp-
kosta að ryðja burtu hindrunum,
sem standa í vegi frumkvöðla til
verðmætasköpunar, í stað þess að
reisa nýjar. Og stefna að því að skil-
yrði til atvinnustarfsemi og fjárfest-
inga séu hér hagfelldari en nokkurs-
staðar þekkist.
Það besta sem kjörnir fulltrúar
almennings geta gert til bæta kjör
almennings er að létta byrðarnar
sem á þeim hvíla. Mikilvægt er að
einfalda skattlagningu á tekjur, fjár-
magn, vörur og þjónustu. Það ber
að halda áfram að lækka tekjuskatta
á einstaklinga. Og forgangsmál er að
draga verulega úr álögum á matvör-
ur og afnema innflutningshindranir
á þessar nauðsynjavörur.
Forysta í menntun
Tækniframfarir og aukið frelsi hafa
aukið samkeppni um störf. Verðmæt-
ustu störfin eru í boði þar sem sér-
þekkingin er mest; hún er forsenda
árangurs. Góð menntun er þess
vegna lykilatriði. Gera þarf meira
til að auka samkeppni, sveigjanleika
og fjölbreytni í menntamálum ef skól-
arnir eiga að geta mætt auknum kröf-
um. Við þurfum að ganga lengra í
að tengja fjárframlög við nemendur
og auka jafnræði skóla óháð rekstr-
arformi.
Á sama tíma og við viljum hafa
samfélagið opið, viljum við gera
búsetuna hér eftirsóknarverða. Að
Ísland sé öruggt og uppbyggilegt
þjóðfélag. Barátta gegn glæpastarf-
semi er eitt. Annað mikilvægt atriði
er forvarna- og uppbyggingastarf,
sem þarf að efla í gegnum skóla- og
í þróttastarf í þeim tilgangi að stýra
börnum og unglingum inn á rétt-
ar brautir í lífinu. Og með aukinni
áherslu á meðferðarúrræði fyrir þá
einstaklinga sem villast af leið, en
ekki bara refsigleði.
Virðing við samborgarana
Aukið frelsi í samfélaginu skapar
tækifæri. En við verðum að kunna
að ganga um frelsið og koma fram
við samborgarana af virðingu. Meið-
andi umfjöllun um einstaklinga í
fjölmiðlum hefur keyrt um þverbak
á síðustu árum. Rík ástæða er til
að styrkja stöðu þeirra sem verða
fyrir árásum
á æru sínu.
Þá verður
að tryggja
vernd fólks
gegn óhóf-
legri ásókn í
þeirra einka-
málefni, sem
oftar en ekki
verður tilefni
óheilbrigðr-
ar og villandi
þjóðfélags-
umræðu.
Þetta eru verkefni framtíðarinn-
ar sem ég vil vinna að á komandi
kjörtímabili og fer því þess á leit við
sjálfstæðismenn að þeir veiti mér
brautargengi og atkvæði sitt í 4. sæti
á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Sigurður Kári Kristjánsson,
alþingismaður.
16 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2006
Radisson SAS Hótel Saga / Hagatorgi
sími 525 9970 / www.skrudur.is
„BRUNCH“
Bjóðum fjölskylduna velkomna í
50% afsláttur fyrir börn 6 – 12 ára
og frítt fyrir yngri en 6 ára
á Skrúði Hótel Sögu alla sunnudaga
kl. 11.30 - 14.00
Verkefni framtíðarinnar 4
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík,
27. og 28. október.
Kosningaskrifstofa Sigurðar Kára - Aðalstræti 6
Sími: 561-2620 og 561-2624
www.sigurdurkari.is
Vesturbæingar!
Sigurð Kára Kristjánsson
alþingismann í 4. sæti
VIÐ STYÐJUM SIGURÐ KÁRA!
Ásthildur Helgadóttir
Knattspyrnukona
Jónas Kristinsson
Framkvæmdastjóri
Einar Baldvin Árnason
Lögmaður
Kristinn Vilbergsson
Forstjóri
Kristján Finnbogason
Markaðsfulltrúi
Baldur Stefánsson
Stjórnandi
í fjárfestingabanka
Sigurður Kári
Kristjánsson.
