Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 3

Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 3
3VesturbæjarblaðiðJANÚAR 2007 Vinsældir göngustíga aukast stöðugt Reykjavíkurborg hefur á und- anförnum árum gert átak í bygg- ingu göngustíga víðs vegar um borgina, og margir þeirra eru upplýstir. Borgarbúar hafa tek- ið því vel sem sést best á því hversu margir nýta sér þá dag- lega, þó notkunin sé eðlilega mest um helgar, og ekki síst þegar vel viðrar. Nágrannasveit- arfélögin, ekki síst Kópavogur, hafa einnig gert átak í byggingu göngustíga, og víða eru þeir sam- tengdir þannig að víðast er auð- velt að ganga um höfuðborgar- svæðið, jafnvel allt frá Mosfells- bæ suður í Garðabæ. Göngustíg- urinn frá Ægisíðu allt austur í Nauthólsvík nýtur hvað mestra vinsælda þessara göngustíga, enda liggur hann um skemmti- legt svæði og er ekki of erfiður flestum. Hjónin Kristrún Halla Helga- dóttir og Þorfinnur Skúlason nota göngustígin oft og allan árs- ins hring enda búa þau í næsta nágrenni, eða á Neshaganum. Með þeim í göngutúrnum voru börn- in Kristín og Magnea og einnig Embla sem hafði nokkuð dregist aftur úr vegna þess að hún var að leika sér með félögum sínum. Á göngustígnum voru einnig Oddný Yngvadóttir og Jón Ólafur Ísberg sem búa í Sörlaskjólinu. Þau sögðust oft fara þessa leið, enda blasti hann við þeim heim- an að, og því eðlilegt að nýta sér það. Svo skemmdi útsýnið yfir hafið ekki fyrir. Fjölskyldan á göngutúr á Ægisíðunni. Kristrún Halla Helgadóttir og Þorfinnur Skúlason ásamt börnunum Kristínu og Magneu. Oddný Yngvadóttir og Jón Ólafur Ísberg njóta þess að búa í nágrenni göngustígarins við Ægisíðu. Stúlkur úr Kvennaskólanum í fótbolta í snjónum á Tjörninni. Var nokkur að segja að stúlkur væru orðnar kveif? GÆÐI Á LÆGRA VERÐI 948 1.896 7.492 9.99050% afsláttur 5.490 8.590 35% afsláttur Vnr. 74091117 Hleðsluborvél Skil hleðsluborvél 14.4V, og borasett. Vnr. 68870116 Topp- & skrúfbitasett LUX topp- og skrúfbitasett 37 stk. Vnr. 74864020 Skrúfvél BOSCH skrúfvél PSR 200 LI. 25% afsláttur LAGER HREINSUN á verkfærum í BYKO ÚTSALA ����������� ����������������� VERÐDÆMI AUGL†SINGASÍMI 511 1188 - 895 8298

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.