Vesturbæjarblaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 4

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2009, Blaðsíða 4
4 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2009 Ég var 16 ára þegar ég fluttist í Vesturbæinn og hef búið þar síðan með viðkomu í Danmörku, Bol- ungarvík og nú í Dalabyggðinni. Á sumrin var ég í sveitinni en á haustin kom ég heim í Hlíðarnar og var þar yfir veturinn. Frá því ég fluttist vestur fyrir læk hef ég búið á þremur stöðum í innan við 200 metra radíus. Fyrst á Holts- götu, svo Meistaravöllum og loks á Vesturvallagötu,” segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyg- gð og tónlistaráhugamaður með meiru í samtali við Vesturbæjar- blaðið. Grímur kveðst vera landsbyggða- maður í eðli sínu sem stafi að einh- verju leyti af því hversu mikið hann var í sveit á sumrin sem barn og unglingur. “Ég er þó Reykvíkingur en af fyrstu kynslóð því báðir foreldrar mínir eru utan af landi. Faðir minn er úr Súðavík en móðir mín frá Raufarhöfn en þar dvaldi ég líka hjá langömmu minni sem barn. Mér finnst ég ekki hafa kynnst Reyk- javík af alvöru fyrr ég var kominn á fjórtánda ár og var í fyrsta skipti að sumri til í bænum. Ég slapp því alveg við fótboltaæfingar og annað tómstundastarf sem borgarbörnum var boðið upp á. Ég var bara í sveitinni á sumrin og veturnir fóru í skólann.” Eftir grunnskólann lá leið Gríms í MH og þaðan í Þroskaþjál- faskólann. “Ég fór síðan að starfa í þeim geira, fyrst með náminu en síðar í fullri vinnu. Ég vann um tíma á geðdeildum en lengst hjá Styrk- tarfélagi vangefinna, sem nú er nú Ás-styrktarfélag. Síðar flutti ég til Danmerkur þar sem ég bjó í þrjú ár og hélt áfram að starfa við fagið. Allan tímann hafði ég og hef ennþá mikinn áhuga á listum og þá ein- kum tónlistinni. Ég var í listafélag- inu í MH þar sem við héldum marga tónleika og fluttum meira að segja inn hljómsveit sem frægt mál ska- paðist af á þeim tíma. Þegar ég kom heim frá Danmörku hélt ég áfram að vinna að mínu fagi og mest við félagsþjónustu en fór fljótlega einnig að fást við tónlistina. Sam- hliða starfi mínu hjá félagsþjónus- tunni fór ég að sinna tónleikahaldi og plötuútgáfu allt til ársins 2004 þegar ég ákvað að sinna tónlistinni í fullu starfi. Ég stofnaði fyrirtæki sem m.a. stóð að tónleikahaldi og innflutningi tónlistarmanna.” Gamli Vesturbærinn er bara Ísland Grímur segir að fyrir sér sé gamli Vesturbærinn vestan Grjótaþorp- sins eins og hluti af því umh- verfi sem hann þekki til utan af landsbyggðinni. “Samsetningin er ekki ólík því sem ég kynntist í Bol- ungarvík. Nálægðin við höfnina og sjóinn er hin sama og í þessum bor- garhluta þekkjast nágrannar enn þann dag í dag og ræðir saman á förnum vegi. Einn kostur Vestur- bæjarins er að hann er ekki hluti af miðborginni en miðborgin, með öllu því góða sem hún hefur upp á að bjóða, er samt bara í fimm mínútna göngufæri. Gamli Vestur- bærinn er bara Ísland. Ef ég lít inn í heim krakkanna þá er hann einnig líkur því sem maður kynntist fyrir vestan. Þau gengu nokkur skref í skólann í Víkinni og gera það líka í Vesturbænum. Sömu sögu er að segja úr Búðardal. Aðeins nokkrir metrar að ganga í skólann. Vegna starfa minna í Dölunum og tvö- faldri búsetu fjölskyldunnar af þeim