Dagana 27. og 28. október mun
Sjálfstæðisflokkurinn halda próf-
kjör sitt í Reykjavík. Ég hef ákveð-
ið að bjóða mig fram í 3. sæti og
er þegar þetta er skrifað á fullri
ferð í prófkjörsbaráttu. Mig lang-
ar að nota þetta tækifæri til að
fara nokkrum orðum um hvers
vegna ég bauð mig fram og hvað
ég tela a skipti mestu í stjórnmál-
unum næstu misserin og árin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver-
ið í forystu landsstjórnarinnar
frá 1991. Þá var áherslan lögð
á að einkavæða þau fjölmörgu
fyrirtæki sem voru í eigu ríkis-
ins, ná tökum á hallarekstri rík-
issjóðs, greiða niður erlendar
skuldir, lækka skatta á fyrirtæki
og almenning og auka viðskipta
og athafnafrelsið. Þegar horft er
yfir farin veg má sjá að árangur-
inn er gríðarlegur. Kaupmáttur-
inn hefur aukist gríðarlega, skatt-
arnir og skuldirnar hafa lækkað,
einkavæðingin hefur leyst úr
læðingi gríðarlegt afl, íslenskir
athafnamenn finna kröftum sín-
um farveg út um allan heim og
svo mætti lengi telja. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur veitt þessum
breytingum forystu og þjóðin
hefur veitt honum umboð til að
halda áfram á sömu braut allt frá
1991. Það er enn verk að vinna í
öllum þessum málum og í raun
lýkur þeim aldrei. En það er mitt
mat að í vor þurfi Sjálfstæðis-
flokkurinn að koma til þjóðarinn-
ar með nýjar áherslur í bland
við þá stefnu sem mörkuð hefur
verið í þeim málum sem ég nef-
ndi hér að ofan. Sjálfstæðisflokk-
urinn þarf að vera hægri grænn,
því hugmyndir okkar Sjálfstæðis-
manna um hvernig sætta má nátt-
úruvernd og náttúrunýtingu eru
líklegar til að ná fram sátt með
þjóðinni um þennan mikilvæga
málaflokk. Fyrir okkur Íslendinga
er nauðsynlegt að umhverfis-
vernd sé óaðskiljanlegur hluti
af efnahagsstarfseminni og ég
tel að það sé eitt megin verk-
efni minnar kynslóðar að tengja
saman efna-
hagslífið og
u m h v e r f -
i s v e r n d .
Menntamál
og vísinda-
s t a r f s e m i
þ u r f a a ð
vega þungt
og ég hef
lagt áher-
slu á að við
Ís lending -
ar setjum
okkur metnaðarfull markmið. Ég
er sannfærður um að við getum
búið til besta grunnskóla í heimi
ef við erum áræðin og djörf og
tilbúin til að auka sveigjanleika
á öllum sviðum skólastarfsins.
Hagvöxtur framtíðarinnar mun
eiga uppruna sinn í menntun
og jafnframt eigum við að setja
okkur það markmið að öll börn
eigi sömu tækifæri í lifinu óháð
efnahag foreldra þegar grunn-
og framhaldsskólanámi lýkur.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
halda áfram að koma til móts
við aldraða og sérstaklega eigum
við að horfa á þann vanda sem
skerðing lífeyrisgreiðslna vegna
atvinnutekna veldur. Sífellt fleiri
eldri borgarar halda góðri starfs-
getu og okkar fámenna land hef-
ur ekki efni á því að búa við kerfi
sem letur þá til að nýta þekkingu
sína og vinnusemi. Svona mætti
lengi telja, verkefnin eru óþrjót-
andi. Hugmyndir og hugsjónir
okkar sjálfstæðismanna hafa
reynst þjóðinni vel og ég tel að
við þurfum nú að nota þessar
sömu hugsjónir til að fást við
ný verkefni - við þurfum nýjar
áherslur til að geta unnið þjóð-
inni áfram gagn. Ég vil leggja mitt
af mörkum til að vel takist til.
Illugi Gunnarsson
- býður sig fram í 3. sætið í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins
Verkefni - nýjar áherslur
��������������
����������
�����������������������������������������������������������������������
�����������������������������������������������
������������������
��������������������
�������������������
�����������������������������������
�������������������������������
������������������������������
������������������������
������������������������������������
����������������������������������
�������������
Illugi Gunnarsson.