Vesturbæjarblaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 5
vestan. Ég ákvað að sækja um bæjarstjórastarfið þótt ég væri ekki þessi hefðbundni bæjarstjóra- kandídat, sem væri búinn að vera bæjarstjóri annarsstaðar og væri að flytja mig til í kjölfar kosninga og meirihlutabreytinga eins og oft er. Bolungarvík er heillandi bær en hefur liðið fyrir að ákveðnir aðilar hafa ráðið bæjarfélaginu um langa tíð, og of lengi að margra mati. Þetta er ekkert séreinkenni á Bol- ungarvík því þessar aðstæður hafa skapast og viðgengist víðar um landið. En þetta fyrirkomulag snýst orðið um leifar af einhverju sem var en er ekki lengur fyrir hendi. Fólk hefur enn ákveðna áskrift að völdum en þó innan sviga vegna þess að allt er orðið breytt. Samfé- lög sem hafa búið við svona upp- byggingu og valdakerfi, sem byggist á einu atvinnufyrirtæki eða jafnvel á einni ætt eins og vestra þurfa nok- kurn tíma til þess að ná sér að nýju eftir að grundvallarbreytingar hafa orðið. Sá tími var ekki runninn upp í Bolungarvík og því varð mikil andstaða til innan vissra hópa við þann bæjarstjórnarmeirihluta sem kominn var til valda. Það var beinlínis skakkt að Grímur Atlason, strákur að sunnan og ekki af réttum uppruna væri bæjarstjóri í Víkinni. Ég upplifði ekki fyrr en eftir á hver- su mikil ógn þetta var við ákveðið fyrirkomulag sem hafði verið ríkjan- di en er algerlega úr sér gengið. Ég er ekki að tala um fólkið sem þessu tengist. Þetta er ágætis fólk. Ég er að tala um það kerfi eða öllu heldur vana sem verið hefur og snýst oft um annað en það sem skiptir máli fyrir sveitarfélagið og samfélagið. En hvað sem þessu líður þá átti ég góðan tíma með Bolvíkingum. Ég tengdist byggðinni. Við keyptum okkur hús í Bolungarvík sem við eigum enn og komum oft vestur fjöl- skyldan og börnin beinlínis elska að fara vestur og heimsækja vini sína. Ég kem til með að tengjast þessu svæði sterkum böndum hvar sem ég mun búa og starfa í framtíðinni.” Langamma var oddviti Svo fór Grímur í Dalina. Hann segir að þegar Dalamenn hafi vantað sveitarstjóra á síðasta ári hafi hann verið nýlega hættur fyrir vestan og ekki búin að taka ákvörðun um hvað hann tæki sér fyrir hendur. “Ég var búinn að fá ágæta reynslu af sveitarstjór- narmálum í gegnum starfið í Bol- ungarvík svo ég ákvað að slá til og sótti um í Dalabyggð. En auk Dalabyggðar var mikið á þessum tíma hvíslað að mér að koma og taka við í Súðavík, en þar var útlit fyrir að sveitastjóraskipti yrðu á sama tíma. Ég hefði vel geta hugsað mér að starfa þar enda liggja dýpri rætur mínar í þeirri byggð þar sem Grímur langafi minn var athafna- maður og hreppsstjóri á fyrri tíð og langamma mín var oddviti á fjórða áratugnum“, segir Grímur og brosir. „En Dalabyggð varð fyrir valinu. Þótt Dalabyggð sé allt öðruvísi en Bolungarvík þá er margt sameigin- legt með sveitarstjórnarmálunum. Þetta eru sömu málin sem verið er að fást við hvort sem atvinnulífið byggist upp af sjávarútvegi, land- búnaði eða einhverju öðru. Það er bjart yfir í Dölunum og land- búnaðurinn þar er blómlegur og fólkið gott. Það er fátt betra en að liggja í heitum potti við Sauðafellið og horfa á stjörnurnar. Á stundum finnst mér eins og þeir séu að ríða framhjá með Jón Arason eða Hrafn Oddsson sé að koma frá Flugumýri. Sagan er allt um kring og við erum meðvituð um það í Dölunum.” Sameinað höfuðborgarsvæði Grímur hefur ákveðna sýn á sveitarstjórnarstigið. Hann telur að sameina eigi sveitarfélög eða að virkja þau til samstarfs. “Ég vil sjá stór svæði vinna saman að verkef- num sveitarfélaganna. Þannig mætti hugsa sér að allt höfuðborgars- væðið tengdist með einhverjum stjórnsýslulegum hætti. Ein birtin- garmynd þess gæti verið sameigin- leg yfirborgarstjórn sem hefði ein- kum með stefnumótun að gera og síðan undirbæjarstjórnir eða hver- fisstjórnir sem sinntu innri málum tiltekinna borgarhluta. Eflaust mætti útfæra þetta á fleiri vegu en núverandi ástand er óviðunandi vegna þess að það er allt of óhag- kvæmt í fleiri en einum skilningi. Grunnurinn að þessum hugmyn- dum er að stór svæði sameinist um stjórnsýslu og þjónustu sveitar- stjórnarstigsins. Ég er ekki sá fyrsti sem viðra þessa hugmynd og ég er ekki höfundur hennar. Að undan- förnu hafa farið fram umræður um breytingar af þessu tagi í stjórnsýs- lunni hér á landi. Ef þetta á eftir að verða að veruleika eða einhver- jar sambærilegar hugmyndir þá sé ég Vesturbæinn fyrir mér sem sérstaka undirstjórnsýslueiningu í sameinuðu höfuðborgarsvæði með hverfisstjórn og hverfisborgarstjóra. Ef menn hefðu verið að vinna saman hefði líklega ekki verið reistar þrjár nýjar lúxussundlaugar á 10 ferkí- lómetra svæði. Tómu íbúðirnar og offjárfestingin í nafni samkeppni á milli sveitarfélaga væri væntanlega bara vondur draumur. Það sér það hver maður að við verðum að vinna saman. Ef það tekst ekki núna þá tekst það líklega aldrei.” ÞI 5VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2009 HÚMOR OG STÍLSNILLD Flosi Ólafsson var einn ástsælasti leikari þjóðarinnar í áratugi en var jafnframt afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hann var leiftrandi húmoristi og er þessi bók skýr vottur um það. Hér fer Flosi á kostum um æsku sína í miðbæ Reykjavíkur, ýmis dægurmál, baráttuna við skrinnskubáknið o.. Frábærlega skemmtileg bók! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Fuglalíf á Framnesvegi er sjálfstætt framhald Flugu á vegg sem út kom í fyrra og hlaut einróma lof gagnrýnenda. Hér heldur höfundur áfram að rekja uppvaxtarsögu drengsins í Vesturbæ Reykjavíkur fram á unglingsár. Gamansöm, dramatísk og hugljúf saga sem lætur engan ósnortinn. Ólafur er leiftrandi höfundur þegar hann er bestur. ... Það er heiður himinn yr frásögninni allri, væntumþykja og ekkert væl. – Páll B. Baldvinsson, Fréttabl. 6. nóv. ★★★★ Nokkrar umsagnir um Flugu á vegg: Ljúfsár ... hrífandi ... dramatísk og einlæg ... – Einar Falur Ingólfsson, Lesb. Mbl. Unaðslegt að lesa þetta ... virkilega góð bók. – Kolbrún Bergþórsdóttir, Kiljan

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.