sökum þá hafa börnin notið þess að fara í skólann fyrir vestan þegar þau dvelja þar.” Fallegustu hús í Reykjavík “Vesturbærinn er um margt öðruvísi en aðrir borgarhlutar,” heldur Grímur áfram. “Hann hefur gengið í gegnum marga hluti. Ótal kynslóðaskipti hafa átt sér stað. Vesturbærinn hefur heldur ekki alltaf verið jafn barnmargur og í dag. Ég man eftir því þegar ég var strákur að erfitt var að manna KR í Vesturbænum og verið var að fá krakka „lánaða“ úr Breiðholtinu og annarsstaðar frá í félagið. En nú er búið að markaðssetja hann sem fjölskylduvænt umhverfi og ungt fólk með börn hefur leitað þangað í auknum mæli. Gamli Vesturbærinn er löngu fullbyggður og unga fólkið kaupir eldri íbúðir og gerir þær upp eða flytur bara inn eftir efnum og ástæðum. Þetta er allt annar bragur en á flestum öðrum borg- arhverfum – bragur sem uppfyllir þarfir mínar um búsvæði.” Grímur kveðst geta sagt gamla Vesturbæ- num til hróss að þar sé að finna einhver fallegustu hús í Reykjavík og klassískan arkitektúr. “Þar er mikið af gömlum timburhúsum og einnig af fallegum steinhúsum. Blessunarlega hefur hin heimska hönd skipulagsins ekki farið þar um og náð að eyðileggja gróið umhverfi eins og víða hefur orðið og nægir að nefna Kvosina, Laugaveginn og Skuggahverfið í því efni. Baráttan gegn skipulaginu eða öllu heldur skipulagsleysinu hefur kostað blóð, svita og tár og stundum hefur fram- kvæmdaástin náð um of að komast inn í skipulagið þar sem reynt er að fá sem flestar krónur fyrir hvern rúmmetra af steinsteypu.” Kaffivagninn og fallegar verbúðir Talið berst að sjávarsíðunni sem minnir Grím á Raufarhöfn og Bol- ungarvík og aðra staði við sjóinn sem hann kefur kynnst. Hann segir ákveðinn sjarma vera yfir Slippsvæðinu þótt þar megi finna ljótar byggingar. “En nú er verið að forma spennandi hugmyndir um endurbyggingu þessa svæðis. Á Grandanum er hinsvegar búið að reisa of mikið af skemmulaga húsum. Verslanirnar eru komnar í litlausa skemmukassa og jafnvel eru flutt inn stálgrindarhús ætluð undir vöruskemmur, iðnaðarhúsnæði og jafnvel gripahús. Þetta er afleit þróun en nú er spurning hvernig tekst til hinum megin á Örfiriseynni. Svæðið í kringum verbúðirnar og Kaffivagninn er notalegt. Ég fer oft þangað með krakkana að skoða skipin og til að velta því fyrir okkur hvaðan þau koma og hverskonar afla þau koma með að landi. Það er gott að verðbúðirnar fá að standa því þangað er gott að fara. Ég fór þangað oft sem krakki því afi minn, Magnús Grímsson, var með pláss í lengjunni og þangað heimsótti ég hann. Hann var þekkt aflakló en hafði ímugust á landhelgisgæs- lunni. Hafði viðurnefnið „Mangi langt fyrir innan“. Man eftir því eitt sinn að hann benti mér þá sjö ára á varðskipin við Ægisgarð og sagði: „Grímur, þetta eru bófar“. Ég taldi lengi vel á eftir að Landhelgis- gæslan væru helstu glæpasamtök Íslands“, segir Grímur og hlær. Vesturbærinn er blessunarlega laus við kassastílinn í arkitektúr Grímur lítur síðan yfir borgar- landið og skipulagslega þróun þess í síðari tíð. “Mér finnst aðkoman inn í Reykjavík úr norðri líka hafa versnað. Áður fyrr voru fall- egar byggingar Korpúlfsstaða það fyrsta sem fyrir augað bar og húsið í Hulduhólum. Nú er þetta eigin- lega horfið á bak við ljóta kassa. Korputorgið