Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Side 19

Vesturbæjarblaðið - 01.10.2006, Side 19
Íslandsmót karla í körfubolta, Iceland Express deildin, hófst í síðustu viku, en KKÍ og Iceland Express hafa skrifað undir áfram- haldandi samning um samstarf til tveggja ára. Um leið var birt spá fyrir komandi tímabil en forsvars- menn, þjálfarar og fyrirliðar allra félaganna spáðu fyrir um í hvaða sæti liðin yrðu í vor. Í kvenna- flokki var Haukum spáð efsta sætinu og Keflavík öðru. Nýliðar Hamars/Selfoss voru aftur á móti taldar líklegastar til þess að falla í vor. Njarðvíkingum var spáð efsta sætinu í karlaflokki og Keflvíking- um öðru. Nýliðunum var einnig spáð slæmu gengi hjá körlunum en Þór Þorlákshöfn og Tinda- stóll vermdu botnin samkvæmt spánni. Það verður fróðlegt að sjá hvort að spárnar rætast í vor en ljóst er að það er skemmtileg keppni framundan. Spáin í Iceland Express deild karla: o Njarðvík 413 stig o Keflavík 399 stig o KR 325 stig o Skallagrímur 310 stig o Snæfell 306 stig o Grindavík 244 stig o ÍR 218 stig o Haukar 171 stig o Hamar/Selfoss 127 stig o Fjölnir 122 stig o Tindastól 108 stig o Þór Þorlákshöfn 67 stig (432 stig í pottinum) Umtalsverðar breytingar á KR-liðinu Hjá KR hafa orðið umtalsverðar breytingar. Áfram eru með liðinu Brynjar Þór Björnsson, Fannar Ólafsson, Skarphéðinn Ingason, Pálmi Sigurgeirsson, Ólafur Ægis- son, Darri Hilmarsson og Ellert Arnarson. Nýir leikmenn eru Hafþór Björnsson, Tyson Patterson, Jer- emiah Sola, Peter Heizer, Gunn- ar Stefánsson, Bjarki Oddsson og Heiðar Lind Hansson. Farnir eru Steinar Kaldal sem er í fríi, Níels Dungal til Fjölnis, Eldur Ólafsson til Hamars, Gunn- laugur Erlendsson til Tindastóls, Grétar Guðmundsson til Danmerk- ur, Tómas Hermannsson til Þórs Akureyri, Jón Hrafn Baldvinsson til Breiðabliks, Melvin Scott til Bandaríkjanna og Ljubodrag Boga- vac til Serbíu. KR hefur fengið nýjan þjálfara, Benedikt Guðmundsson og hann var spurður hvort ofangreind spá hefði komið honum á óvart. “Ég velti lítið vöngum yfir því í hvaða sæti okkur er spáð, enda er þetta meira til gamans gert. Þetta er samt vísbending, en við ætlum okkur að vera í efri hluta mótsins í lokin, og að berjast um einhverja titla. Við ætlum að halda hreinu á heimavellinum í Frostaskjólinu, leggjum metnað okkar í það að það komi engin lið til okkar og fari héðan með sigur, en deildin er gríðarlega jöfn nú og mikið af góð- um liðum í henni svo enginn leik- ur er unninn fyrirfram. Útileikirn- ir eru orðnir virkilega erfiðir svo það skiptir miklu máli að klára heimaleikina með sigri. Íceland Express deildin er sterk, reyndar man ég ekki eftir henni svona sterkri, enda er mikið af félögunum að leggja allan sinn metnað í þetta og tjalda ýmsu til, jafnvel meiru til en oft áður. Ég tel að það verði mikið um óvænt úrslit í deildinni í vetur og mikil barátta um það hvaða 8 lið fara í úrslitakeppnina. Það er breyting, því oft hefur ekki mikil spenna ríkt um það undanfarin ár. Ég held að öll 12 liðin í deildinni muni og geti gert tilkall til þess að komast í úrslitakeppnina. Breytingar á KR- liðinu eru miklar, og kannski meiri en ég hafði vonast til, við erum að miklum hluta með nýtt lið. KR hefur ekki nema einn titil síðustu 15 árin, en KR varð Íslandsmeist- ari árið 2000, og tími kominn á annan titil. Síðast varð KR bikar- meistari árið 1991 svo það er orð- in þörf á að bæta við bikarsafnið í Frostaskjólinu,” segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR. 19VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2006 