er misheppnað og Bau- hauskassinn er ekkert skárri. Þegar maður kemur t.d. til Kaupmanna- hafnar má sjá gamla reykspúandi verksmiðjur rétt við Gamle Køge Landevej. Þetta er samt bygging með sjarma og stíl – minnir svolítið á myndina utan á Animals með Pink Floyd. Við þurfum að byggja fleiri hús sem særa ekki fegurðar- skyn manna. Þessi kassastíll sem nú tröllríður öllu er úldinn arkitek- túr – dragúldinn. Og hann einkennir ekki aðeins Örfiriseyna og Mosfells- bæinn. Hann er út um allt. Kassarnir við Suðurlandsbrautina eru ekkert augna yndi að ekki sé talað um Skuggahverfið og nýja Borgartúnið eða 2007 hverfið sem átti að verða “Wall Street” Reykjavíkur og tákn um hinn nýfengna stórgróða. Nú er líka í tísku að lita allt svart og hvítt. Svarthvíta kassaformið er allsráðandi í byggingalistinni. Eitt af aðalsmerkjum gamla Vesturbæ- jarins fyrir utan vinalega mannlíf sem hefur mótast þar er að þetta byggingaform hefur ekki náð þan- gað og mun vonandi aldrei koma. Þar má sjá alls kyns form og liti, sem gleðja augað. Við verðum að varðveita þessa mynd.” Aldrei verið 101 rotta Grímur hefur að eigin sögn alltaf hafa haft áhuga á pólitík og nokkuð sterka sýn á stjórnmálin. “Eftir að ég kom heim frá Danmörku fór þessi áhugi minn vaxandi. Ég gekk til liðs við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og fór að starfa með þeim. Eftir kosningarnar 2002 tók ég sæti í nefndum á hennar vegum. Þar liggja mín fyrstu afskipti af sveitarstjórnarmálum. Ég ritstýrði Morgunpóstinum um tíma sem var einskonar málgagn flokksins um tíma og skrifaði pólitíska leiðara á hverjum degi.” Grímur segir ekki rétt sem stun- dum hafi verið haldið fram að hann hafi dottið inn í landsbyg- gðapólitíkina 2006. “Ég hef alltaf verið tengdur landsbyggðinni og bakgrunnur minn liggur þar að verulegu leyti. Ég hef aldrei verið svona 101 rotta eins og stundum er sagt í háði um þá sem einkum tengjast miðborg Reykjavíkur og miðborgarstemningunni. Ég reyndi fyrir mér í prófkjöri í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006 en náði ekki þeim árangri sem ég hafði vænst og í framhaldi af því gerðust hlutirnir nokkuð hratt. Þótt höfuðborgin skipti mig miklu þá hef ég þessa landsbyggðartenginu og svo fór eftir þessar kosningar að ég endaði sem bæjarstjóri vestur í Bolungarvík. Þetta lýsir því hversu heimurinn getur verið óútreiknan- legur.” Skakkt að strákur að sunnan væri bæjarstjóri Grímur kveðst hafa haft nokkur kynni af Bolungarvík og þau auðveldað sér að taka ákvörðun um að flytjast vestur. “Ég kynntist Bolungarvík fyrst í gegnum mennin- gu og listir. Ég hafði farið vestur og haldið tónleika með Emiliönu Tor- rini í félagsheimilinu í Bolungarvík. Ég hafði einnig kynntist Soffíu Vagnsdóttur, sem var tónlistarken- nari og skólastjóri auk þess að sitja í bæjarstjórn. Þetta gerðist með þeim hætti að skömmu eftir kos- ningarnar 2006 sá ég auglýst eftir bæjarstjóra í Bolungarvík. Ég man að við hjónin sátum að kvöldi til og voru að ræða þessa auglýsin- gu. Við höfðum þá farið vestur þrjú ár í röð og leist vel á þetta svæði. Það var eitthvað heillandi við þessa byggð og aðra staði fyrir Gamli Vesturbærinn er bara Ísland Grímur Atlason. VETUR

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.