KR-SÍÐAN GETRAUNANÚMER KR ER 107 “Fátt skemmtilegra en að leika fyrir fullu húsi” Körfuknattleikstímabilið sem hófst sl. í sl. viku er það 50. í sögu körfuknattleiksdeildar KR. Merk- ur áfangi sem vert er að fagna og um leið láta hugann reika aftur í tímann og velta fyrir sér fram- þróun íslensks körfuknattleiks og þátt KR-inga í þeirri þróun. Spyrja má hvort körfuknattleikur í dag sé skemmtilegri en hann var fyrir t.d. 10 árum síðan, hafa erlendir leikmenn sett mestan svip á deild- ina eða hafa íslensku leikmennirn- ir skilað skemmtilegustu minning- unum? Böðvar Eggert Guðjónsson, for- maður körfuknattleiksdeildar KR, segir að KR-liðið mæti nokkuð breytt til leiks í ár og nýjan þjálf- ara meistaraflokks karla þurfi vart að kynna. “Benedikt Rúnar Guðmundsson snýr aftur í okkar raðir í ár eft- ir nokkurra ára vist í Grafarvogi. Benedikt er snjall þjálfari og fellur vel inn í það umhverfi sem stjórn deildarinnar hefur skapað und- anfarin ár. Einnig mun Benedikt þjálfa tvo yngri flokka og stjórna Elítu-æfingum með Inga Þór Stein- þórssyni. Elítu-æfingar er nýtt verkefni en í þann hóp eru vald- ir iðkendur sem að sýna áhuga og færni í körfuknattleik og undir handleiðslu þessara tveggja þjálf- ara er lögð áhersla á svokallaðir sér-æfingar sem að leikmenn á borð við Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðsson og Helgi Magn- ússon tóku þátt í á sínum tíma. Allir þessir leikmenn eru atvinnu- menn í dag þannig að ljóst er að þetta verkefni er gott framtak og eru vonandi komið til að vera. Það er fátt skemmtilegra en að leika fyrir fullu húsi áhorfenda og það hefur sýnt sig að oft hafa áhorfendur verið 6. maður liðs- ins og drifið þá áfram með hróp- um og köllum þegar á þarf að halda. Nú er lag að búa til ster- kasta heimavöll landsins og með samtaka hjálp getur það orðið að veruleika. Í tengslum við aukningu áhorfenda á leiki vetrarins kynnir deildin NBA-Lotterí. Markhópur okkar eru iðkendur og fyrir að mæta á leiki fá iðkendur þrjár kúl- ur, fyrir að taka foreldra eða aðra fjölskyldumeðlimi með á leik fá þeir auka kúlu. Fyrstu verðlaun er ferð á NBA leik fyrir 2 í vor þannig að til mikils er að vinna og stuðn- ingur foreldra skiptir máli. Vesturbærinn er stórt hverfi með stórt hjarta alveg eins og félagið okkar. Með bros á vör og gleði í hjarta eru okkur allir vegir færir,” segir Böðvar Eggert Guð- jónsson, formaður körfuknattleiks- deildar KR. Hverjir verða bestir? Laugardaginn 4. nóvember næstkomandi, býður Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur til KR- þings í Frostaskjólinu þar sem stórar spurningar um framtíð félagsins verða til umræðu. Öll- um KR-ingum, Vesturbæingum og öðrum sem láta sig framtíð KR varða, er velkomið að mæta í stuttan eða langan tíma og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Því fleiri, því betra, því fleiri sjónarmið. Á ríflega 100 árum hefur KR náð að byggja upp öflugt íþróttastarf á mörgum sviðum og náð frábær- um árangri. Margt hefur breyst á einni öld og því vill stjórn félags- ins staldra við og marka stefnu til framtíðar. Hvernig komum við til móts við þarfir og væntingar á 21. öldinni? Hvað þýðir það að “verða best- ir?” Bestir í afrekum og uppeldi? Bestir fyrir samfélagið? Hvernig verður KR áfram í forystu inn í næstu öld? Hver verður stefnan í unglingamálum? Þessar spurningar og ýms- ar aðrar framtíðarspurningar verða ræddar á KR-þinginu. Þar fer fram samræða þvert á allar deildir og aldurshópa. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem íþróttafélag hér á landi býður til svo opinnar umræðu um málefni og áherslur. Umsjón með þinginu er í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta, sem hefur m.a. stýrt um 20 íbúaþing- um víða um land. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, ráð- gjafi hjá Alta, segir að aðkoma ráðgjafafyrirtækisins felist í því að stýra þinginu og vinna með stýrihópnum en þingið marki upp- haf stefnumótunarinnar. Því sé mikilvægt að sem flestir sem láti sér framtíð KR varða mæti á þing- ið og taki virkan þátt í umræð- unni. Útkoman á að gefa línuna til framtíðar fyrir KR varðandi ýms- ar áherslur, ákvarðanir, þjónustu o.fl. “Hvað þýðir það að vera bestir? Gott er ef sem flestir veltu þeirri spurningu fyrir sér áður en til KR- þings er komið. Þarna er verið að marka félaginu framtíðarstefnu. Það er svo auðvelt þegar maður er þiggjandi einhverrar þjónustu eða mætir á íþróttaleik að halda að hægt sé að ganga að þessu öllu gefnu um aldur og ævi. KR er yfir 100 ára gamalt félag og allar forsendur hafa breyst umtalsvert í þjóðfélaginu og fleiri eru fyrir- sjáanlegar,” segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir. Hvert stefnir félagið? “Félagið er því nú á ákveðnum krossgötum og því villl það ekki halda áfram að óbreyttu heldur staldra við og spyrja, hvert vilj- um við fara? Svar við því þurfa allir KR-ingar og Vesturbæingar að fá. Á þessu þingi munum við nota aðferð sem hefur verið að ryðja sér til rúms. Allir munu taka þátt í umræðuhópum og skrifa niður eða teikna það sem þar fer fram á borðdúkinn! Síðan skiptir fólk um borð, fær nýtt fólk til að ræða við og þannig verður mjög mikil blöndun sjónarmiða. En hver lota er ekki nema 20 til 25 mínútur. Það dregur úr líkunum á því að einhver einn “dómíneri” umræð- una. Oft er lögð lítil steinvala á borðið og þá hefur sá sem heldur á steinvölunni orðið í það skiptið, og þannig er komið í veg fyrir að allir við borðið tali í einu. Þannig verður fólk líka meðvitaðra um að hlusta líka. Fyrir hádegi munum við fyrst og fremst beina sjónum okkar að spurningunni: “Hvaða spurninga ættum við að spyrja okkur varðandi starfsemi KR á 21. öldinni?” Inn á það fléttast raunar allt, eins og vangaveltur um upp- eldissjónamið, afrekssjónamið, aðstöðu, innra starf, þjónustu við íbúa í hverfinu, samstarf við skól- ana og margt fleira. Á KR-þinginu koma væntanlega margir með mótaðar skoðanir og upplifa sig mun frekar sem ger- endur en t.d. þátttakendur á íbúa- þingi sem koma í upphafi fyrst og fremst sem þiggjendur. Virkur þátttakandi getur haft svo mikil áhrif. Þrjár megináherslur hvers hóps eru kynntar síðan og þær teknar til úrvinnslu og síðan verð- ur reynt að draga fram meginlínu á staðnum. Þinginu lýkur með svokölluðum orðstað,” segir Sig- urborg Kr. Hannesdóttir. Sýnishorn af því sem rætt verður um við hvert borð á KR-þinginu. - segir formaður körfuknattleiksdeildar KR Markmið KR er ná í titla í körfunni Benedikt Guðmundsson. Undir hans stjórn hefur KR unnið 2 fyrstu leikina, gegn Snæfell og Keflavík - KR-þingið 4. nóvember nk. mun m.a. fjalla um það Karl Halldórsson, Liverpoolaðdáandi, er einn af áhugasömustu tippur- unum hjá KR. Auður var hins vegar ekki viss um hvernig leikirnir færu en taldi þó að Chelsea ynni sinn leik og Arsenal mundi vinna eins og venjulega! Hvoru tveggja gekk eftir. Á hverjum laugardegi mæta KR- tipparar í Frostaskjólið, spá í leiki dagsins, ræða málin, tippa og fá sér kaffi. Allmargir koma hvern einasta laugardag yfir vetrartímann.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.